„Enn eitt dæmið“ um af hverju er mikilvægt að rannsaka fjárfestingaleið Seðlabankans Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 18:00 Smári McCarthy. Vísir/Vilhelm Þingmenn Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar vilja að skipuð verði þriggja manna rannsóknarnefnd sem falið verði að rannsaka svokallaða fjárfestingaleið Seðlabankan Íslands. Þingflokkarnir hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis en að sögn flutningsmanna er tilgangurinn að varpa skýru ljósi á allar þær fjármagnstilfærslur sem gerðar voru fyrir tilstilli fjárfestingaleiðarinnar. Með fjárfestingaleiðinni stóð seðlabankinn fyrir gjaldeyrisútboðum þar sem bankinn keypti erlendan gjaldeyri í skiptum fyrir krónur til innlendrar fjárfestingar. „Viðskiptin eru liður í losun hafta á fjármagnshreyfingar með gjaldeyri, sbr. áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá 25. mars 2011. Markmið Seðlabanka Íslands með viðskiptunum er að auðvelda losun gjaldeyrishafta, án þess að það valdi verulegum óstöðugleika í gengis og peningamálum eða tefli fjármálastöðugleika í tvísýnu,“ segir í kynningu SÍ um fjárfestingaleiðina sem vitnað er til í greinagerð með þingsályktunartillögunni. „Við höfum lagt þetta fram áður og þá fékkst þetta ekki til meðferðar en núna er bara enn eitt dæmið komið fram um það af hverju þetta er mikilvægt og vonandi klárast þetta í þetta skiptið,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata. Dæmið sem hann vísar til nú er meint brot Samherja og dótturfélaga í Namibíu. „Í grundvallaratriðum þá voru um 207 milljarðar króna sem komu inn í gegnum fjárfestingaleiðina á meðan að hún var í gangi og við vitum í rauninni ekki nógu mikið um hvaðan þessir peningar komu,“ segir Smári. „Eitthvað af þessu virðist hafa komið frá aflandsfélögum og í þeim tilfellum þá gæti verið um að ræða peninga sem að fóru úr landi, jafnvel fyrir hrun, í jafnvel ólögmætum viðskiptum og það þarf í rauninni að kanna það hvort að þessir peningar hafi fengið að koma aftur inn í landið með afslætti og notaður til þess að kaupa upp eignir sem að voru á stórlækkuðu verði vegna hrunsins.“ Þessi atriði þurfi að gera upp að mati Smára og komast til botns í því hvort að fjárfestingaleiðin hafi verið misnotuð með einhverjum hætti með tilliti til þessara atriða. Spurður hvort ekki ætti að vera löngu búið að koma auga á slíka misnotkun, reynist grunurinn réttur, segir Smári að það hefði verið betra. „Það er í rauninni ekkert sem hefur bent til þess að það hafi verið eftirlit með þeim þætti per se, það var verið að staðfesta að uppboðin væru að ganga með réttum hætti en það var eftir því sem að við best vitum ekkert verið að kanna sérstaklega uppruna peninganna og hvernig það var að flæða,“ segir Smári. Alþingi Samherjaskjölin Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Þingmenn Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar vilja að skipuð verði þriggja manna rannsóknarnefnd sem falið verði að rannsaka svokallaða fjárfestingaleið Seðlabankan Íslands. Þingflokkarnir hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis en að sögn flutningsmanna er tilgangurinn að varpa skýru ljósi á allar þær fjármagnstilfærslur sem gerðar voru fyrir tilstilli fjárfestingaleiðarinnar. Með fjárfestingaleiðinni stóð seðlabankinn fyrir gjaldeyrisútboðum þar sem bankinn keypti erlendan gjaldeyri í skiptum fyrir krónur til innlendrar fjárfestingar. „Viðskiptin eru liður í losun hafta á fjármagnshreyfingar með gjaldeyri, sbr. áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá 25. mars 2011. Markmið Seðlabanka Íslands með viðskiptunum er að auðvelda losun gjaldeyrishafta, án þess að það valdi verulegum óstöðugleika í gengis og peningamálum eða tefli fjármálastöðugleika í tvísýnu,“ segir í kynningu SÍ um fjárfestingaleiðina sem vitnað er til í greinagerð með þingsályktunartillögunni. „Við höfum lagt þetta fram áður og þá fékkst þetta ekki til meðferðar en núna er bara enn eitt dæmið komið fram um það af hverju þetta er mikilvægt og vonandi klárast þetta í þetta skiptið,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata. Dæmið sem hann vísar til nú er meint brot Samherja og dótturfélaga í Namibíu. „Í grundvallaratriðum þá voru um 207 milljarðar króna sem komu inn í gegnum fjárfestingaleiðina á meðan að hún var í gangi og við vitum í rauninni ekki nógu mikið um hvaðan þessir peningar komu,“ segir Smári. „Eitthvað af þessu virðist hafa komið frá aflandsfélögum og í þeim tilfellum þá gæti verið um að ræða peninga sem að fóru úr landi, jafnvel fyrir hrun, í jafnvel ólögmætum viðskiptum og það þarf í rauninni að kanna það hvort að þessir peningar hafi fengið að koma aftur inn í landið með afslætti og notaður til þess að kaupa upp eignir sem að voru á stórlækkuðu verði vegna hrunsins.“ Þessi atriði þurfi að gera upp að mati Smára og komast til botns í því hvort að fjárfestingaleiðin hafi verið misnotuð með einhverjum hætti með tilliti til þessara atriða. Spurður hvort ekki ætti að vera löngu búið að koma auga á slíka misnotkun, reynist grunurinn réttur, segir Smári að það hefði verið betra. „Það er í rauninni ekkert sem hefur bent til þess að það hafi verið eftirlit með þeim þætti per se, það var verið að staðfesta að uppboðin væru að ganga með réttum hætti en það var eftir því sem að við best vitum ekkert verið að kanna sérstaklega uppruna peninganna og hvernig það var að flæða,“ segir Smári.
Alþingi Samherjaskjölin Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira