Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um gróft heimilisofbeldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 13:04 Lögreglan á Suðurlandi tilkynnir um framlengingu gæsluvarðhalds yfir manninum í dag. Vísir/vilhelm Karlmaður, sem grunaður er um gróft heimilisofbeldi og kynferðisbrot gegn eiginkonu sinni, var í morgun í Héraðsdómi Suðurlands úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Áður hafði maðurinn verið úrskurðaður í viku gæsluvarðhald vegna meintra brota og sætt einangrunarvist. Landsréttur staðfesti fyrri gæsluvarðhaldsúrskurðinn yfir manninum fyrir helgi. Maðurinn er grunaður um að hafa beitt eiginkonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á heimili þeirra þann 17. nóvember síðastliðinn. Atlaga mannsins að konunni er sögð hafa staðið yfir í margar klukkustundir og þá er maðurinn talinn hafa beitt konuna ofbeldi áður.Sjá einnig: Manni haldið í einangrun vegna gruns um ítrekað heimilisofbeldi Í úrskurði héraðsdóms í málinu kemur fram að konan hafi sett sig í samband við fjölskyldu sína og beðið um að verða bjargað af heimili sínu vegna ofbeldis af hálfu kærða. Hún hafi greint frá því í skýrslutöku hjá lögreglu að hún hafi komið heim úr vinnu um hádegi en þá hafi maður hennar hótað henni lífláti, rifið af henni fötin, tekið af henni símann og beitt hana grófu kynferðislegu ofbeldi. Hann hafi svo látið hana þrífa eldhúsgólfið og baðherbergið án klæða og ítrekað hótað henni limlestingum og lífláti. Maðurinn var handtekinn daginn eftir og var í kjölfarið vistaður í fangageymslu. Hann var úrskurðaður í vikugæsluvarðhald þann 19. nóvember á grundvelli rannsóknarhagsmuna, sem renna átti út í dag. Í morgun var hann svo úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald allt til 20. Desember næstkomandi, en nú á grundvelli almannahagsmuna. Í tilkynningu lögreglu segir að áfram sé unnið að rannsókn þeirra brota sem hann er grunaður um og ekki sé að vænta frekari upplýsinga um rannsóknina að sinni. Eftir bestu vitund lögreglu er maðurinn ekki með dvalarleyfi hér á landi. Verði hann sakfelldur fyrir brotin gæti hann átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsisvist. Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Manni haldið í einangrun vegna gruns um ítrekað heimilisofbeldi Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni sem grunaður er að hafa beitt eiginkonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á heimili þeirra fyrr í þessum mánuði. 25. nóvember 2019 22:46 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Sjá meira
Karlmaður, sem grunaður er um gróft heimilisofbeldi og kynferðisbrot gegn eiginkonu sinni, var í morgun í Héraðsdómi Suðurlands úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Áður hafði maðurinn verið úrskurðaður í viku gæsluvarðhald vegna meintra brota og sætt einangrunarvist. Landsréttur staðfesti fyrri gæsluvarðhaldsúrskurðinn yfir manninum fyrir helgi. Maðurinn er grunaður um að hafa beitt eiginkonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á heimili þeirra þann 17. nóvember síðastliðinn. Atlaga mannsins að konunni er sögð hafa staðið yfir í margar klukkustundir og þá er maðurinn talinn hafa beitt konuna ofbeldi áður.Sjá einnig: Manni haldið í einangrun vegna gruns um ítrekað heimilisofbeldi Í úrskurði héraðsdóms í málinu kemur fram að konan hafi sett sig í samband við fjölskyldu sína og beðið um að verða bjargað af heimili sínu vegna ofbeldis af hálfu kærða. Hún hafi greint frá því í skýrslutöku hjá lögreglu að hún hafi komið heim úr vinnu um hádegi en þá hafi maður hennar hótað henni lífláti, rifið af henni fötin, tekið af henni símann og beitt hana grófu kynferðislegu ofbeldi. Hann hafi svo látið hana þrífa eldhúsgólfið og baðherbergið án klæða og ítrekað hótað henni limlestingum og lífláti. Maðurinn var handtekinn daginn eftir og var í kjölfarið vistaður í fangageymslu. Hann var úrskurðaður í vikugæsluvarðhald þann 19. nóvember á grundvelli rannsóknarhagsmuna, sem renna átti út í dag. Í morgun var hann svo úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald allt til 20. Desember næstkomandi, en nú á grundvelli almannahagsmuna. Í tilkynningu lögreglu segir að áfram sé unnið að rannsókn þeirra brota sem hann er grunaður um og ekki sé að vænta frekari upplýsinga um rannsóknina að sinni. Eftir bestu vitund lögreglu er maðurinn ekki með dvalarleyfi hér á landi. Verði hann sakfelldur fyrir brotin gæti hann átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsisvist.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Manni haldið í einangrun vegna gruns um ítrekað heimilisofbeldi Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni sem grunaður er að hafa beitt eiginkonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á heimili þeirra fyrr í þessum mánuði. 25. nóvember 2019 22:46 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Sjá meira
Manni haldið í einangrun vegna gruns um ítrekað heimilisofbeldi Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni sem grunaður er að hafa beitt eiginkonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á heimili þeirra fyrr í þessum mánuði. 25. nóvember 2019 22:46