Málþóf Miðflokksmanna og annað álag kostaði 40 milljónir Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 12:55 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ásamt samflokksmönnum sínum Ólafi Ísleifssyni og Gunnari Braga Sveinssyni á Alþingi í vor. Vísir/vilhelm Lagt er til að 40 milljónir króna verði veittar til Alþingis vegna málþófs Miðflokksmanna í vor og annarra mála sem sinna þurfti á nefndasviði. Þetta kemur fram í fjáraukalögum 2019 sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útbýtti á Alþingi um helgina. Milljónunum á að vera veitt vegna „mikillar viðveru starfsmanna Alþingis umfram almenna starfsskyldu“ , líkt og að er orðað í fjáraukalögum. Á vordögum hafi verið óvenju mikið annríki á Alþingi sem kallaði á mjög mikla viðveru starfsmanna skrifstofunnar umfram almenna vinnuskyldu. Álag sé alla jafna mikið á vordögum þingsins, og gert ráð fyrir því í áætlunum skrifstofunnar. Á yfirstandandi ári hafi það hins vegar verið óvenju mikið og varað vikum saman. „Ástæðurnar voru málþóf í þingsalnum og mörg, umfangsmikil og þung mál sem sinna þurfti á nefndasviði.“Sjá einnig: „Ákaflega æskilegt“ að Miðflokksmenn hugsi sinn gang Þannig hafi yfirvinna þeirra sem vinna í tengslum við þingsalinn verið tvöfalt meiri en vanalegt er og álíka mikið hjá nefndasviði. Ekki var nægur fjöldi starfsmanna til að sinna allri þessari vinnu án þess að kæmi til hvíldartímabrota, sem einnig skapaði aukinn kostnað. „Þessar aðstæður voru ófyrirsjáanlegar og Alþingi á engan varasjóð til að bregðast við óvæntum kostnaði upp á tugi milljóna,“ segir í fjáraukalögum. Eins og kunnugt er stóðu þingmenn Miðflokksins fyrir málþófi í vor um þriðja orkupakkann, sem var að endingu samþykktur á svokölluðum þingstubbi í byrjun september. Miðflokksmenn, sem allir voru miklir andstæðingar orkupakkans, höguðu málþófinu þannig að þeir fóru hver á fætur öðrum í ræðustól alþingis og svöruðu ræðum hvers annars – oft langt fram á nótt. Nýtt umræðumet á Alþingi var slegið með málþófinu en umræður stóðu samtals yfir í um 150 klukkustundir. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ekki orðinn úrkula vonar um að Sjálfstæðisflokkurinn hafni þriðja orkupakkanum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, horfir sérstaklega til þeirrar óánægju sem hefur gætt í baklandi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann þegar segist ekki vera búinn að missa alla von um að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins muni hafna innleiðingu þriðja orkupakkans á svokölluðum "þingstubbi“ um mánaðamótin þegar orkupakkinn verður til umfjöllunar. 25. ágúst 2019 12:15 Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31 Sakar Miðflokksmenn um að misnota tilfinningar fólks Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, var ómyrk í máli þegar hún gagnrýndi framgöngu Miðflokksmanna. 28. ágúst 2019 19:48 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
Lagt er til að 40 milljónir króna verði veittar til Alþingis vegna málþófs Miðflokksmanna í vor og annarra mála sem sinna þurfti á nefndasviði. Þetta kemur fram í fjáraukalögum 2019 sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útbýtti á Alþingi um helgina. Milljónunum á að vera veitt vegna „mikillar viðveru starfsmanna Alþingis umfram almenna starfsskyldu“ , líkt og að er orðað í fjáraukalögum. Á vordögum hafi verið óvenju mikið annríki á Alþingi sem kallaði á mjög mikla viðveru starfsmanna skrifstofunnar umfram almenna vinnuskyldu. Álag sé alla jafna mikið á vordögum þingsins, og gert ráð fyrir því í áætlunum skrifstofunnar. Á yfirstandandi ári hafi það hins vegar verið óvenju mikið og varað vikum saman. „Ástæðurnar voru málþóf í þingsalnum og mörg, umfangsmikil og þung mál sem sinna þurfti á nefndasviði.“Sjá einnig: „Ákaflega æskilegt“ að Miðflokksmenn hugsi sinn gang Þannig hafi yfirvinna þeirra sem vinna í tengslum við þingsalinn verið tvöfalt meiri en vanalegt er og álíka mikið hjá nefndasviði. Ekki var nægur fjöldi starfsmanna til að sinna allri þessari vinnu án þess að kæmi til hvíldartímabrota, sem einnig skapaði aukinn kostnað. „Þessar aðstæður voru ófyrirsjáanlegar og Alþingi á engan varasjóð til að bregðast við óvæntum kostnaði upp á tugi milljóna,“ segir í fjáraukalögum. Eins og kunnugt er stóðu þingmenn Miðflokksins fyrir málþófi í vor um þriðja orkupakkann, sem var að endingu samþykktur á svokölluðum þingstubbi í byrjun september. Miðflokksmenn, sem allir voru miklir andstæðingar orkupakkans, höguðu málþófinu þannig að þeir fóru hver á fætur öðrum í ræðustól alþingis og svöruðu ræðum hvers annars – oft langt fram á nótt. Nýtt umræðumet á Alþingi var slegið með málþófinu en umræður stóðu samtals yfir í um 150 klukkustundir.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ekki orðinn úrkula vonar um að Sjálfstæðisflokkurinn hafni þriðja orkupakkanum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, horfir sérstaklega til þeirrar óánægju sem hefur gætt í baklandi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann þegar segist ekki vera búinn að missa alla von um að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins muni hafna innleiðingu þriðja orkupakkans á svokölluðum "þingstubbi“ um mánaðamótin þegar orkupakkinn verður til umfjöllunar. 25. ágúst 2019 12:15 Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31 Sakar Miðflokksmenn um að misnota tilfinningar fólks Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, var ómyrk í máli þegar hún gagnrýndi framgöngu Miðflokksmanna. 28. ágúst 2019 19:48 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
Ekki orðinn úrkula vonar um að Sjálfstæðisflokkurinn hafni þriðja orkupakkanum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, horfir sérstaklega til þeirrar óánægju sem hefur gætt í baklandi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann þegar segist ekki vera búinn að missa alla von um að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins muni hafna innleiðingu þriðja orkupakkans á svokölluðum "þingstubbi“ um mánaðamótin þegar orkupakkinn verður til umfjöllunar. 25. ágúst 2019 12:15
Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31
Sakar Miðflokksmenn um að misnota tilfinningar fólks Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, var ómyrk í máli þegar hún gagnrýndi framgöngu Miðflokksmanna. 28. ágúst 2019 19:48