Biðlar til Hæstaréttar til að verja skattskýrslur sínar Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2019 09:47 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að Hæstiréttur landsins komi í veg fyrir að saksóknarar fái aðgang að skattskýrslum hans. Málið þykir markvert fyrir margar sakir og er talið muna reyna verulega á völd forsetans, stjórnarskrána og stöðu dómstólsins sjálfs. Saksóknari í Manhattan hefur nú um nokkuð skeið reynt að koma höndum yfir skattskýrslur Trump sem ná yfir undanfarin átta ár og þá frá endurskoðendafyrirtæki hans. Forsetinn höfðaði mál til að koma í veg fyrir afhendingu gagnanna en síðan þá hafa dómarar tveggja dómstiga úrskurðað gegn honum og sagt að endurskoðendafyrirtækinu beri að afhenda gögnin. Forsvarsmenn fyrirtækisins samþykktu að bíða með að afhenda skýrslurnar á meðan lögmenn Trump báðu Hæstarétt um að taka málið til skoðunar. Neiti dómurinn að taka málið fyrir, mun fyrirtækið afhenda gögnin. Í kröfunni til Hæstaréttar skrifaði Jay Seklow, einn af lögmönnum Trump, að þetta væri í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar sem ríkissaksóknarar hefðu hafið glæparannsókn gegn forseta Bandaríkjanna og beitt hann þvingunum. Hann sagði einnig að stefnan um skattskýrslur forsetans, sem viðurkenndi nýverið ólöglegt athæfi í tengslum við góðgerðasamtök sín, væri skýrt dæmi um af hverju sitjandi forsetar ættu að vera alfarið ónæmir gagnvart lögsóknum.Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur túlkað lög á þann hátt að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta fyrir alríkisglæp. Það lögfræðiálit bindur ekki hendur saksóknarar einstakra ríkja.Ekki eina málið Þetta er ekki eina málið varðandi skattskýrslur Trump sem stefna á Hæstarétt Bandaríkjanna. Dómarar hafa í öðru máli komist að þeirri niðurstöðu að þingmenn eigi rétt á aðgengi að skattaskýrslum Trump og stendur til að biðja Hæstarétt einnig um að koma að því máli. Því þykir líklegt að Hæstiréttur, þar sem dómarar tilnefndir af Repúblikönum eru í meirihluta og Trump sjálfur hefur tilnefnt tvo, muni taka málin til skoðunar. Það mun væntanlega koma í ljós á næstu vikum hvaða ákvörðun verður tekin. Trump hefur aldrei birt skattskýrslur sínar, eins og áratuga löng hefð er fyrir að forsetaframbjóðendur í bandaríkjunum gera, og hefur hann þar að auki barist með kjafti og klóm gegn öllum tilraunum til að draga þær fram í dagsljósið. Þá hefur hann ekki slitið sig frá fyrirtæki sínu og þeirri starfsemi sem kemur rekstri ríkisins ekki við, þó hann hafi sagst hafa gert það. Hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg gagnrýndi Trump í viðtali fyrir forsetakosningarnar 2016, samkvæmt Washington Post, og sagðist ekki skilja hvernig hann hafi komist upp með það að opinbera ekki skattskýrslur sínar. Seinna sagði hún að hún hefði ekki átt að tjá sig um frambjóðandann. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56 Lögmaður Trump segir ekki hægt að ákæra hann fyrir morð Lagakenninguna setti persónulegur lögmaður Bandaríkjaforseta fram í máli sem varðar skattskýrslur hans og þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonu. 24. október 2019 10:45 Skattskýrslur Trump skulu afhentar saksóknurum Dómari taldi rök Trump um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsókn andstæð stjórnarskipan og gildum Bandaríkjanna. 7. október 2019 13:31 Enn tapar Trump fyrir dómi varðandi skattskýrslur Áfrýjunardómstóll úrskurðaði saksóknurum sem krefjast skattskýrslna Trump Bandaríkjaforseta í vil. Fastlega er búist við því að forsetinn áfrýi alla leið til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 4. nóvember 2019 16:01 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að Hæstiréttur landsins komi í veg fyrir að saksóknarar fái aðgang að skattskýrslum hans. Málið þykir markvert fyrir margar sakir og er talið muna reyna verulega á völd forsetans, stjórnarskrána og stöðu dómstólsins sjálfs. Saksóknari í Manhattan hefur nú um nokkuð skeið reynt að koma höndum yfir skattskýrslur Trump sem ná yfir undanfarin átta ár og þá frá endurskoðendafyrirtæki hans. Forsetinn höfðaði mál til að koma í veg fyrir afhendingu gagnanna en síðan þá hafa dómarar tveggja dómstiga úrskurðað gegn honum og sagt að endurskoðendafyrirtækinu beri að afhenda gögnin. Forsvarsmenn fyrirtækisins samþykktu að bíða með að afhenda skýrslurnar á meðan lögmenn Trump báðu Hæstarétt um að taka málið til skoðunar. Neiti dómurinn að taka málið fyrir, mun fyrirtækið afhenda gögnin. Í kröfunni til Hæstaréttar skrifaði Jay Seklow, einn af lögmönnum Trump, að þetta væri í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar sem ríkissaksóknarar hefðu hafið glæparannsókn gegn forseta Bandaríkjanna og beitt hann þvingunum. Hann sagði einnig að stefnan um skattskýrslur forsetans, sem viðurkenndi nýverið ólöglegt athæfi í tengslum við góðgerðasamtök sín, væri skýrt dæmi um af hverju sitjandi forsetar ættu að vera alfarið ónæmir gagnvart lögsóknum.Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur túlkað lög á þann hátt að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta fyrir alríkisglæp. Það lögfræðiálit bindur ekki hendur saksóknarar einstakra ríkja.Ekki eina málið Þetta er ekki eina málið varðandi skattskýrslur Trump sem stefna á Hæstarétt Bandaríkjanna. Dómarar hafa í öðru máli komist að þeirri niðurstöðu að þingmenn eigi rétt á aðgengi að skattaskýrslum Trump og stendur til að biðja Hæstarétt einnig um að koma að því máli. Því þykir líklegt að Hæstiréttur, þar sem dómarar tilnefndir af Repúblikönum eru í meirihluta og Trump sjálfur hefur tilnefnt tvo, muni taka málin til skoðunar. Það mun væntanlega koma í ljós á næstu vikum hvaða ákvörðun verður tekin. Trump hefur aldrei birt skattskýrslur sínar, eins og áratuga löng hefð er fyrir að forsetaframbjóðendur í bandaríkjunum gera, og hefur hann þar að auki barist með kjafti og klóm gegn öllum tilraunum til að draga þær fram í dagsljósið. