Enrique vill ekki sjá mann eins og Robert Moreno í þjálfarateyminu sínu Anton Ingi Leifsson skrifar 27. nóvember 2019 13:30 Enrique í miðjunni en Moreno er annar frá hægri. vísir/getty Luis Enrique er tekinn aftur við spænska landsliðinu. Robert Moreno stýrði liðinu í júní á þessu ári þangað til í nóvember er tilkynnt var um endurkomu Enrique. Enrique lét af störfum af persónulegum ástæðum en dóttir hans var alvarlega veik. Moreno var áður aðstoðarþjálfari hjá Enrique og tók því við liðinu. Hann kom Spáni nokkuð þægilega á Evrópumótið 2020 en daginn eftir síðasta leikinn í undankeppninni tilkynnti spænska knattspyrnusambandið að Enrique myndi snúa aftur. „Mér líður eins og ég sé að koma aftur heim. Þetta er sérstakur dagur fyrir mig og fjölskyldu mína,“ sagði Enrique. Moreno lýsti yfir óánægju sinni með að mæta ekki á blaðamannafund eftir síðasta leikinn í undankeppninni en þá voru sögusagnirnar byrjaðar að berast út. „Ég er yfirleitt manneskja sem stend fyrir utan allar deilur en mér finnst ég vera neyddur til að gefa skýringu á einu því það er maður sem ég hafði unnið með í mörg ár.“ „Ég er eina ástæðan fyrir því að Moreno er ekki í þjálfarateyminu mínu. Okkur varð á þegar við hittumst á fundi hjá mér 12. september, heima hjá mér. Það er eini dagurinn sem við töluðum saman.“'I don't want anyone like that in my staff' Luis Enrique launches attack at Robert Moreno by claiming he is 'DISLOYAL' after replacing his former No 2 as Spain managerhttps://t.co/Zco4yByYZ0 — MailOnline Sport (@MailSport) November 27, 2019 „Við spjölluðum saman í 30 mínútur og hann vildi stýra liðinu á EM næsta sumar og svo fara til baka í það að verða aðstoðarþjálfari. Á þeim tímapunkti reyndi ég að setja mig í hans spor.“ „Ég skil hann að vilja fá tækifæri lífsins. Ég skil hann að vera metnaðarfullur og það á að hrósa fyrir það en fyrir mér er þetta einnig óheiðarlegt og er galli,“ sagði Enrique. Hann virðist ekki vera sáttur með að Moreno hafi viljað eigna sér velgengnina og stýra liðinu næsta sumar, þrátt fyrir að Enrique væri klár aftur eftir veikindi dóttur sinnar. „Ég vildi koma aftur og hringdi í alla í þjálfarateyminu og bað um þeirra skoðun. Ég hef enga ástæðu til að gagnrýna hann sem atvinnumann. Ég er ekki góði gaurinn í myndinni en ég er heldur ekki sá slæmi.“ Enski boltinn Spánn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira
Luis Enrique er tekinn aftur við spænska landsliðinu. Robert Moreno stýrði liðinu í júní á þessu ári þangað til í nóvember er tilkynnt var um endurkomu Enrique. Enrique lét af störfum af persónulegum ástæðum en dóttir hans var alvarlega veik. Moreno var áður aðstoðarþjálfari hjá Enrique og tók því við liðinu. Hann kom Spáni nokkuð þægilega á Evrópumótið 2020 en daginn eftir síðasta leikinn í undankeppninni tilkynnti spænska knattspyrnusambandið að Enrique myndi snúa aftur. „Mér líður eins og ég sé að koma aftur heim. Þetta er sérstakur dagur fyrir mig og fjölskyldu mína,“ sagði Enrique. Moreno lýsti yfir óánægju sinni með að mæta ekki á blaðamannafund eftir síðasta leikinn í undankeppninni en þá voru sögusagnirnar byrjaðar að berast út. „Ég er yfirleitt manneskja sem stend fyrir utan allar deilur en mér finnst ég vera neyddur til að gefa skýringu á einu því það er maður sem ég hafði unnið með í mörg ár.“ „Ég er eina ástæðan fyrir því að Moreno er ekki í þjálfarateyminu mínu. Okkur varð á þegar við hittumst á fundi hjá mér 12. september, heima hjá mér. Það er eini dagurinn sem við töluðum saman.“'I don't want anyone like that in my staff' Luis Enrique launches attack at Robert Moreno by claiming he is 'DISLOYAL' after replacing his former No 2 as Spain managerhttps://t.co/Zco4yByYZ0 — MailOnline Sport (@MailSport) November 27, 2019 „Við spjölluðum saman í 30 mínútur og hann vildi stýra liðinu á EM næsta sumar og svo fara til baka í það að verða aðstoðarþjálfari. Á þeim tímapunkti reyndi ég að setja mig í hans spor.“ „Ég skil hann að vilja fá tækifæri lífsins. Ég skil hann að vera metnaðarfullur og það á að hrósa fyrir það en fyrir mér er þetta einnig óheiðarlegt og er galli,“ sagði Enrique. Hann virðist ekki vera sáttur með að Moreno hafi viljað eigna sér velgengnina og stýra liðinu næsta sumar, þrátt fyrir að Enrique væri klár aftur eftir veikindi dóttur sinnar. „Ég vildi koma aftur og hringdi í alla í þjálfarateyminu og bað um þeirra skoðun. Ég hef enga ástæðu til að gagnrýna hann sem atvinnumann. Ég er ekki góði gaurinn í myndinni en ég er heldur ekki sá slæmi.“
Enski boltinn Spánn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira