Aurum selur skart í House of Fraser Helgi Vífill Júlíusson skrifar 13. nóvember 2019 08:45 Hjónin Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, hönnuður Aurum, og Karl Jóhann Jóhannsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Breska stórverslunin House of Fraser hefur tekið til sölu skartgripamerkið Aurum en Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir er hönnuður fyrirtækisins. Karl Jóhann Jóhannsson, framkvæmdastjóri Aurum og eiginmaður Guðbjargar, segir að skartgripirnir séu til sölu í fimm stórverslunum House of Fraser af 42. Aurum, sem rekur skartgripaverslun í Bankastræti, hefur verið starfrækt í 20 ár. Markhópurinn er konur á öllum aldri sem kunna að meta fallega hönnun. „Fyrir fimm árum fórum við að reyna fyrir okkur með sölu í Bretlandi. Við höfum sótt sýningar, þessi vinna er kostnaðarsöm og krefst úthalds. Starfsmenn House of Fraser litu til okkar á sýningu í febrúar síðastliðnum og sendu tölvupóst í mars um að þeir vildu fá skartgripamerkið okkar í sölu í verslunum sínum. Við hittum þau í tvígang og eftir fram og til baka með tímasetningar opnuðum við í fimm verslunum hinn 26. september, sem vill svo skemmtilega til að er afmælisdagur Guðbjargar. Þau vildu að við myndum byrja fyrr en þessi tímasetning varð fyrir valinu, því við vildum undirbúa opnanirnar vel,“ segir Karl.Góð samningsstaða Að hans sögn var Aurum í góðri samningsstöðu gagnvart House of Fraser því starfsmenn fyrirtækisins hafi leitað til Aurum að fyrra bragði. „Stjórnendur House of Fraser vilja að við opnum í fleiri verslunum en við töldum rétt að stíga varlega til jarðar. Það þarf að sýna skynsemi enda fylgir því mikil fjárbinding að fylla verslanir af skartgripum. Við munum sjá hvernig salan gengur og færa þá næstu tvær opnanir fram yfir áramót, líklega í febrúar, mars. Það sem gerist einnig þegar merkinu þínu er stillt upp í jafn stórri verslun og House of Fraser er að vörumerkjavitundin (e. brand awareness) eykst og merkið verður mun sýnilegra. Þetta mun eflaust valda aukningu hjá verslun okkar á netinu og einnig að aðrar verslanir sem eru að kaupa inn skart munu taka enn frekar eftir Aurum-skartgripamerkinu,“ segir Karl. Að hans sögn hefur Aurum selt til um 60 verslana erlendis, langflestar þeirra séu í Bretlandi. „Sumar þeirra eiga í stöðugum viðskiptum við okkur, aðrar hafa tekið pásu og byrjað aftur og enn aðrar keypt einungis einu sinni af okkur. Þær verslanir sem hafa tekið pásu frá að kaupa af okkur má líta á sem part af heildarviðskiptunum, en þær verslanir vita af okkur og við af þeim, en það er þá auðveldara að endurvekja þau viðskipti en opna ný,“ segir hann.HoF gerir ríkari kröfur Karl segir segir að rekstur Aurum hafi verið sniðinn að því að mæta auknum kröfum sem erlendar verslanir geri alla jafna. „Þegar selt er í Bretlandi þarf að tryggja að allt sem sagt er standi eins og stafur á bók. House of Fraser gerir enn ríkari kröfur en margar aðrar verslanir. Við erum reiðubúin að mæta þeim bæði hvað varðar framleiðslu, dreifingu og allt markaðsefni sem var óskað eftir. Til að mynda þurftum við að skila frá okkur 20 blaðsíðna biblíu þar sem öll smáatriði eru skilgreind,“ segir hann. Í nóvember verður verslunin í Bankastræti stækkuð, haldið verður upp á 20 ára afmæli fyrirtækisins og samhliða verður kynnt sérstök afmælisskartgripalína sem ber nafnið Erika. Birtist í Fréttablaðinu Íslendingar erlendis Tíska og hönnun Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Breska stórverslunin House of Fraser hefur tekið til sölu skartgripamerkið Aurum en Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir er hönnuður fyrirtækisins. Karl Jóhann Jóhannsson, framkvæmdastjóri Aurum og eiginmaður Guðbjargar, segir að skartgripirnir séu til sölu í fimm stórverslunum House of Fraser af 42. Aurum, sem rekur skartgripaverslun í Bankastræti, hefur verið starfrækt í 20 ár. Markhópurinn er konur á öllum aldri sem kunna að meta fallega hönnun. „Fyrir fimm árum fórum við að reyna fyrir okkur með sölu í Bretlandi. Við höfum sótt sýningar, þessi vinna er kostnaðarsöm og krefst úthalds. Starfsmenn House of Fraser litu til okkar á sýningu í febrúar síðastliðnum og sendu tölvupóst í mars um að þeir vildu fá skartgripamerkið okkar í sölu í verslunum sínum. Við hittum þau í tvígang og eftir fram og til baka með tímasetningar opnuðum við í fimm verslunum hinn 26. september, sem vill svo skemmtilega til að er afmælisdagur Guðbjargar. Þau vildu að við myndum byrja fyrr en þessi tímasetning varð fyrir valinu, því við vildum undirbúa opnanirnar vel,“ segir Karl.Góð samningsstaða Að hans sögn var Aurum í góðri samningsstöðu gagnvart House of Fraser því starfsmenn fyrirtækisins hafi leitað til Aurum að fyrra bragði. „Stjórnendur House of Fraser vilja að við opnum í fleiri verslunum en við töldum rétt að stíga varlega til jarðar. Það þarf að sýna skynsemi enda fylgir því mikil fjárbinding að fylla verslanir af skartgripum. Við munum sjá hvernig salan gengur og færa þá næstu tvær opnanir fram yfir áramót, líklega í febrúar, mars. Það sem gerist einnig þegar merkinu þínu er stillt upp í jafn stórri verslun og House of Fraser er að vörumerkjavitundin (e. brand awareness) eykst og merkið verður mun sýnilegra. Þetta mun eflaust valda aukningu hjá verslun okkar á netinu og einnig að aðrar verslanir sem eru að kaupa inn skart munu taka enn frekar eftir Aurum-skartgripamerkinu,“ segir Karl. Að hans sögn hefur Aurum selt til um 60 verslana erlendis, langflestar þeirra séu í Bretlandi. „Sumar þeirra eiga í stöðugum viðskiptum við okkur, aðrar hafa tekið pásu og byrjað aftur og enn aðrar keypt einungis einu sinni af okkur. Þær verslanir sem hafa tekið pásu frá að kaupa af okkur má líta á sem part af heildarviðskiptunum, en þær verslanir vita af okkur og við af þeim, en það er þá auðveldara að endurvekja þau viðskipti en opna ný,“ segir hann.HoF gerir ríkari kröfur Karl segir segir að rekstur Aurum hafi verið sniðinn að því að mæta auknum kröfum sem erlendar verslanir geri alla jafna. „Þegar selt er í Bretlandi þarf að tryggja að allt sem sagt er standi eins og stafur á bók. House of Fraser gerir enn ríkari kröfur en margar aðrar verslanir. Við erum reiðubúin að mæta þeim bæði hvað varðar framleiðslu, dreifingu og allt markaðsefni sem var óskað eftir. Til að mynda þurftum við að skila frá okkur 20 blaðsíðna biblíu þar sem öll smáatriði eru skilgreind,“ segir hann. Í nóvember verður verslunin í Bankastræti stækkuð, haldið verður upp á 20 ára afmæli fyrirtækisins og samhliða verður kynnt sérstök afmælisskartgripalína sem ber nafnið Erika.
Birtist í Fréttablaðinu Íslendingar erlendis Tíska og hönnun Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira