Bloomberg tilkynnir um forsetaframboð sitt Andri Eysteinsson skrifar 24. nóvember 2019 16:00 Bloomberg vill í Hvíta húsið. Getty/Sean Zanni Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Michael Bloomberg, hefur ákveðið að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fara fram að ári, í nóvember 2020. Bloomberg hefur undanfarnar vikur legið undir feldi en hefur nú tekið ákvörðunina um að bjóða sig fram til þess að sigra Donald Trump og endurreisa Bandaríkin eins og segir á vefsíðu Bloomberg.„Bandaríkin ráða ekki við fjögur ár í viðbót af siðlausum og glannalausum stjórnarháttum Trump. Hann ógnar landi okkar og gildum. Verði hann endurkjörinn er óvíst hvort að við munum nokkru sinni jafna okkar á þeim skaða,“ skrifaði Bloomberg.Bandaríkjaforseti, Michael Bloomberg og Jared Kushner árið 2013.Getty/Paul BruinoogeBloomberg sem náði ellefta sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn í heimi á síðasta ári sat í stóli borgarstjóra New York á árunum 2002-2013. Bloomberg hefur flakkað á milli stjórnmálaflokka á ferli sínum en á fyrstu árum sínum sem borgarstjóri var Bloomberg í Repúblikanaflokknum. Fyrir árið 2001 var hann flokksmeðlimur Demókrata en 2007-2018 stóð hann utan flokka. Bloomberg hafði undanfarið gefið það til kynna að hann hygðist bjóða sig fram til forseta. Hafði hann til að mynda skilað inn tilskyldum gögnum til Alríkiskosningastofnunnar, skráð sig til leiks í þremur forkosningum Demókrata og sett til hliðar gríðarstóran auglýsingasjóð. Talið er að í sjóðnum sé um 30 milljónir dala. AP greinir frá.Sjá einnig: Segir Bloomberg tilbúinn til þess að eyða „hverju sem er“ til að sigra Trump Tíu vikur eru til stefnu þangað til að fyrstu forkosningar flokksins fara fram í Iowa. Þeir frambjóðendur sem þegar eru á kjörseðlunum fyrir Demókrata virðast ekki vera hrifnir af hugmyndum Bloomberg um forsetaframboð og því síður eru þeir hrifnir af gríðarlegum auglýsingakaupum milljarðamæringsins. „Ef þú getur ekki byggt upp grasrótarhreyfingu fyrir framboð þitt áttu ekkert erindi að bjóða þig fram til forseta,“ sagði Bernie Sanders sem sakaði Bloomberg um að ætla sér að kaupa sér útnefninguna, að því er AP hefur eftir Sanders. „Hin ríku munu eiga fleiri skó en við, fleiri bíla og hús. En þau fá ekki stærri bita af lýðræðinu,“ sagði mótframbjóðandinn Elizabeth Warren.Af kosningasíðu Mike Bloomberg.SkjáskotRáðgjafi Bloomberg, Howard Wolfson hefur gefið út að Bloomberg muni einungis nota eigið fé til að fjármagna kosningabaráttuna. Hann væri tilbúinn til að eyða hverju því sem þurfi til þess að sigra Donald Trump. Í tilkynningu Bloomberg sem birtist á vef frambjóðandans tíundar hann þann árangur sem náðist í stjórnartíð hans í New York. Þá greinir hann frá sínum helstu stefnumálum, skapa fleiri atvinnutækifæri, tryggja góða heilbrigðisþjónustu fyrir alla Bandaríkjamenn, berjast gegn loftslagsbreytingum og hækka skatta á auðmenn eins og hann sjálfan. Bloomberg hefur þegar fengið stuðning tveggja borgarstjóra, borgarstjórum Columbia í Suður-Karólínu og Louisville í Kentucky. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Sjá meira
Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Michael Bloomberg, hefur ákveðið að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fara fram að ári, í nóvember 2020. Bloomberg hefur undanfarnar vikur legið undir feldi en hefur nú tekið ákvörðunina um að bjóða sig fram til þess að sigra Donald Trump og endurreisa Bandaríkin eins og segir á vefsíðu Bloomberg.„Bandaríkin ráða ekki við fjögur ár í viðbót af siðlausum og glannalausum stjórnarháttum Trump. Hann ógnar landi okkar og gildum. Verði hann endurkjörinn er óvíst hvort að við munum nokkru sinni jafna okkar á þeim skaða,“ skrifaði Bloomberg.Bandaríkjaforseti, Michael Bloomberg og Jared Kushner árið 2013.Getty/Paul BruinoogeBloomberg sem náði ellefta sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn í heimi á síðasta ári sat í stóli borgarstjóra New York á árunum 2002-2013. Bloomberg hefur flakkað á milli stjórnmálaflokka á ferli sínum en á fyrstu árum sínum sem borgarstjóri var Bloomberg í Repúblikanaflokknum. Fyrir árið 2001 var hann flokksmeðlimur Demókrata en 2007-2018 stóð hann utan flokka. Bloomberg hafði undanfarið gefið það til kynna að hann hygðist bjóða sig fram til forseta. Hafði hann til að mynda skilað inn tilskyldum gögnum til Alríkiskosningastofnunnar, skráð sig til leiks í þremur forkosningum Demókrata og sett til hliðar gríðarstóran auglýsingasjóð. Talið er að í sjóðnum sé um 30 milljónir dala. AP greinir frá.Sjá einnig: Segir Bloomberg tilbúinn til þess að eyða „hverju sem er“ til að sigra Trump Tíu vikur eru til stefnu þangað til að fyrstu forkosningar flokksins fara fram í Iowa. Þeir frambjóðendur sem þegar eru á kjörseðlunum fyrir Demókrata virðast ekki vera hrifnir af hugmyndum Bloomberg um forsetaframboð og því síður eru þeir hrifnir af gríðarlegum auglýsingakaupum milljarðamæringsins. „Ef þú getur ekki byggt upp grasrótarhreyfingu fyrir framboð þitt áttu ekkert erindi að bjóða þig fram til forseta,“ sagði Bernie Sanders sem sakaði Bloomberg um að ætla sér að kaupa sér útnefninguna, að því er AP hefur eftir Sanders. „Hin ríku munu eiga fleiri skó en við, fleiri bíla og hús. En þau fá ekki stærri bita af lýðræðinu,“ sagði mótframbjóðandinn Elizabeth Warren.Af kosningasíðu Mike Bloomberg.SkjáskotRáðgjafi Bloomberg, Howard Wolfson hefur gefið út að Bloomberg muni einungis nota eigið fé til að fjármagna kosningabaráttuna. Hann væri tilbúinn til að eyða hverju því sem þurfi til þess að sigra Donald Trump. Í tilkynningu Bloomberg sem birtist á vef frambjóðandans tíundar hann þann árangur sem náðist í stjórnartíð hans í New York. Þá greinir hann frá sínum helstu stefnumálum, skapa fleiri atvinnutækifæri, tryggja góða heilbrigðisþjónustu fyrir alla Bandaríkjamenn, berjast gegn loftslagsbreytingum og hækka skatta á auðmenn eins og hann sjálfan. Bloomberg hefur þegar fengið stuðning tveggja borgarstjóra, borgarstjórum Columbia í Suður-Karólínu og Louisville í Kentucky.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Sjá meira