Tilhlökkun en enginn kvíði Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 27. nóvember 2019 18:00 Sturla hefur skorað 66 mörk í deildinni það sem af er og er búinn að vera frábær í horninu – rétt eins og venjulega. Fréttablaðið/Ernir „Ég sofnaði í kringum miðnætti, bara eins og venjulega. Kannski aðeins seinna en ekkert meira en það,“ segir Sturla Ásgeirsson, leikmaður ÍR, en hann jafnaði metin fyrir ÍR gegn toppliði Hauka með marki úr vítakasti fimm sekúndum fyrir leikslok. Sturla starfar sem byggingafræðingur hjá Arkþingi og var mættur til vinnu venju samkvæmt í gær, eldsnemma í svartamyrkri. „Ég er búinn að vera svo lengi í þessu að maður nær að ná sér niður eftir svona leiki,“ en viðureignin gæti alveg flokkast undir háspennuleik enda endaði hún 30-30. „Fyrirfram hefði ég alveg þegið stig úr þessum leik en við höfðum tækifæri til að ná góðri forystu þegar nokkrar mínútur voru eftir. Þá hefðum við alveg getað klárað leikinn. En við jöfnum í lokin og stig er kannski ásættanlegt.“ Sturla hefur stáltaugar og hefur oftar en ekki stigið á vítapunktinn eða tekið mikilvæg lokaskot. Hann segir að hann finni lítið fyrir pressu eða kvíða áður en kemur að stórum skotum. „Það þarf bara að setja boltann í netið. Ég hef verið nokkrum sinnum í þessari stöðu áður og kann ágætlega við mig. Finnst þetta skemmtilegt og þessu fylgir miklu meiri tilhlökkun en stress og kvíði. Það er ekkert svoleiðis. Þetta er viðureign gegn markverðinum og hann er að reyna að verja en ég að reyna að skora. Þetta er einvígi og yfirleitt mjög skemmtilegt.“ Heil umferð er búin í Olísdeild karla og segir Sturla að deildin sé skemmtileg og jöfn. Lítið dugi að mæta værukær í leikina gegn liðum sem eru í neðri hlutanum. „Maður sér alveg fyrir sér að Valur, ÍBV og FH nái sér betur á strik og það er spurning á kostnað hvers það verður. En við erum brattir og ánægðir með það sem við höfum gert og stefnum að því að halda því auðvitað áfram – við spyrjum að leikslokum.“ Sturla segist hugsa vel um sig. Hann fær að stjórna æfingaálaginu og þótt hann sé ekki í gallanum er hann í íþróttahúsinu á æfingum enda aðstoðarþjálfari. „Ég spila þetta eftir eyranu þannig að ef ég er eitthvað lemstraður þá hægi ég á. Bjarni, þjálfari, leyfir mér að spila þetta eftir mínu höfði. Ég er ekkert að fara að hlaupa hraðar eða hoppa hærra úr þessu. Það skiptir líka máli að vera góður í kollinum. Ekki að vera búinn að gera út af við sig á andlega sviðinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Sjá meira
„Ég sofnaði í kringum miðnætti, bara eins og venjulega. Kannski aðeins seinna en ekkert meira en það,“ segir Sturla Ásgeirsson, leikmaður ÍR, en hann jafnaði metin fyrir ÍR gegn toppliði Hauka með marki úr vítakasti fimm sekúndum fyrir leikslok. Sturla starfar sem byggingafræðingur hjá Arkþingi og var mættur til vinnu venju samkvæmt í gær, eldsnemma í svartamyrkri. „Ég er búinn að vera svo lengi í þessu að maður nær að ná sér niður eftir svona leiki,“ en viðureignin gæti alveg flokkast undir háspennuleik enda endaði hún 30-30. „Fyrirfram hefði ég alveg þegið stig úr þessum leik en við höfðum tækifæri til að ná góðri forystu þegar nokkrar mínútur voru eftir. Þá hefðum við alveg getað klárað leikinn. En við jöfnum í lokin og stig er kannski ásættanlegt.“ Sturla hefur stáltaugar og hefur oftar en ekki stigið á vítapunktinn eða tekið mikilvæg lokaskot. Hann segir að hann finni lítið fyrir pressu eða kvíða áður en kemur að stórum skotum. „Það þarf bara að setja boltann í netið. Ég hef verið nokkrum sinnum í þessari stöðu áður og kann ágætlega við mig. Finnst þetta skemmtilegt og þessu fylgir miklu meiri tilhlökkun en stress og kvíði. Það er ekkert svoleiðis. Þetta er viðureign gegn markverðinum og hann er að reyna að verja en ég að reyna að skora. Þetta er einvígi og yfirleitt mjög skemmtilegt.“ Heil umferð er búin í Olísdeild karla og segir Sturla að deildin sé skemmtileg og jöfn. Lítið dugi að mæta værukær í leikina gegn liðum sem eru í neðri hlutanum. „Maður sér alveg fyrir sér að Valur, ÍBV og FH nái sér betur á strik og það er spurning á kostnað hvers það verður. En við erum brattir og ánægðir með það sem við höfum gert og stefnum að því að halda því auðvitað áfram – við spyrjum að leikslokum.“ Sturla segist hugsa vel um sig. Hann fær að stjórna æfingaálaginu og þótt hann sé ekki í gallanum er hann í íþróttahúsinu á æfingum enda aðstoðarþjálfari. „Ég spila þetta eftir eyranu þannig að ef ég er eitthvað lemstraður þá hægi ég á. Bjarni, þjálfari, leyfir mér að spila þetta eftir mínu höfði. Ég er ekkert að fara að hlaupa hraðar eða hoppa hærra úr þessu. Það skiptir líka máli að vera góður í kollinum. Ekki að vera búinn að gera út af við sig á andlega sviðinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Sjá meira