Körfubolti

Kerr braut þjálfaraspjaldið og skar sig í leiðinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kerr er skapheitur.
Kerr er skapheitur. vísir/getty
Veturinn hefur verið erfiður fyrir Steve Kerr, þjálfara Golden State Warriors, enda liðið hans lítið getað og margir leikmenn meiddir.

Í leiknum gegn Chicago Bulls í nótt missti hann stjórn á skapi sínu og í pirringskasti braut hann spjaldið þar sem hann teiknar kerfin á. Ekki tókst betur til en svo að hann skar sjálfan sig í leiðinni. Hann mætti því vafinn um handlegginn á blaðamannafund eftir leik en hans lið vann leikinn á endanum.

„Þetta er smá skeina. Ég braut spjaldið. Þetta er fyrra spjaldið sem ég brýt í vetur. Ég má brjóta tvö á tímabili. Ég sker mig alltaf í leiðinni en þetta var dýpri skurður en venjulega. Ég var líka aðeins reiðari en venjulega,“ sagði Kerr léttur eftir leik.

Eins og þjálfarinn kemur inn á þá er þetta alls ekki í fyrsta sinn sem hann brjálast með fyrrgreindum afleiðingum.

„Hann slátraði höndinni á sér. Það var blóð út um allt og á buxunum hans. Þetta kveikti í okkur,“ sagði Draymond Green, leikmaður Warriors, en leikmenn kunnu að meta ástríðu þjálfarans.

NBA

Tengdar fréttir

Ekkert fær Lakers stöðvað | Myndbönd

Það fær ekkert stöðvað Los Angeles Lakers í NBA-körfuboltanum en í nótt unnu þeir sinn níunda sigur í röð er liðið hafði betur gegn New Orleans í spennuleik, 114-110.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×