Samfélagsleg nýsköpun 23. nóvember 2019 09:45 Teymin í Snjallræði 2019. Uppskeruhátíð verður haldin fimmtudaginn 28. nóvember í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Snjallræði er hraðall fyrir samfélagslega nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi sem hóf göngu sína síðastliðið haust og fer nú fram í annað sinn í umsjón Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands og Nýsköpunarmiðstöðvar ÍslandsÖflugir bakhjarlar og samstarf við atvinnulífið Að baki hraðlinum standa afar framsækin fyrirtæki sem eiga það öll sammerkt að vilja leggja sitt af mörkum til samfélagsins en það eru Össur, Marel, Deloitte, Icelandair og Landsvirkjun. Með því að styðja við Snjallræði veita fyrirtækin öflugum einstaklingum tækifæri til að þróa eigin hugmyndir og finna þeim sjálfbæran farveg. Þá eiga fyrirtækin það einnig sameiginlegt að leggja áherslu á samfélagslega nýsköpun í eigin starfsemi. Össur stefnir í síauknum mæli í átt að hringrásarhagkerfi og hefur um árabil unnið markvisst að því að draga úr sóun og neikvæðum umhverfisáhrifum sínum.Kristín I. Pálsdóttir og Guðrún Erna Hreiðarsdóttir eru með verkefnið Rótin.Í samstarfi við viðskiptavini og samstarfsaðila, umbreytir Marel matvælaframleiðslu á heimsvísu með sjálfbærni, hagkvæmni og rekjanleika að leiðarljósi. Árlega fjárfestir Marel um sex prósent tekna í öflugri vöruþróunarstarfsemi við að hanna lausnir sem hámarka nýtingu verðmætra auðlinda og draga úr hvers konar sóun, meðal annars vatns-, orku- og matarsóun. Deloitte er afar framarlega á sviði samfélagsábyrgðar en hefur einnig verið að feta sig áfram á sviði samfélagslegrar nýsköpunar með þróunarverkefni um íslenska málheild og máltæknilausnir með það að markmiði að tölvur og tæki framtíðarinnar muni skilja og tala íslensku svo vel sé.Teymin í Snjallræði Icelandair kynnti nýverið nýja stefnu í jafnréttismálum í Reykjavík og Berlín, þar sem félagið undirritaði áskorun í jafnréttismálum á vegum IATA, alþjóðasamtaka flugrekenda, í samstarfi við 24 önnur flugfélög. Að lokum má nefna að Landsvirkjun skrifaði nýverið undir fyrsta sjálfbærnitengda lánið hér á landi sem hvetur fyrirtækið enn frekar til þess að ná eigin markmiðum í jafnréttismálum, heilsu- og öryggismálum og loftslagsmálum. Í upphafi hraðalsins fór fram hönnunarsprettur á vegum MIT designX sem öllum þessum öflugu bakhjörlum gafst kostur á að taka þátt í. Bæði Deloitte og Össur náðu að senda inn teymi til þátttöku sem unnu að áhugaverðum umbótahugmyndum innan fyrirtækjanna á sviði samfélagslegrar nýsköpunar.Jillian Verbeurgt er einn af þremur sem eru með verkefnið Green Bytes.Teymin sem taka þátt í Snjallræði hafa undanfarnar vikur unnið hörðum höndum að því að finna lausnir á mörgum af helstu áskorunum samtímans. Hér fyrir neðan er að finna frekari upplýsingar um fjögur af vinningsteymunum átta sem taka þátt í ár.Verkefnið EyCo EyCo býður upp á frumlegar og sérsniðnar lausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki til þess að kolefnisjafna eigin starfsemi og daglegt líf. Markmið EyCo er að minnka árlega kolefnislosun Íslands um 100 þúsund tonn. Að verkefninu standa Ívar Kristinsson, sem starfar hjá Fjársýslu ríkisins, og Sigurjón Norberg Kjærnested en hann er með meistaragráðu í vélaverkfræði og starfar að orkumálum. Ívar segir að verkefni þeirra sé fyrst og fremst hugsað til þess að gera fólki og fyrirtækjum auðveldara að koma með öflugt framlag í baráttunni gegn loftslagsbreytingum „Okkur þótti það passa vel við áherslur Snjallræðis á samfélagslega nýsköpun. Einnig fannst okkur mikill akkur í að læra af þeim fjölmörgu sérfræðingum sem komu að snjallræði, til dæmis Svövu Grönfeldt,“ segir hann.Ívar Kristinsson vinnur við verkefnið EyCo ásamt Sigurjóni Norberg.Þegar Ívar er beðinn að lýsa verkefninu, svarar hann: „EyCo er kauphöll fyrir afsetningu á kolefnisfótspori fólks og fyrirtækja. Hugmyndin er að gera þeim sem geta boðið upp á afsetningu upp á leið til að fá greitt fyrir þá vöru og þannig ýta undir frekari kolefnisafsetningu. Þeir aðilar eru svo tengdir við þá sem vilja afsetja sig og sína starfsemi, í gegnum kauphöllina okkar.“ Þeir félagar eru afar ánægðir með hvernig verkefnið hefur þróast. „Forritunarvinna fyrir mvp (minimum viable product) útgáfu kauphallarinnar er langt komin og Snjallræði hefur hjálpað mikið við að þróa lausnina og umgjörðina í kringum hana. Verkefnið verður klárlega að veruleika eftir þessa vinnu. Við erum virkilega ánægðir með Snjallræði og allt í kringum hraðalinn.“Verkefnið Rótin Kristín I. Pálsdóttir, Katrín Guðný Alfreðsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Guðrún Erna Hreiðarsdóttir hafa það markmið að setja á fót stuðningssetur fyrir konur og koma á samstarfi milli stofnana, samtaka og annarra fagaðila sem fást við vímuefnameðferð fyrir konur, ofbeldi og úrvinnslu áfalla. Kristín segir að Rótin sé félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda og sinni hagsmunabaráttu fyrir þann hóp. „Félagið hefur verið mjög virkt í að krefja hið opinbera um aukið gæðaeftirlit og stefnumótun í málaflokknum, skrifað umsagnir um frumvörp, skrifað fjölda greina um vímuefnavanda kvenna, staðið fyrir reglulegum fyrirlestrum og haldið tvær ráðstefnur í samstarfi við fleiri aðila. Þá býður Rótin upp á námskeið, leiðsagnarhópa, leiddan sjálfshjálparhóp og fljótlega einnig einstaklingsráðgjöf. Að auki var félagið einn aðstandenda rannsóknar á reynslu kvenna af fíknimeðferð á Íslandi,“ útskýrir hún.Arnar og Viktoría vinna með verkefnið Innovation Platform.„Við höfum áhuga á því að koma til móts við þörf kvenna með áfalla- og/eða vímuefnasögu fyrir þjónustu sem byggir á sérþekkingu á vanda kvenna og er í samræmi við áherslur stofnana Sameinuðu þjóðanna og leiðbeiningar um bestu meðferð fyrir konur og nýjustu gagnreynda þekkingu. Verkefni Rótarinnar felst í því að þróa þjónustumiðstöð fyrir konur með áfalla- og/eða vímuefnasögu þar sem boðið verður upp á fráhvarfsmeðferð í göngudeildarþjónustu og einstaklingsmiðaða þjónustu til að auka lífsgæði kvenna með slíka sögu. Verkefninu er ætlað að stuðla að nýrri nálgun í þjónustu á sviði velferðar- og heilbrigðis og gera þjónustuna aðgengilegri. Jafnframt því að svara kalli alþjóðlegrar stefnumótunar og rannsókna, eins og heimsmarkmiða Sþ, og auka jafnrétti í heilbrigðis- og velferðarþjónustu,“ segir Kristín og bætir við að verkefnið hafi gengið mjög vel. „Við höfum lagt áherslu á að hitta fagfólk í velferðar- og heilbrigðisþjónustu til að bera saman bækur og kanna samstarfsmöguleika, meðfram dagskránni í Snjallræði, og höfum fengið mjög góðar undirtektir. Verkefnið er í raun hafið en þar sem það er að miklu leyti háð fjármögnun hins opinbera er spurning hversu langan tíma tekur að koma því í fulla virkni,“ segir hún. Þegar Kristín er spurð hvort þær séu ánægðar með aðstöðu og þjálfun undanfarnar vikur stendur ekki á svari. „Já, það hefur verið ómetanlegt að fá þann stuðning sem Snjallræði hefur veitt og hefur fleytt verkefninu hratt áfram. Ekki síst var mikilvægt að fá viku með sérfræðingum frá MIT designX, þeim Svöfu Grönfeldt, Kate og Matthew.“Verkefnið PLOGG-IN Hulda Vigdísardóttir, Guolin Fang og Magdalena Stelf standa á bak við verkefnið PLOGG-IN sem er kerfi sem ætlað er til að hjálpa plokkurum, útivistarfólki og umhverfissinnum sem reglubundið tína upp sorp samhliða hreyfingu, að skipuleggja starf sitt. Hulda hefur starfað sem fyrirsæta í rúm sjö ár auk þess að vera texta- og hugmyndasmiður ásamt því að sinna ritstörfum og þýðingum. „Ég lauk MA-prófi í íslenskri málfræði fyrir þremur árum og byrjaði í haust í undirbúningsnámi fyrir talmeinafræði,“ segir hún. „Við Guolin, vinur minn til tíu ára, höfum verið að vinna að verkefninu saman í eitt og hálft ár. Hann kynnti mig fyrir Snjallræði og mér leist strax mjög vel á þetta allt saman.Hulda Vigdísardóttir er með verkefnið PLOGG-IN ásamt Guolin og Magdalenu.Við erum að þróa snjallforrit sem kallast PLOGG-IN en okkar markmið er að nota upplýsingatækni til að þróa kort og auðvelda þannig plokkurum og öðrum umhverfissinnum lífið, gefa þeim yfirsýn yfir svæði sem nú þegar hafa verið hreinsuð og hvar vantar upp á, auk þess sem við viljum leikjavæða plokk,“ segir Hulda og bætir við að verkefnið hafi gengið vonum framar og eigi Snjallræði stóran þátt í því. „Það er að mörgu að huga en við í teyminu vinnum yfirleitt vel saman. Við höfum einsett okkur að koma verkefninu á fót en ég hef alltaf haft mikla trú á því og hugmyndavinnan í Snjallræði hefur aukið skilning okkar á öllu heila ferlinu,“ segir Hulda og segist afar þakklát fyrir það einstaka tækifæri sem Snjallræði hefur veitt þeim.Verkefnið Innovation Platform Arnar Jónsson, Bala Kamallakhran, Freyr Ketilsson og Viktoría Leiva hjá Dattaca Labs hyggjast skapa snjallkerfi þar sem hægt verður að skrá áskoranir af ýmsum toga í gagnagrunn í þeim tilgangi að tengja saman einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir o.fl. við rétta aðila sem líta á áskoranirnar sem tækifæri til lausna. Þau eru öll starfsmenn Dattaca Labs, Arnar er verkefnastjóri, Freyr framkvæmdastjóri og Viktoría lögfræðingur. Þau sóttu um í Snjallræði þar sem þau vildu fá tækifæri til að útvíkka hugmynd sem þau höfðu haft og byggir á að auðvelda fyrirtækjum og opinberri stjórnsýslu aðgengi að nýsköpun og viðskiptaþróun. „Verkefnið okkar felst í því að leggja grunninn að snjallkerfi sem parar saman vandamál og lausnir með hjálp vélnáms og gervigreindar. Lögaðilar myndu þar lista upp áskorun sem þeir eru að kljást við og yrðu sjálfvirkt paraðir við lausnaveitendur. Grunnurinn að þeirri hugmynd verður lausnarmót eða „hackathon“ sem við erum að vinna að með nýstárlegum hætti. Þar geta lögaðilar tekið þátt með áskorun og frumkvöðlum/?háskólasamfélagi gefst kostur á að virkja sköpunarkraftinn með vísi að lausn á aðeins örfáum dögum. Lögaðilar og sigurteymin vinna svo áfram saman að endanlegri lausn með eftirfylgni af okkar hálfu,“ segir Arnar og bætir við að starfið hafi gengið mjög vel og að fara í gegnum hraðalinn hafi verið dýrmæt reynsla.“ Teymið stefnir á að lausnarmótið verði tilbúið í maí 2020. „Þar erum við að byggja mjög nauðsynlegan og sterkan grunn sem leiðir að notendahæfu og sjálfvirku snjallkerfi í framtíðinni. Það er lykilatriði að skilja notandann og þar byrjum við,“ segir Arnar. „Aðstaðan í Skapandi setri hefur verið frábær og það hafa verið forréttindi að fá að taka þátt í Snjallræði. Kynnast öllu þessu frábæra og hæfileikaríka fólki svo ekki sé minnst á tækin og tólin frá þjálfurum MIT designX, sem var upp á tíu.“ Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Snjallræði er hraðall fyrir samfélagslega nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi sem hóf göngu sína síðastliðið haust og fer nú fram í annað sinn í umsjón Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands og Nýsköpunarmiðstöðvar ÍslandsÖflugir bakhjarlar og samstarf við atvinnulífið Að baki hraðlinum standa afar framsækin fyrirtæki sem eiga það öll sammerkt að vilja leggja sitt af mörkum til samfélagsins en það eru Össur, Marel, Deloitte, Icelandair og Landsvirkjun. Með því að styðja við Snjallræði veita fyrirtækin öflugum einstaklingum tækifæri til að þróa eigin hugmyndir og finna þeim sjálfbæran farveg. Þá eiga fyrirtækin það einnig sameiginlegt að leggja áherslu á samfélagslega nýsköpun í eigin starfsemi. Össur stefnir í síauknum mæli í átt að hringrásarhagkerfi og hefur um árabil unnið markvisst að því að draga úr sóun og neikvæðum umhverfisáhrifum sínum.Kristín I. Pálsdóttir og Guðrún Erna Hreiðarsdóttir eru með verkefnið Rótin.Í samstarfi við viðskiptavini og samstarfsaðila, umbreytir Marel matvælaframleiðslu á heimsvísu með sjálfbærni, hagkvæmni og rekjanleika að leiðarljósi. Árlega fjárfestir Marel um sex prósent tekna í öflugri vöruþróunarstarfsemi við að hanna lausnir sem hámarka nýtingu verðmætra auðlinda og draga úr hvers konar sóun, meðal annars vatns-, orku- og matarsóun. Deloitte er afar framarlega á sviði samfélagsábyrgðar en hefur einnig verið að feta sig áfram á sviði samfélagslegrar nýsköpunar með þróunarverkefni um íslenska málheild og máltæknilausnir með það að markmiði að tölvur og tæki framtíðarinnar muni skilja og tala íslensku svo vel sé.Teymin í Snjallræði Icelandair kynnti nýverið nýja stefnu í jafnréttismálum í Reykjavík og Berlín, þar sem félagið undirritaði áskorun í jafnréttismálum á vegum IATA, alþjóðasamtaka flugrekenda, í samstarfi við 24 önnur flugfélög. Að lokum má nefna að Landsvirkjun skrifaði nýverið undir fyrsta sjálfbærnitengda lánið hér á landi sem hvetur fyrirtækið enn frekar til þess að ná eigin markmiðum í jafnréttismálum, heilsu- og öryggismálum og loftslagsmálum. Í upphafi hraðalsins fór fram hönnunarsprettur á vegum MIT designX sem öllum þessum öflugu bakhjörlum gafst kostur á að taka þátt í. Bæði Deloitte og Össur náðu að senda inn teymi til þátttöku sem unnu að áhugaverðum umbótahugmyndum innan fyrirtækjanna á sviði samfélagslegrar nýsköpunar.Jillian Verbeurgt er einn af þremur sem eru með verkefnið Green Bytes.Teymin sem taka þátt í Snjallræði hafa undanfarnar vikur unnið hörðum höndum að því að finna lausnir á mörgum af helstu áskorunum samtímans. Hér fyrir neðan er að finna frekari upplýsingar um fjögur af vinningsteymunum átta sem taka þátt í ár.Verkefnið EyCo EyCo býður upp á frumlegar og sérsniðnar lausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki til þess að kolefnisjafna eigin starfsemi og daglegt líf. Markmið EyCo er að minnka árlega kolefnislosun Íslands um 100 þúsund tonn. Að verkefninu standa Ívar Kristinsson, sem starfar hjá Fjársýslu ríkisins, og Sigurjón Norberg Kjærnested en hann er með meistaragráðu í vélaverkfræði og starfar að orkumálum. Ívar segir að verkefni þeirra sé fyrst og fremst hugsað til þess að gera fólki og fyrirtækjum auðveldara að koma með öflugt framlag í baráttunni gegn loftslagsbreytingum „Okkur þótti það passa vel við áherslur Snjallræðis á samfélagslega nýsköpun. Einnig fannst okkur mikill akkur í að læra af þeim fjölmörgu sérfræðingum sem komu að snjallræði, til dæmis Svövu Grönfeldt,“ segir hann.