Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um gróft heimilisofbeldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 13:04 Lögreglan á Suðurlandi tilkynnir um framlengingu gæsluvarðhalds yfir manninum í dag. Vísir/vilhelm Karlmaður, sem grunaður er um gróft heimilisofbeldi og kynferðisbrot gegn eiginkonu sinni, var í morgun í Héraðsdómi Suðurlands úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Áður hafði maðurinn verið úrskurðaður í viku gæsluvarðhald vegna meintra brota og sætt einangrunarvist. Landsréttur staðfesti fyrri gæsluvarðhaldsúrskurðinn yfir manninum fyrir helgi. Maðurinn er grunaður um að hafa beitt eiginkonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á heimili þeirra þann 17. nóvember síðastliðinn. Atlaga mannsins að konunni er sögð hafa staðið yfir í margar klukkustundir og þá er maðurinn talinn hafa beitt konuna ofbeldi áður.Sjá einnig: Manni haldið í einangrun vegna gruns um ítrekað heimilisofbeldi Í úrskurði héraðsdóms í málinu kemur fram að konan hafi sett sig í samband við fjölskyldu sína og beðið um að verða bjargað af heimili sínu vegna ofbeldis af hálfu kærða. Hún hafi greint frá því í skýrslutöku hjá lögreglu að hún hafi komið heim úr vinnu um hádegi en þá hafi maður hennar hótað henni lífláti, rifið af henni fötin, tekið af henni símann og beitt hana grófu kynferðislegu ofbeldi. Hann hafi svo látið hana þrífa eldhúsgólfið og baðherbergið án klæða og ítrekað hótað henni limlestingum og lífláti. Maðurinn var handtekinn daginn eftir og var í kjölfarið vistaður í fangageymslu. Hann var úrskurðaður í vikugæsluvarðhald þann 19. nóvember á grundvelli rannsóknarhagsmuna, sem renna átti út í dag. Í morgun var hann svo úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald allt til 20. Desember næstkomandi, en nú á grundvelli almannahagsmuna. Í tilkynningu lögreglu segir að áfram sé unnið að rannsókn þeirra brota sem hann er grunaður um og ekki sé að vænta frekari upplýsinga um rannsóknina að sinni. Eftir bestu vitund lögreglu er maðurinn ekki með dvalarleyfi hér á landi. Verði hann sakfelldur fyrir brotin gæti hann átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsisvist. Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Manni haldið í einangrun vegna gruns um ítrekað heimilisofbeldi Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni sem grunaður er að hafa beitt eiginkonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á heimili þeirra fyrr í þessum mánuði. 25. nóvember 2019 22:46 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Karlmaður, sem grunaður er um gróft heimilisofbeldi og kynferðisbrot gegn eiginkonu sinni, var í morgun í Héraðsdómi Suðurlands úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Áður hafði maðurinn verið úrskurðaður í viku gæsluvarðhald vegna meintra brota og sætt einangrunarvist. Landsréttur staðfesti fyrri gæsluvarðhaldsúrskurðinn yfir manninum fyrir helgi. Maðurinn er grunaður um að hafa beitt eiginkonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á heimili þeirra þann 17. nóvember síðastliðinn. Atlaga mannsins að konunni er sögð hafa staðið yfir í margar klukkustundir og þá er maðurinn talinn hafa beitt konuna ofbeldi áður.Sjá einnig: Manni haldið í einangrun vegna gruns um ítrekað heimilisofbeldi Í úrskurði héraðsdóms í málinu kemur fram að konan hafi sett sig í samband við fjölskyldu sína og beðið um að verða bjargað af heimili sínu vegna ofbeldis af hálfu kærða. Hún hafi greint frá því í skýrslutöku hjá lögreglu að hún hafi komið heim úr vinnu um hádegi en þá hafi maður hennar hótað henni lífláti, rifið af henni fötin, tekið af henni símann og beitt hana grófu kynferðislegu ofbeldi. Hann hafi svo látið hana þrífa eldhúsgólfið og baðherbergið án klæða og ítrekað hótað henni limlestingum og lífláti. Maðurinn var handtekinn daginn eftir og var í kjölfarið vistaður í fangageymslu. Hann var úrskurðaður í vikugæsluvarðhald þann 19. nóvember á grundvelli rannsóknarhagsmuna, sem renna átti út í dag. Í morgun var hann svo úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald allt til 20. Desember næstkomandi, en nú á grundvelli almannahagsmuna. Í tilkynningu lögreglu segir að áfram sé unnið að rannsókn þeirra brota sem hann er grunaður um og ekki sé að vænta frekari upplýsinga um rannsóknina að sinni. Eftir bestu vitund lögreglu er maðurinn ekki með dvalarleyfi hér á landi. Verði hann sakfelldur fyrir brotin gæti hann átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsisvist.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Manni haldið í einangrun vegna gruns um ítrekað heimilisofbeldi Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni sem grunaður er að hafa beitt eiginkonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á heimili þeirra fyrr í þessum mánuði. 25. nóvember 2019 22:46 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Manni haldið í einangrun vegna gruns um ítrekað heimilisofbeldi Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni sem grunaður er að hafa beitt eiginkonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á heimili þeirra fyrr í þessum mánuði. 25. nóvember 2019 22:46