Gunnar Bragi sakar RÚV um æsifréttamennsku Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2019 09:41 Hugur Gunnars Braga er nú hjá starfsfólki Samherja. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, varaformaður Miðflokksins, sakar Ríkisútvarpið um æsifréttamennsku í pistli sem finna má á leiðaraopinu Morgunblaðsins í dag. Hann segist nú hugsa til starfsmanna Samherja, „sem horfa nú á stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið og stjórnendur þess.“ Hann segir að sem betur fer dæmi ekki fjölmiðlar né aðrir þeir sem hrópa nú á torgum, heldur dómsstólar. Gunnar Bragi talar af reynslu en sjálfur var hann mjög til umfjöllunar í fjölmiðlum, ásamt félögum sínum í Miðflokknum, í tengslum við hið mikla Klausturmál.Pistil Gunnars Braga sem finna má á leiðaropinu Morgunblaðsins í dag.„Ef til vill telja einhverjir fjölmiðlar það skyldu sína að matreiða fréttir í sem mestum æsifréttastíl ef heildarmyndin er ekki nógu hneykslanleg. Þá er ekki spáð í nett annað en áhorfstölur, lestur, flettingar og „klikk“ á vefsíðum,“ segir í pistlinum. Miðflokkurinn hefur ekki haft sig í frammi í umræðunni um Samherjamálið en vitað er að formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur sínar hugmyndir um fjölmiðla eins og sýndi sig í frægri grein sem hann skrifaði á sínum tíma um loftárásir fjölmiðla. Hann hefur ekki tjáð sig enn um Samherjaskjölin. Gunnar Bragi lýkur sínum pistli á að segja að fjölmiðlar verði að geta starfað án ríkisstyrkja. „Miðflokkurinn mun á næstunni kynna hugmynd að því hvernig efla megi einkarekna fjölmiðla án þess að binda þá á ríkisjötuna.“ Alþingi Fjölmiðlar Miðflokkurinn Samherjaskjölin Tengdar fréttir Björn Bjarnason segir um atlögu RÚV að Samherja að ræða Fyrrverandi ráðherra gefur lítið fyrir fréttir RÚV af spillingarmálum Samherja í Namibíu. 13. nóvember 2019 15:29 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, varaformaður Miðflokksins, sakar Ríkisútvarpið um æsifréttamennsku í pistli sem finna má á leiðaraopinu Morgunblaðsins í dag. Hann segist nú hugsa til starfsmanna Samherja, „sem horfa nú á stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið og stjórnendur þess.“ Hann segir að sem betur fer dæmi ekki fjölmiðlar né aðrir þeir sem hrópa nú á torgum, heldur dómsstólar. Gunnar Bragi talar af reynslu en sjálfur var hann mjög til umfjöllunar í fjölmiðlum, ásamt félögum sínum í Miðflokknum, í tengslum við hið mikla Klausturmál.Pistil Gunnars Braga sem finna má á leiðaropinu Morgunblaðsins í dag.„Ef til vill telja einhverjir fjölmiðlar það skyldu sína að matreiða fréttir í sem mestum æsifréttastíl ef heildarmyndin er ekki nógu hneykslanleg. Þá er ekki spáð í nett annað en áhorfstölur, lestur, flettingar og „klikk“ á vefsíðum,“ segir í pistlinum. Miðflokkurinn hefur ekki haft sig í frammi í umræðunni um Samherjamálið en vitað er að formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur sínar hugmyndir um fjölmiðla eins og sýndi sig í frægri grein sem hann skrifaði á sínum tíma um loftárásir fjölmiðla. Hann hefur ekki tjáð sig enn um Samherjaskjölin. Gunnar Bragi lýkur sínum pistli á að segja að fjölmiðlar verði að geta starfað án ríkisstyrkja. „Miðflokkurinn mun á næstunni kynna hugmynd að því hvernig efla megi einkarekna fjölmiðla án þess að binda þá á ríkisjötuna.“
Alþingi Fjölmiðlar Miðflokkurinn Samherjaskjölin Tengdar fréttir Björn Bjarnason segir um atlögu RÚV að Samherja að ræða Fyrrverandi ráðherra gefur lítið fyrir fréttir RÚV af spillingarmálum Samherja í Namibíu. 13. nóvember 2019 15:29 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Björn Bjarnason segir um atlögu RÚV að Samherja að ræða Fyrrverandi ráðherra gefur lítið fyrir fréttir RÚV af spillingarmálum Samherja í Namibíu. 13. nóvember 2019 15:29