Sasha Baron Cohen: „Hitler hefði getað keypt áróðursauglýsingar á Facebook“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 10:53 Sasha Baron Cohen var gagnrýninn á stefnu Facebook í auglýsingamálum. getty/Astrid Stawiarz Breski grínistinn Sasha Baron Cohen segir að ef Facebook hafi verið til á fjórða áratugi síðustu aldar hefði Hitler geta nýtt sér miðilinn til að deila skoðunum sínum. Grínistinn gagnrýndi miðilinn í ræðu sem hann flutti í New York en þá gagnrýndi hann einnig Google, Twitter og YouTube fyrir að deila falsfréttum með notendum sínum. Twitter tilkynnti í lok október að pólitískar auglýsingar yrðu bannaðar á miðlinum frá og með 22. nóvember alþjóðlega. Fyrr í vikunni greindi Google einnig frá því að pólitískir auglýsendur fengju ekki leyfi til að beina auglýsingum að kjósendum með því að rýna í leitarsögu eða aðra þætti. Þá sé verið að þrýsta á Facebook í meira mæli til að fylgja þessu fordæmi. Þá sagði fyrirtækið í yfirlýsingu að Baron Cohen hafi mistúlkað stefnu fyrirtækisins og að hatursorðræða væri ekki heimiluð á samfélagsmiðlum þess. „Við bönnum fólk sem talar fyrir ofbeldi og við fjarlægjum hvern þann sem styður það. Enginn – þar á meðal stjórnmálamenn – getur talað fyrir eða auglýst hatur, ofbeldi eða fjöldamorð á Facebook,“ var bætt við í yfirlýsingunni.Segir Facebook dreifa lygum Baron Cohen talaði á ráðstefnunni Never is Now, sem var haldin á vegum Anti-Defamation Legue, og skaut hann á Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, sem varði ákvörðun fyrirtækisins í október að banna ekki pólitískar falsfréttir á miðlinum. „Ef þú borgar þeim mun Facebook deila hvaða pólitísku auglýsingu sem þú vilt, jafnvel þótt hún dreifi lygum. Þeir munu jafnvel hjálpa þér að beina lyginni að notendum til að hún hafi sem mest áhrif,“ sagði Baron Cohen. „Ef Facebook hefði verið til á fjórða áratugnum, hefði Hitler getað birt 30 sekúndna auglýsingar þar sem hann kynti „lausnir“ sínar vegna „gyðingavandans.“ Þá sagði Baron Cohen að kominn væri tími til að „endurhugsa tilgang samfélagsmiðla og hvernig þeir breiða út hatri, lygum og samsæriskenningum.“ Hann setti einnig spurningarmerki við þá staðhæfingu Zuckerbergs að Facebook væri brjóstvörn tjáningarfrelsis. „Ég held að við getum öll verið sammála um það að við ættum ekki að gefa hræsnurum og barnaníðingum pall til að viðra skoðanir sínar og til að nálgast fórnarlömb,“ bætti hann við. Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Breski grínistinn Sasha Baron Cohen segir að ef Facebook hafi verið til á fjórða áratugi síðustu aldar hefði Hitler geta nýtt sér miðilinn til að deila skoðunum sínum. Grínistinn gagnrýndi miðilinn í ræðu sem hann flutti í New York en þá gagnrýndi hann einnig Google, Twitter og YouTube fyrir að deila falsfréttum með notendum sínum. Twitter tilkynnti í lok október að pólitískar auglýsingar yrðu bannaðar á miðlinum frá og með 22. nóvember alþjóðlega. Fyrr í vikunni greindi Google einnig frá því að pólitískir auglýsendur fengju ekki leyfi til að beina auglýsingum að kjósendum með því að rýna í leitarsögu eða aðra þætti. Þá sé verið að þrýsta á Facebook í meira mæli til að fylgja þessu fordæmi. Þá sagði fyrirtækið í yfirlýsingu að Baron Cohen hafi mistúlkað stefnu fyrirtækisins og að hatursorðræða væri ekki heimiluð á samfélagsmiðlum þess. „Við bönnum fólk sem talar fyrir ofbeldi og við fjarlægjum hvern þann sem styður það. Enginn – þar á meðal stjórnmálamenn – getur talað fyrir eða auglýst hatur, ofbeldi eða fjöldamorð á Facebook,“ var bætt við í yfirlýsingunni.Segir Facebook dreifa lygum Baron Cohen talaði á ráðstefnunni Never is Now, sem var haldin á vegum Anti-Defamation Legue, og skaut hann á Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, sem varði ákvörðun fyrirtækisins í október að banna ekki pólitískar falsfréttir á miðlinum. „Ef þú borgar þeim mun Facebook deila hvaða pólitísku auglýsingu sem þú vilt, jafnvel þótt hún dreifi lygum. Þeir munu jafnvel hjálpa þér að beina lyginni að notendum til að hún hafi sem mest áhrif,“ sagði Baron Cohen. „Ef Facebook hefði verið til á fjórða áratugnum, hefði Hitler getað birt 30 sekúndna auglýsingar þar sem hann kynti „lausnir“ sínar vegna „gyðingavandans.“ Þá sagði Baron Cohen að kominn væri tími til að „endurhugsa tilgang samfélagsmiðla og hvernig þeir breiða út hatri, lygum og samsæriskenningum.“ Hann setti einnig spurningarmerki við þá staðhæfingu Zuckerbergs að Facebook væri brjóstvörn tjáningarfrelsis. „Ég held að við getum öll verið sammála um það að við ættum ekki að gefa hræsnurum og barnaníðingum pall til að viðra skoðanir sínar og til að nálgast fórnarlömb,“ bætti hann við.
Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira