Félagsmálaráðherra boðar vaxtalaus hlutdeildarlán Heimir Már Pétursson skrifar 27. nóvember 2019 19:54 Ríkið mun veita þeim kaupendum húsnæðis sem eiga í erfiðleikum með að fjármagna útborgun vaxtalaus hlutdeildarlán sem ríkið innheimtir síðan sem hlutfall af sölu íbúðar þegar hún fer í endursölu, samkvæmt frumvarpi sem félagsmálaráðherra ætlar að leggja fram í vetur. Íbúðalánasjóður og stjórnvöld boðuðu til svo kallaðs húsnæðisþings á Hilton Nordica hótelinu í dag þar sem sérfræðingar á ýmsum sviðum húsnæðis- og efnahagsmála fluttu erindi. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra greindi frá því að hann hyggist leggja fram frumvarp í vetur um nýjan lánaflokk, hlutdeildarlán. Þeim verði ætlað að brúa bilið hjá þeim sem eigi í erfiðleikum vegna lítilla launa og eigna með að fjármagna útborgun í íbúð. „Ríkið kemur inn og aðstoðar þessa einstaklinga með sérstökum hlutdeildarlánum til að yfirstíga þennan þröskuld. Með vaxtalausum lánum til ákveðins tíma með mjög stífum skilyrðum til þess að hjálpa fólki yfir þröskuldinn. Síðan þegar eignin er seld losar ríkið aftur til sín eignarhlutinn,“ segir Ásmundur Einar.Dæmi um það hvernig hlutdeildarlán gæti litið út.Stöð 2Fyrirmyndin er sótt til Bretlands og segir ráðherra þessi lán geta numið á bilinu 20 til 40 prósentum af útborgun. Nú sé verið að meta hvar mörkin eigi að liggja varðandi verðmæti íbúðar, laun og eiginir kaupendanna. Dæmið gæti litið svona út: Keypt er íbúð fyrir 30 milljónir, kaupandi þyrfti að leggja fram 1,5 milljónir en ríkið myndi veita hlutdeildarlán upp á sex milljónir. Hermann Jónasson forstjóri Íbúðalánasjóðs segir jafnvægi að komast á húsnæðismarkaðinn og nú hafi í fyrsta skipti verið gerð húsnæðisáætlun í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Þar sé miðað að byggt sé eftir raunverulegum þörfum en ekki þörfum byggingaraðila. „Og ef okkur tekst það til framtíðar munum við draga úr sveiflum á húsnæðismarkaði og auka stöðugleika til hagsbóta fyrir heimilin í landinu og byggingariðnaðinn,“ segir forstjóri Íbúðalánasjóðs. Húsnæðismál Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Ríkið mun veita þeim kaupendum húsnæðis sem eiga í erfiðleikum með að fjármagna útborgun vaxtalaus hlutdeildarlán sem ríkið innheimtir síðan sem hlutfall af sölu íbúðar þegar hún fer í endursölu, samkvæmt frumvarpi sem félagsmálaráðherra ætlar að leggja fram í vetur. Íbúðalánasjóður og stjórnvöld boðuðu til svo kallaðs húsnæðisþings á Hilton Nordica hótelinu í dag þar sem sérfræðingar á ýmsum sviðum húsnæðis- og efnahagsmála fluttu erindi. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra greindi frá því að hann hyggist leggja fram frumvarp í vetur um nýjan lánaflokk, hlutdeildarlán. Þeim verði ætlað að brúa bilið hjá þeim sem eigi í erfiðleikum vegna lítilla launa og eigna með að fjármagna útborgun í íbúð. „Ríkið kemur inn og aðstoðar þessa einstaklinga með sérstökum hlutdeildarlánum til að yfirstíga þennan þröskuld. Með vaxtalausum lánum til ákveðins tíma með mjög stífum skilyrðum til þess að hjálpa fólki yfir þröskuldinn. Síðan þegar eignin er seld losar ríkið aftur til sín eignarhlutinn,“ segir Ásmundur Einar.Dæmi um það hvernig hlutdeildarlán gæti litið út.Stöð 2Fyrirmyndin er sótt til Bretlands og segir ráðherra þessi lán geta numið á bilinu 20 til 40 prósentum af útborgun. Nú sé verið að meta hvar mörkin eigi að liggja varðandi verðmæti íbúðar, laun og eiginir kaupendanna. Dæmið gæti litið svona út: Keypt er íbúð fyrir 30 milljónir, kaupandi þyrfti að leggja fram 1,5 milljónir en ríkið myndi veita hlutdeildarlán upp á sex milljónir. Hermann Jónasson forstjóri Íbúðalánasjóðs segir jafnvægi að komast á húsnæðismarkaðinn og nú hafi í fyrsta skipti verið gerð húsnæðisáætlun í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Þar sé miðað að byggt sé eftir raunverulegum þörfum en ekki þörfum byggingaraðila. „Og ef okkur tekst það til framtíðar munum við draga úr sveiflum á húsnæðismarkaði og auka stöðugleika til hagsbóta fyrir heimilin í landinu og byggingariðnaðinn,“ segir forstjóri Íbúðalánasjóðs.
Húsnæðismál Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira