Juventus gerði jafntefli við Sassuolo, 2-2, í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.
Juventus er með tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar en Inter getur komist upp fyrir meistarana með sigri á SPAL í leik sem hefst klukkan 14:00.
Leanardo Bonucci kom Juventus yfir með skoti af löngu færi á 20. mínútu.
Aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Jérémie Boga fyrir Sassuolo þegar hann lyfti boltanum skemmtilega yfir Gianluigi Buffon í marki Juventus.
Á 47. mínútu kom Francesco Caputo gestunum yfir með skoti sem Buffon missti klaufalega inn. Þetta var fjórða mark Caputos í síðustu þremur leikjum.
Tuttugu mínútum síðar fiskaði Paolo Dybala vítaspyrnu sem Ronaldo jafnaði úr.
Juventus sótti stíft undir lokin en hinn 18 ára Stefano Turati stóð sig frábærlega í sínum fyrsta leik fyrir Sassuolo. Lokatölur 2-2.