Ívar Kristinsson vinnur við verkefnið EyCo ásamt Sigurjóni Norberg.Þegar Ívar er beðinn að lýsa verkefninu, svarar hann: „EyCo er kauphöll fyrir afsetningu á kolefnisfótspori fólks og fyrirtækja. Hugmyndin er að gera þeim sem geta boðið upp á afsetningu upp á leið til að fá greitt fyrir þá vöru og þannig ýta undir frekari kolefnisafsetningu. Þeir aðilar eru svo tengdir við þá sem vilja afsetja sig og sína starfsemi, í gegnum kauphöllina okkar.“ Þeir félagar eru afar ánægðir með hvernig verkefnið hefur þróast. „Forritunarvinna fyrir mvp (minimum viable product) útgáfu kauphallarinnar er langt komin og Snjallræði hefur hjálpað mikið við að þróa lausnina og umgjörðina í kringum hana. Verkefnið verður klárlega að veruleika eftir þessa vinnu. Við erum virkilega ánægðir með Snjallræði og allt í kringum hraðalinn.“Verkefnið Rótin Kristín I. Pálsdóttir, Katrín Guðný Alfreðsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Guðrún Erna Hreiðarsdóttir hafa það markmið að setja á fót stuðningssetur fyrir konur og koma á samstarfi milli stofnana, samtaka og annarra fagaðila sem fást við vímuefnameðferð fyrir konur, ofbeldi og úrvinnslu áfalla. Kristín segir að Rótin sé félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda og sinni hagsmunabaráttu fyrir þann hóp. „Félagið hefur verið mjög virkt í að krefja hið opinbera um aukið gæðaeftirlit og stefnumótun í málaflokknum, skrifað umsagnir um frumvörp, skrifað fjölda greina um vímuefnavanda kvenna, staðið fyrir reglulegum fyrirlestrum og haldið tvær ráðstefnur í samstarfi við fleiri aðila. Þá býður Rótin upp á námskeið, leiðsagnarhópa, leiddan sjálfshjálparhóp og fljótlega einnig einstaklingsráðgjöf. Að auki var félagið einn aðstandenda rannsóknar á reynslu kvenna af fíknimeðferð á Íslandi,“ útskýrir hún.Arnar og Viktoría vinna með verkefnið Innovation Platform.„Við höfum áhuga á því að koma til móts við þörf kvenna með áfalla- og/eða vímuefnasögu fyrir þjónustu sem byggir á sérþekkingu á vanda kvenna og er í samræmi við áherslur stofnana Sameinuðu þjóðanna og leiðbeiningar um bestu meðferð fyrir konur og nýjustu gagnreynda þekkingu. Verkefni Rótarinnar felst í því að þróa þjónustumiðstöð fyrir konur með áfalla- og/eða vímuefnasögu þar sem boðið verður upp á fráhvarfsmeðferð í göngudeildarþjónustu og einstaklingsmiðaða þjónustu til að auka lífsgæði kvenna með slíka sögu. Verkefninu er ætlað að stuðla að nýrri nálgun í þjónustu á sviði velferðar- og heilbrigðis og gera þjónustuna aðgengilegri. Jafnframt því að svara kalli alþjóðlegrar stefnumótunar og rannsókna, eins og heimsmarkmiða Sþ, og auka jafnrétti í heilbrigðis- og velferðarþjónustu,“ segir Kristín og bætir við að verkefnið hafi gengið mjög vel. „Við höfum lagt áherslu á að hitta fagfólk í velferðar- og heilbrigðisþjónustu til að bera saman bækur og kanna samstarfsmöguleika, meðfram dagskránni í Snjallræði, og höfum fengið mjög góðar undirtektir. Verkefnið er í raun hafið en þar sem það er að miklu leyti háð fjármögnun hins opinbera er spurning hversu langan tíma tekur að koma því í fulla virkni,“ segir hún. Þegar Kristín er spurð hvort þær séu ánægðar með aðstöðu og þjálfun undanfarnar vikur stendur ekki á svari. „Já, það hefur verið ómetanlegt að fá þann stuðning sem Snjallræði hefur veitt og hefur fleytt verkefninu hratt áfram. Ekki síst var mikilvægt að fá viku með sérfræðingum frá MIT designX, þeim Svöfu Grönfeldt, Kate og Matthew.