Ónæg gögn frá Íslandi um brottkast að mati Sameinuðu þjóðanna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 19:00 Matvæla-og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir að nánast engin gögn liggi fyrir um hversu miklum afla sé hent hér á landi og í Noregi. Þrátt fyrir alvarlegar athugasemdir af hálfu Ríkisendurskoðunar vegna eftirlits Fiskistofu hefur lítið gerst í málaflokknum. Fyrir ári síðan skilaði Ríkisendurskoðun skýrslu um eftirlit Fiskistofu þar sem alvarlegar athugasemdir voru gerðar við að eftirlit stofnunarinnar með vigtun, brottkasti og samþjöppun aflaheimilda styðji ekki með viðunandi hætti við markmið laga um stjórn fiskveiða og laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Þá kom fram að ef ekki yrði brugðist við væri ljóst að eftirlit með nýtingu auðlinda hafsins verði áfram veikburða og ekki í samræmi við ákvarðanir Alþingis.Nýverið kom útskýrsla Matvæla og landbúnaðarstofnunarSameinuðu þjóðanna þar sem fram kemur að talið sé að um 500 þúsund tonn af ólöglegu sjávarfangi farið á markað í löndum ESB. Áætlað er að um 11% af heildarfiskafla heimsins fari í brottkast en hins vegar er bent á að ekki sé hægt að nota gögn frá Íslandi og Noregi þar sem of lítil gögn liggi fyrir.Í frumvarpi um stjórn fiskveiða sem lagt var fram á síðasta ári var lagt til að öll skip sem stundi veiðar skuli hafa um borð virkt, rafrænt myndavélakerfi, sem fylgist með veiðum og vinnslu afla. Eftirlitsmenn Fiskistofu skulu hafa aðgang að upplýsingum úr kerfinu. Ekkert hefur hins vegar gerst í málinu samkvæmt upplýsingum fréttastofu.Jónas R. Viðarsson stjórnandi á rannsóknar og nýsköpunarsviði Matís segir að í löndum þar myndavélar séu notaðar hafi eftirlit með brottkasti stórbatnað.„Þessi nýja tækni er bæði aðgengileg og tiltölulega ódýr. Þar sem hún hefur verið tekin upp t.d. í Bandaríkjunum sem eru með myndavélar um borð í veiðiskipum þar hefur eftirlit með brottkasti verið í lagi,“ segur Jónas. Sameinuðu þjóðirnar Sjávarútvegur Utanríkismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Matvæla-og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir að nánast engin gögn liggi fyrir um hversu miklum afla sé hent hér á landi og í Noregi. Þrátt fyrir alvarlegar athugasemdir af hálfu Ríkisendurskoðunar vegna eftirlits Fiskistofu hefur lítið gerst í málaflokknum. Fyrir ári síðan skilaði Ríkisendurskoðun skýrslu um eftirlit Fiskistofu þar sem alvarlegar athugasemdir voru gerðar við að eftirlit stofnunarinnar með vigtun, brottkasti og samþjöppun aflaheimilda styðji ekki með viðunandi hætti við markmið laga um stjórn fiskveiða og laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Þá kom fram að ef ekki yrði brugðist við væri ljóst að eftirlit með nýtingu auðlinda hafsins verði áfram veikburða og ekki í samræmi við ákvarðanir Alþingis.Nýverið kom útskýrsla Matvæla og landbúnaðarstofnunarSameinuðu þjóðanna þar sem fram kemur að talið sé að um 500 þúsund tonn af ólöglegu sjávarfangi farið á markað í löndum ESB. Áætlað er að um 11% af heildarfiskafla heimsins fari í brottkast en hins vegar er bent á að ekki sé hægt að nota gögn frá Íslandi og Noregi þar sem of lítil gögn liggi fyrir.Í frumvarpi um stjórn fiskveiða sem lagt var fram á síðasta ári var lagt til að öll skip sem stundi veiðar skuli hafa um borð virkt, rafrænt myndavélakerfi, sem fylgist með veiðum og vinnslu afla. Eftirlitsmenn Fiskistofu skulu hafa aðgang að upplýsingum úr kerfinu. Ekkert hefur hins vegar gerst í málinu samkvæmt upplýsingum fréttastofu.Jónas R. Viðarsson stjórnandi á rannsóknar og nýsköpunarsviði Matís segir að í löndum þar myndavélar séu notaðar hafi eftirlit með brottkasti stórbatnað.„Þessi nýja tækni er bæði aðgengileg og tiltölulega ódýr. Þar sem hún hefur verið tekin upp t.d. í Bandaríkjunum sem eru með myndavélar um borð í veiðiskipum þar hefur eftirlit með brottkasti verið í lagi,“ segur Jónas.
Sameinuðu þjóðirnar Sjávarútvegur Utanríkismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira