Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um gróft heimilisofbeldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 13:04 Lögreglan á Suðurlandi tilkynnir um framlengingu gæsluvarðhalds yfir manninum í dag. Vísir/vilhelm Karlmaður, sem grunaður er um gróft heimilisofbeldi og kynferðisbrot gegn eiginkonu sinni, var í morgun í Héraðsdómi Suðurlands úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Áður hafði maðurinn verið úrskurðaður í viku gæsluvarðhald vegna meintra brota og sætt einangrunarvist. Landsréttur staðfesti fyrri gæsluvarðhaldsúrskurðinn yfir manninum fyrir helgi. Maðurinn er grunaður um að hafa beitt eiginkonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á heimili þeirra þann 17. nóvember síðastliðinn. Atlaga mannsins að konunni er sögð hafa staðið yfir í margar klukkustundir og þá er maðurinn talinn hafa beitt konuna ofbeldi áður.Sjá einnig: Manni haldið í einangrun vegna gruns um ítrekað heimilisofbeldi Í úrskurði héraðsdóms í málinu kemur fram að konan hafi sett sig í samband við fjölskyldu sína og beðið um að verða bjargað af heimili sínu vegna ofbeldis af hálfu kærða. Hún hafi greint frá því í skýrslutöku hjá lögreglu að hún hafi komið heim úr vinnu um hádegi en þá hafi maður hennar hótað henni lífláti, rifið af henni fötin, tekið af henni símann og beitt hana grófu kynferðislegu ofbeldi. Hann hafi svo látið hana þrífa eldhúsgólfið og baðherbergið án klæða og ítrekað hótað henni limlestingum og lífláti. Maðurinn var handtekinn daginn eftir og var í kjölfarið vistaður í fangageymslu. Hann var úrskurðaður í vikugæsluvarðhald þann 19. nóvember á grundvelli rannsóknarhagsmuna, sem renna átti út í dag. Í morgun var hann svo úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald allt til 20. Desember næstkomandi, en nú á grundvelli almannahagsmuna. Í tilkynningu lögreglu segir að áfram sé unnið að rannsókn þeirra brota sem hann er grunaður um og ekki sé að vænta frekari upplýsinga um rannsóknina að sinni. Eftir bestu vitund lögreglu er maðurinn ekki með dvalarleyfi hér á landi. Verði hann sakfelldur fyrir brotin gæti hann átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsisvist. Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Manni haldið í einangrun vegna gruns um ítrekað heimilisofbeldi Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni sem grunaður er að hafa beitt eiginkonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á heimili þeirra fyrr í þessum mánuði. 25. nóvember 2019 22:46 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Karlmaður, sem grunaður er um gróft heimilisofbeldi og kynferðisbrot gegn eiginkonu sinni, var í morgun í Héraðsdómi Suðurlands úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Áður hafði maðurinn verið úrskurðaður í viku gæsluvarðhald vegna meintra brota og sætt einangrunarvist. Landsréttur staðfesti fyrri gæsluvarðhaldsúrskurðinn yfir manninum fyrir helgi. Maðurinn er grunaður um að hafa beitt eiginkonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á heimili þeirra þann 17. nóvember síðastliðinn. Atlaga mannsins að konunni er sögð hafa staðið yfir í margar klukkustundir og þá er maðurinn talinn hafa beitt konuna ofbeldi áður.Sjá einnig: Manni haldið í einangrun vegna gruns um ítrekað heimilisofbeldi Í úrskurði héraðsdóms í málinu kemur fram að konan hafi sett sig í samband við fjölskyldu sína og beðið um að verða bjargað af heimili sínu vegna ofbeldis af hálfu kærða. Hún hafi greint frá því í skýrslutöku hjá lögreglu að hún hafi komið heim úr vinnu um hádegi en þá hafi maður hennar hótað henni lífláti, rifið af henni fötin, tekið af henni símann og beitt hana grófu kynferðislegu ofbeldi. Hann hafi svo látið hana þrífa eldhúsgólfið og baðherbergið án klæða og ítrekað hótað henni limlestingum og lífláti. Maðurinn var handtekinn daginn eftir og var í kjölfarið vistaður í fangageymslu. Hann var úrskurðaður í vikugæsluvarðhald þann 19. nóvember á grundvelli rannsóknarhagsmuna, sem renna átti út í dag. Í morgun var hann svo úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald allt til 20. Desember næstkomandi, en nú á grundvelli almannahagsmuna. Í tilkynningu lögreglu segir að áfram sé unnið að rannsókn þeirra brota sem hann er grunaður um og ekki sé að vænta frekari upplýsinga um rannsóknina að sinni. Eftir bestu vitund lögreglu er maðurinn ekki með dvalarleyfi hér á landi. Verði hann sakfelldur fyrir brotin gæti hann átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsisvist.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Manni haldið í einangrun vegna gruns um ítrekað heimilisofbeldi Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni sem grunaður er að hafa beitt eiginkonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á heimili þeirra fyrr í þessum mánuði. 25. nóvember 2019 22:46 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Manni haldið í einangrun vegna gruns um ítrekað heimilisofbeldi Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni sem grunaður er að hafa beitt eiginkonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á heimili þeirra fyrr í þessum mánuði. 25. nóvember 2019 22:46
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent