Enski boltinn

„Myndi ég skipta Meistaradeildarmedalíunni fyrir færri leiki? Alls ekki“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Robertson hefur verið frábær á leiktíðinni.
Robertson hefur verið frábær á leiktíðinni. vísir/getty
Andy Robertson, leikmaður Liverpool, segir að liðið sé ekkert að væla yfir því álagi sem er framundan hjá félaginu en þrettán leikir bíða liðsins á næstu 43 dögum.

Liðið spilar meðal annars tvo leiki á 24 klukkutímum, í sitthvorri heimsálfunni en liðið spilar bæði leik í Carabao-bikarnum sem og heimsmeistarakeppni félagsliða sem fer í Katar.

Ef þeir fara í gegnum 8-liða úrslitin gegn Aston Villa þá bíða tveir undanúrslitaleikir í Carabao-bikarnum í desember sem gætu því bætt enn fleiri leikjum í dagskrá Liverpool.

„Ertu að spyrja mig um að ég myndi skipta Meistaradeildarmedalíunni minni fyrir færri leiki? Alls ekki,“ sagði Robertson er hann var spurður út í dagskrána sem framundan er en keppnin á HM félagsliða kemur í gegnum Meistaradeildarsigur Liverpoool.







„Þegar maður skoðar þetta þá er þetta einskonar hrós. Ástæðan fyrir því að við við erum að spila alla þessa leiki er vegna þess að við höfum verið að ná árangri.“

„Þetta er hrós til okkar og auðvitað spilum við tvo leiki á 24 tímum sem er ekki það besta en stjórinn mun ráða hvernig hann gerir það.“

Liverpool mætir Napoli í kvöld en með sigri á heimavelli tryggir liðið sér sæti í 16-liða úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×