Það er enginn möguleiki á því að Zlatan Ibrahimovic gangi í raðir Tottenham segir nýráðinn knattspyrnustjóri félagsins, Jose Mourinho.
Mourinho og Zlatan hafa unnið saman nokkrum sinnum, meðal annars hjá Manchester United þar sem þeir unnu Evrópudeildina saman.
Framtíð Zlatans er eins og er óráðin, en hann hefur verið orðaður við fjölda liða í Evrópu eftir að hann hætti hjá LA Galaxy á dögunum.
„Frábær leikmaður, frábær náungi, en ég segi enginn séns,“ sagði Mourinho um Zlatan.
„Við erum með besta framherja Englands. Einn af tveimur, þremur bestu í heiminum,“ hélt hann áfram og átti þá við Harry Kane.
„Það er ekki rökrétt fyrir framherja á borð við Zlatan, kominn seint á fertugsaldurinn en getur spilað hvar sem er í heiminum, að koma til félags þar sem Harry Kane er.“
Mourinho stýrir Tottenham í Meistaradeild Evrópu annað kvöld en hans fyrsti leikur með liðið var gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni á laugardag þar sem Tottenham vann 3-2 sigur.
„Ekki séns“ að Zlatan fari til Tottenham

Tengdar fréttir

Zlatan hefur viðræður við AC Milan
Bendir margt til þess að Svíinn stóri og stæðilegi snúi aftur til Milanóborgar.