Sósíalistar stefna að því að mynda ríkisstjórn hratt Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2019 16:21 Þingkosningarnar á Spáni í gær áttu að binda enda á þrátefli í þarlendu stjórnmálum. Úrslitin benda til enn meiri skautunar en var fyrir. Vísir/EPA Stjórnarmyndunarviðræður eftir þingkosningarnar á Spáni í gær eru þegar hafnar og eru sósíalistar sagðir reyna að púsla saman ríkisstjórn hratt. Leiðtogi miðhægriflokksins Borgaranna sagði af sér í dag eftir að flokkur hans tapaði töluverðu fylgi. Aðrar þingkosningarnar ársins fóru fram á Spáni í gær og reyndust úrslitin engu afdráttarlausari en í þeim fyrri. Sósíalistar eru sem fyrr stærsti flokkurinn á þingi þrátt fyrir að hafa tapað nokkrum þingsætum. Hægriflokkurinn Lýðflokkurinn bætti við sig fylgi og öfgahægriflokkurinn Vox vann verulega á. José Luis Abalos, einn leiðtoga Sósíalistaflokksins, segist vonast til þess að ný ríkisstjórn undir forystu flokksins geti tekið til starfa fyrir áramót. „Við ætlum að reyna að standa við loforð okkar um að mynda ríkisstjórn eins fljótt og auðið verður vegna þess að landið þarf á því að halda,“ sagði Abalos í dag. Sósíalistar hafa þó útilokað einhvers konar þjóðstjórn með Lýðflokknum sem er næst stærsti flokkurinn á þingi. Flókið gæti reynst fyrir þá að mynda stjórn sem stæðist vantraust í þinginu. Til þess þyrftu sósíalistar að reiða sig á stuðning vinstriflokksins Við getum, miðvinstriflokksins Más País, Borgaranna og nokkurra héraðsflokka til viðbótar, að sögn Reuters-fréttastofunnar.Flóð tilfinninga braust út þegar Albert Rivera tilkynnti um afsögn sína sem leiðtogi Borgaranna í dag.Vísir/EPAAfsögn Albert Rivera sem leiðtoga Borgaranna í dag er sögð geta styrkt stöðu Pedro Sánchez, leiðtoga Sósíalistaflokksins og starfandi forsætisráðherra. Rivera hafði lokað á ríkisstjórnarsamstarf við sósíalista þó að aðrir leiðtogar flokksins væru opnari fyrir því. Borgararnir fóru úr 57 þingsætum í tíu í kosningunum í gær. Þá er uppgangur öfgahægriflokksins Vox talinn geta þvingað flokka á vinstrivængnum til þess að leggja ágreining á hilluna og vinna saman. Þingflokkur Vox stækkaði úr 24 í 52. Áður en hann kom til sögunnar höfðu öfgahægriflokkar aldrei náð fleiri en einum þingmanni á spænska þingið frá lokum fasistastjórnar einræðisherrans Franco árið 1975. Kosið hefur verið í fjórgang á Spáni frá því í desember árið 2015. Þá var ríkisstjórn Lýðflokksins undir stjórn Mariano Rajoy orðin löskuð vegna efnahagskreppu og hneykslismála. Síðan þá hafa hvorki hægri- né vinstri flokkarnir náð hreinum meirihluta á þingi með þeim afleiðingum að stjórnarkreppa hefur ríkt nær látlaust síðan. Nú síðast náðu sósíalistar og Við getum ekki saman um formlegt ríkisstjórnarsamstarf. Því greip Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra, til þess ráðs að boða til nýrra kosninga til að höggva á hnútinn. Spánn Tengdar fréttir Nýjar kosningar gerðu lítið til þess að höggva á hnútinn Hægri öfgaflokkurinn Vox vann stórsigur í kosningunum og bætti við sig 28 sætum og hlaut því 52 sæti í heildina. 10. nóvember 2019 23:15 Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra tapar fylgi samkvæmt útgönguspám. Á sama tíma tvöfaldar hægri öfgaflokkurinn Vox fylgi sitt. 10. nóvember 2019 19:22 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræður eftir þingkosningarnar á Spáni í gær eru þegar hafnar og eru sósíalistar sagðir reyna að púsla saman ríkisstjórn hratt. Leiðtogi miðhægriflokksins Borgaranna sagði af sér í dag eftir að flokkur hans tapaði töluverðu fylgi. Aðrar þingkosningarnar ársins fóru fram á Spáni í gær og reyndust úrslitin engu afdráttarlausari en í þeim fyrri. Sósíalistar eru sem fyrr stærsti flokkurinn á þingi þrátt fyrir að hafa tapað nokkrum þingsætum. Hægriflokkurinn Lýðflokkurinn bætti við sig fylgi og öfgahægriflokkurinn Vox vann verulega á. José Luis Abalos, einn leiðtoga Sósíalistaflokksins, segist vonast til þess að ný ríkisstjórn undir forystu flokksins geti tekið til starfa fyrir áramót. „Við ætlum að reyna að standa við loforð okkar um að mynda ríkisstjórn eins fljótt og auðið verður vegna þess að landið þarf á því að halda,“ sagði Abalos í dag. Sósíalistar hafa þó útilokað einhvers konar þjóðstjórn með Lýðflokknum sem er næst stærsti flokkurinn á þingi. Flókið gæti reynst fyrir þá að mynda stjórn sem stæðist vantraust í þinginu. Til þess þyrftu sósíalistar að reiða sig á stuðning vinstriflokksins Við getum, miðvinstriflokksins Más País, Borgaranna og nokkurra héraðsflokka til viðbótar, að sögn Reuters-fréttastofunnar.Flóð tilfinninga braust út þegar Albert Rivera tilkynnti um afsögn sína sem leiðtogi Borgaranna í dag.Vísir/EPAAfsögn Albert Rivera sem leiðtoga Borgaranna í dag er sögð geta styrkt stöðu Pedro Sánchez, leiðtoga Sósíalistaflokksins og starfandi forsætisráðherra. Rivera hafði lokað á ríkisstjórnarsamstarf við sósíalista þó að aðrir leiðtogar flokksins væru opnari fyrir því. Borgararnir fóru úr 57 þingsætum í tíu í kosningunum í gær. Þá er uppgangur öfgahægriflokksins Vox talinn geta þvingað flokka á vinstrivængnum til þess að leggja ágreining á hilluna og vinna saman. Þingflokkur Vox stækkaði úr 24 í 52. Áður en hann kom til sögunnar höfðu öfgahægriflokkar aldrei náð fleiri en einum þingmanni á spænska þingið frá lokum fasistastjórnar einræðisherrans Franco árið 1975. Kosið hefur verið í fjórgang á Spáni frá því í desember árið 2015. Þá var ríkisstjórn Lýðflokksins undir stjórn Mariano Rajoy orðin löskuð vegna efnahagskreppu og hneykslismála. Síðan þá hafa hvorki hægri- né vinstri flokkarnir náð hreinum meirihluta á þingi með þeim afleiðingum að stjórnarkreppa hefur ríkt nær látlaust síðan. Nú síðast náðu sósíalistar og Við getum ekki saman um formlegt ríkisstjórnarsamstarf. Því greip Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra, til þess ráðs að boða til nýrra kosninga til að höggva á hnútinn.
Spánn Tengdar fréttir Nýjar kosningar gerðu lítið til þess að höggva á hnútinn Hægri öfgaflokkurinn Vox vann stórsigur í kosningunum og bætti við sig 28 sætum og hlaut því 52 sæti í heildina. 10. nóvember 2019 23:15 Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra tapar fylgi samkvæmt útgönguspám. Á sama tíma tvöfaldar hægri öfgaflokkurinn Vox fylgi sitt. 10. nóvember 2019 19:22 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Nýjar kosningar gerðu lítið til þess að höggva á hnútinn Hægri öfgaflokkurinn Vox vann stórsigur í kosningunum og bætti við sig 28 sætum og hlaut því 52 sæti í heildina. 10. nóvember 2019 23:15
Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra tapar fylgi samkvæmt útgönguspám. Á sama tíma tvöfaldar hægri öfgaflokkurinn Vox fylgi sitt. 10. nóvember 2019 19:22
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent