Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 11. nóvember 2019 19:54 Eva Petrova, fulltrúi sendinefndar Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins á Íslandi stöð 2 Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjóðurinn mælir með því að stjórnvöld hugi sérstaklega að kennaramenntun og börnum innflytjenda. Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kynnti í morgun úttekt sína á íslensku efnahagslífi. Í henni kemur fram að stjórnvöld hafi brugðist vel við efnahagsáföllum á árinu og falli WOW Air. „Í fyrstu bjuggumst við við því að eftir gjaldþrot Wow Air myndi efnahagslægð jafnvel gera vart við sig. Hins vegar verðum við ekki vör við slíkt nú. Við sjáum að hagkerfið hefur staðið þann storm nokkuð vel af sér,“ segir Eva Petrova, fulltrúi sendinefndar Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Þar nefnir sjóðurinn sérstaklega vaxtalækkanir og aðhald í ríkisfjármálum og spáð er lítilsháttar hagvexti á árinu. „Opinber útgjöld Íslands til menntamála eru mun meiri en í öðrum ríkjum OECD en þegar þróun mannauðsmála er annars vegar er hagurinn ekki eins sýnilegur.“ Þar vísar hún í skýrslu sem OECD gaf út í september er sýnir að Ísland eyðir mun meira í menntakerfið en OECD ríkin gera að meðaltali. Þrátt fyrir það er árangur íslenskra nemenda í könnunum á borð við PISA undir meðallagi OECD ríkja. Hún segir ráðleggingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til íslenskra stjórnvalda samræmi við athugasemdir OECD. „Þær tengjast menntun kennara, faglegri þróun og því að tryggja að börn innflytjenda verði ekki afskipt,“ segir Eva. Stjórnvöld hafa þegar brugðist við að einhverju leyti, meðal annars með námsstyrkjum til kennaranema. Eva segir mikilvægt að huga að frekari umbótum. „Þetta mun stuðla að hagvexti til lengri tíma og velferð hagkerfisins þegar á heildina er litið,“ segir Eva Petrova. Skóla - og menntamál Grunnskólar PISA-könnun Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjóðurinn mælir með því að stjórnvöld hugi sérstaklega að kennaramenntun og börnum innflytjenda. Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kynnti í morgun úttekt sína á íslensku efnahagslífi. Í henni kemur fram að stjórnvöld hafi brugðist vel við efnahagsáföllum á árinu og falli WOW Air. „Í fyrstu bjuggumst við við því að eftir gjaldþrot Wow Air myndi efnahagslægð jafnvel gera vart við sig. Hins vegar verðum við ekki vör við slíkt nú. Við sjáum að hagkerfið hefur staðið þann storm nokkuð vel af sér,“ segir Eva Petrova, fulltrúi sendinefndar Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Þar nefnir sjóðurinn sérstaklega vaxtalækkanir og aðhald í ríkisfjármálum og spáð er lítilsháttar hagvexti á árinu. „Opinber útgjöld Íslands til menntamála eru mun meiri en í öðrum ríkjum OECD en þegar þróun mannauðsmála er annars vegar er hagurinn ekki eins sýnilegur.“ Þar vísar hún í skýrslu sem OECD gaf út í september er sýnir að Ísland eyðir mun meira í menntakerfið en OECD ríkin gera að meðaltali. Þrátt fyrir það er árangur íslenskra nemenda í könnunum á borð við PISA undir meðallagi OECD ríkja. Hún segir ráðleggingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til íslenskra stjórnvalda samræmi við athugasemdir OECD. „Þær tengjast menntun kennara, faglegri þróun og því að tryggja að börn innflytjenda verði ekki afskipt,“ segir Eva. Stjórnvöld hafa þegar brugðist við að einhverju leyti, meðal annars með námsstyrkjum til kennaranema. Eva segir mikilvægt að huga að frekari umbótum. „Þetta mun stuðla að hagvexti til lengri tíma og velferð hagkerfisins þegar á heildina er litið,“ segir Eva Petrova.
Skóla - og menntamál Grunnskólar PISA-könnun Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira