Biðlar til Hæstaréttar til að verja skattskýrslur sínar Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2019 09:47 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að Hæstiréttur landsins komi í veg fyrir að saksóknarar fái aðgang að skattskýrslum hans. Málið þykir markvert fyrir margar sakir og er talið muna reyna verulega á völd forsetans, stjórnarskrána og stöðu dómstólsins sjálfs. Saksóknari í Manhattan hefur nú um nokkuð skeið reynt að koma höndum yfir skattskýrslur Trump sem ná yfir undanfarin átta ár og þá frá endurskoðendafyrirtæki hans. Forsetinn höfðaði mál til að koma í veg fyrir afhendingu gagnanna en síðan þá hafa dómarar tveggja dómstiga úrskurðað gegn honum og sagt að endurskoðendafyrirtækinu beri að afhenda gögnin. Forsvarsmenn fyrirtækisins samþykktu að bíða með að afhenda skýrslurnar á meðan lögmenn Trump báðu Hæstarétt um að taka málið til skoðunar. Neiti dómurinn að taka málið fyrir, mun fyrirtækið afhenda gögnin. Í kröfunni til Hæstaréttar skrifaði Jay Seklow, einn af lögmönnum Trump, að þetta væri í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar sem ríkissaksóknarar hefðu hafið glæparannsókn gegn forseta Bandaríkjanna og beitt hann þvingunum. Hann sagði einnig að stefnan um skattskýrslur forsetans, sem viðurkenndi nýverið ólöglegt athæfi í tengslum við góðgerðasamtök sín, væri skýrt dæmi um af hverju sitjandi forsetar ættu að vera alfarið ónæmir gagnvart lögsóknum.Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur túlkað lög á þann hátt að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta fyrir alríkisglæp. Það lögfræðiálit bindur ekki hendur saksóknarar einstakra ríkja.Ekki eina málið Þetta er ekki eina málið varðandi skattskýrslur Trump sem stefna á Hæstarétt Bandaríkjanna. Dómarar hafa í öðru máli komist að þeirri niðurstöðu að þingmenn eigi rétt á aðgengi að skattaskýrslum Trump og stendur til að biðja Hæstarétt einnig um að koma að því máli. Því þykir líklegt að Hæstiréttur, þar sem dómarar tilnefndir af Repúblikönum eru í meirihluta og Trump sjálfur hefur tilnefnt tvo, muni taka málin til skoðunar. Það mun væntanlega koma í ljós á næstu vikum hvaða ákvörðun verður tekin. Trump hefur aldrei birt skattskýrslur sínar, eins og áratuga löng hefð er fyrir að forsetaframbjóðendur í bandaríkjunum gera, og hefur hann þar að auki barist með kjafti og klóm gegn öllum tilraunum til að draga þær fram í dagsljósið. Þá hefur hann ekki slitið sig frá fyrirtæki sínu og þeirri starfsemi sem kemur rekstri ríkisins ekki við, þó hann hafi sagst hafa gert það. Hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg gagnrýndi Trump í viðtali fyrir forsetakosningarnar 2016, samkvæmt Washington Post, og sagðist ekki skilja hvernig hann hafi komist upp með það að opinbera ekki skattskýrslur sínar. Seinna sagði hún að hún hefði ekki átt að tjá sig um frambjóðandann. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56 Lögmaður Trump segir ekki hægt að ákæra hann fyrir morð Lagakenninguna setti persónulegur lögmaður Bandaríkjaforseta fram í máli sem varðar skattskýrslur hans og þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonu. 24. október 2019 10:45 Skattskýrslur Trump skulu afhentar saksóknurum Dómari taldi rök Trump um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsókn andstæð stjórnarskipan og gildum Bandaríkjanna. 7. október 2019 13:31 Enn tapar Trump fyrir dómi varðandi skattskýrslur Áfrýjunardómstóll úrskurðaði saksóknurum sem krefjast skattskýrslna Trump Bandaríkjaforseta í vil. Fastlega er búist við því að forsetinn áfrýi alla leið til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 4. nóvember 2019 16:01 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Fleiri fréttir Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að Hæstiréttur landsins komi í veg fyrir að saksóknarar fái aðgang að skattskýrslum hans. Málið þykir markvert fyrir margar sakir og er talið muna reyna verulega á völd forsetans, stjórnarskrána og stöðu dómstólsins sjálfs. Saksóknari í Manhattan hefur nú um nokkuð skeið reynt að koma höndum yfir skattskýrslur Trump sem ná yfir undanfarin átta ár og þá frá endurskoðendafyrirtæki hans. Forsetinn höfðaði mál til að koma í veg fyrir afhendingu gagnanna en síðan þá hafa dómarar tveggja dómstiga úrskurðað gegn honum og sagt að endurskoðendafyrirtækinu beri að afhenda gögnin. Forsvarsmenn fyrirtækisins samþykktu að bíða með að afhenda skýrslurnar á meðan lögmenn Trump báðu Hæstarétt um að taka málið til skoðunar. Neiti dómurinn að taka málið fyrir, mun fyrirtækið afhenda gögnin. Í kröfunni til Hæstaréttar skrifaði Jay Seklow, einn af lögmönnum Trump, að þetta væri í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar sem ríkissaksóknarar hefðu hafið glæparannsókn gegn forseta Bandaríkjanna og beitt hann þvingunum. Hann sagði einnig að stefnan um skattskýrslur forsetans, sem viðurkenndi nýverið ólöglegt athæfi í tengslum við góðgerðasamtök sín, væri skýrt dæmi um af hverju sitjandi forsetar ættu að vera alfarið ónæmir gagnvart lögsóknum.Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur túlkað lög á þann hátt að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta fyrir alríkisglæp. Það lögfræðiálit bindur ekki hendur saksóknarar einstakra ríkja.Ekki eina málið Þetta er ekki eina málið varðandi skattskýrslur Trump sem stefna á Hæstarétt Bandaríkjanna. Dómarar hafa í öðru máli komist að þeirri niðurstöðu að þingmenn eigi rétt á aðgengi að skattaskýrslum Trump og stendur til að biðja Hæstarétt einnig um að koma að því máli. Því þykir líklegt að Hæstiréttur, þar sem dómarar tilnefndir af Repúblikönum eru í meirihluta og Trump sjálfur hefur tilnefnt tvo, muni taka málin til skoðunar. Það mun væntanlega koma í ljós á næstu vikum hvaða ákvörðun verður tekin. Trump hefur aldrei birt skattskýrslur sínar, eins og áratuga löng hefð er fyrir að forsetaframbjóðendur í bandaríkjunum gera, og hefur hann þar að auki barist með kjafti og klóm gegn öllum tilraunum til að draga þær fram í dagsljósið. Þá hefur hann ekki slitið sig frá fyrirtæki sínu og þeirri starfsemi sem kemur rekstri ríkisins ekki við, þó hann hafi sagst hafa gert það. Hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg gagnrýndi Trump í viðtali fyrir forsetakosningarnar 2016, samkvæmt Washington Post, og sagðist ekki skilja hvernig hann hafi komist upp með það að opinbera ekki skattskýrslur sínar. Seinna sagði hún að hún hefði ekki átt að tjá sig um frambjóðandann.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56 Lögmaður Trump segir ekki hægt að ákæra hann fyrir morð Lagakenninguna setti persónulegur lögmaður Bandaríkjaforseta fram í máli sem varðar skattskýrslur hans og þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonu. 24. október 2019 10:45 Skattskýrslur Trump skulu afhentar saksóknurum Dómari taldi rök Trump um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsókn andstæð stjórnarskipan og gildum Bandaríkjanna. 7. október 2019 13:31 Enn tapar Trump fyrir dómi varðandi skattskýrslur Áfrýjunardómstóll úrskurðaði saksóknurum sem krefjast skattskýrslna Trump Bandaríkjaforseta í vil. Fastlega er búist við því að forsetinn áfrýi alla leið til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 4. nóvember 2019 16:01 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Fleiri fréttir Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Sjá meira
Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56
Lögmaður Trump segir ekki hægt að ákæra hann fyrir morð Lagakenninguna setti persónulegur lögmaður Bandaríkjaforseta fram í máli sem varðar skattskýrslur hans og þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonu. 24. október 2019 10:45
Skattskýrslur Trump skulu afhentar saksóknurum Dómari taldi rök Trump um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsókn andstæð stjórnarskipan og gildum Bandaríkjanna. 7. október 2019 13:31
Enn tapar Trump fyrir dómi varðandi skattskýrslur Áfrýjunardómstóll úrskurðaði saksóknurum sem krefjast skattskýrslna Trump Bandaríkjaforseta í vil. Fastlega er búist við því að forsetinn áfrýi alla leið til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 4. nóvember 2019 16:01