“Verkefnið PLOGG-IN Hulda Vigdísardóttir, Guolin Fang og Magdalena Stelf standa á bak við verkefnið PLOGG-IN sem er kerfi sem ætlað er til að hjálpa plokkurum, útivistarfólki og umhverfissinnum sem reglubundið tína upp sorp samhliða hreyfingu, að skipuleggja starf sitt. Hulda hefur starfað sem fyrirsæta í rúm sjö ár auk þess að vera texta- og hugmyndasmiður ásamt því að sinna ritstörfum og þýðingum. „Ég lauk MA-prófi í íslenskri málfræði fyrir þremur árum og byrjaði í haust í undirbúningsnámi fyrir talmeinafræði,“ segir hún. „Við Guolin, vinur minn til tíu ára, höfum verið að vinna að verkefninu saman í eitt og hálft ár. Hann kynnti mig fyrir Snjallræði og mér leist strax mjög vel á þetta allt saman.Hulda Vigdísardóttir er með verkefnið PLOGG-IN ásamt Guolin og Magdalenu.Við erum að þróa snjallforrit sem kallast PLOGG-IN en okkar markmið er að nota upplýsingatækni til að þróa kort og auðvelda þannig plokkurum og öðrum umhverfissinnum lífið, gefa þeim yfirsýn yfir svæði sem nú þegar hafa verið hreinsuð og hvar vantar upp á, auk þess sem við viljum leikjavæða plokk,“ segir Hulda og bætir við að verkefnið hafi gengið vonum framar og eigi Snjallræði stóran þátt í því. „Það er að mörgu að huga en við í teyminu vinnum yfirleitt vel saman. Við höfum einsett okkur að koma verkefninu á fót en ég hef alltaf haft mikla trú á því og hugmyndavinnan í Snjallræði hefur aukið skilning okkar á öllu heila ferlinu,“ segir Hulda og segist afar þakklát fyrir það einstaka tækifæri sem Snjallræði hefur veitt þeim.Verkefnið Innovation Platform Arnar Jónsson, Bala Kamallakhran, Freyr Ketilsson og Viktoría Leiva hjá Dattaca Labs hyggjast skapa snjallkerfi þar sem hægt verður að skrá áskoranir af ýmsum toga í gagnagrunn í þeim tilgangi að tengja saman einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir o.fl. við rétta aðila sem líta á áskoranirnar sem tækifæri til lausna. Þau eru öll starfsmenn Dattaca Labs, Arnar er verkefnastjóri, Freyr framkvæmdastjóri og Viktoría lögfræðingur. Þau sóttu um í Snjallræði þar sem þau vildu fá tækifæri til að útvíkka hugmynd sem þau höfðu haft og byggir á að auðvelda fyrirtækjum og opinberri stjórnsýslu aðgengi að nýsköpun og viðskiptaþróun. „Verkefnið okkar felst í því að leggja grunninn að snjallkerfi sem parar saman vandamál og lausnir með hjálp vélnáms og gervigreindar. Lögaðilar myndu þar lista upp áskorun sem þeir eru að kljást við og yrðu sjálfvirkt paraðir við lausnaveitendur. Grunnurinn að þeirri hugmynd verður lausnarmót eða „hackathon“ sem við erum að vinna að með nýstárlegum hætti. Þar geta lögaðilar tekið þátt með áskorun og frumkvöðlum/?háskólasamfélagi gefst kostur á að virkja sköpunarkraftinn með vísi að lausn á aðeins örfáum dögum. Lögaðilar og sigurteymin vinna svo áfram saman að endanlegri lausn með eftirfylgni af okkar hálfu,“ segir Arnar og bætir við að starfið hafi gengið mjög vel og að fara í gegnum hraðalinn hafi verið dýrmæt reynsla.“ Teymið stefnir á að lausnarmótið verði tilbúið í maí 2020. „Þar erum við að byggja mjög nauðsynlegan og sterkan grunn sem leiðir að notendahæfu og sjálfvirku snjallkerfi í framtíðinni. Það er lykilatriði að skilja notandann og þar byrjum við,“ segir Arnar. „Aðstaðan í Skapandi setri hefur verið frábær og það hafa verið forréttindi að fá að taka þátt í Snjallræði. Kynnast öllu þessu frábæra og hæfileikaríka fólki svo ekki sé minnst á tækin og tólin frá þjálfurum MIT designX, sem var upp á tíu.“
Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira