Tillerson og Kelly reyndu að fá Haley til að „bjarga landinu“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2019 10:18 Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum. AP/Seth Wenig Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, segir tvo háttsetta meðlimi ríkisstjórnar Donald Trump, forseta, hafa reynt að fá sig í lið með þeim með því markmiði að „bjarga landinu“. Þeir hafi grafið undan forsetanum og hunsað hann. Um er að ræða þá Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra Trump, og John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Í nýrri bók segir Haley að þeir hafi sagst vera að streitast gegn Trump. Þeir væru ekki óhlýðnir, heldur væru þeir að reyna að bjarga landinu. „Þeirra ákvarðanir, ekki forsetans, voru í hag Bandaríkjanna, sögðu þeir. Forsetinn vissi ekki hvað hann væri að gera,“ sagði Haley um samskiptin við Tillerson og Kelly. Þeir sögðu henni að fólk myndi deyja ef enginn héldi aftur af Trump. Hún neitaði að vinna með þeim. Í stað þess að segja það við mig, hefðu þeir átt að segja þetta við forsetann. Ekki biðja mig um að ganga til liðs við þá,“ sagði Haley í viðtali á CBS. Hún sagði einnig að þeir hefðu frekar átt að hætta en að reyna að grafa undan forsetanum.Í samtali við Washington Post segir Haley að henni hafi verið verulega brugðið eftir samskiptin og þau hafi verið hneykslanleg. Trump hafi verið kjörinn til að framfylgja stefnumálum sínum. Það hafi þeir Tillerson og Kelly ekki verið. Tillerson hefur ekki svarað fyrirspurnum blaðamanna um ummælin en Kelly sagði Washington Post að ef það að veita forsetanum þá bestu ráðgjöf sem hægt væri, væri að vinna gegn honum, þá væri hann sekur.Samband Trump við bæði Tillerson og Kelly var erfitt á köflum. Meðal annars hafa borist fregnir af því að báðir hafi talað illa um forsetann.Kelly er sagður hafa ítrekað kallað Trump „fífl“ svo starfsmenn Hvíta hússins hafi heyrt til. Þá á Tillerson að hafa kallað forsetann „helvítis fávita“. Trump rak svo Tillerson með tísti.Haley, sem Repúblikanar telja góðan kost í framboð til forseta árið 2024, gagnrýndi Trump iðulega í kosningabaráttunni en hún studdi Marco Rubio. Meðal annars gagnrýndi hún forsetann vegna skapgerðar hans og sagði hann geta dregið Bandaríkin inn í stríð vegna þess að hann yrði svo reiður í hvert sinn sem hann væri gagnrýndur. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, segir tvo háttsetta meðlimi ríkisstjórnar Donald Trump, forseta, hafa reynt að fá sig í lið með þeim með því markmiði að „bjarga landinu“. Þeir hafi grafið undan forsetanum og hunsað hann. Um er að ræða þá Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra Trump, og John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Í nýrri bók segir Haley að þeir hafi sagst vera að streitast gegn Trump. Þeir væru ekki óhlýðnir, heldur væru þeir að reyna að bjarga landinu. „Þeirra ákvarðanir, ekki forsetans, voru í hag Bandaríkjanna, sögðu þeir. Forsetinn vissi ekki hvað hann væri að gera,“ sagði Haley um samskiptin við Tillerson og Kelly. Þeir sögðu henni að fólk myndi deyja ef enginn héldi aftur af Trump. Hún neitaði að vinna með þeim. Í stað þess að segja það við mig, hefðu þeir átt að segja þetta við forsetann. Ekki biðja mig um að ganga til liðs við þá,“ sagði Haley í viðtali á CBS. Hún sagði einnig að þeir hefðu frekar átt að hætta en að reyna að grafa undan forsetanum.Í samtali við Washington Post segir Haley að henni hafi verið verulega brugðið eftir samskiptin og þau hafi verið hneykslanleg. Trump hafi verið kjörinn til að framfylgja stefnumálum sínum. Það hafi þeir Tillerson og Kelly ekki verið. Tillerson hefur ekki svarað fyrirspurnum blaðamanna um ummælin en Kelly sagði Washington Post að ef það að veita forsetanum þá bestu ráðgjöf sem hægt væri, væri að vinna gegn honum, þá væri hann sekur.Samband Trump við bæði Tillerson og Kelly var erfitt á köflum. Meðal annars hafa borist fregnir af því að báðir hafi talað illa um forsetann.Kelly er sagður hafa ítrekað kallað Trump „fífl“ svo starfsmenn Hvíta hússins hafi heyrt til. Þá á Tillerson að hafa kallað forsetann „helvítis fávita“. Trump rak svo Tillerson með tísti.Haley, sem Repúblikanar telja góðan kost í framboð til forseta árið 2024, gagnrýndi Trump iðulega í kosningabaráttunni en hún studdi Marco Rubio. Meðal annars gagnrýndi hún forsetann vegna skapgerðar hans og sagði hann geta dregið Bandaríkin inn í stríð vegna þess að hann yrði svo reiður í hvert sinn sem hann væri gagnrýndur.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira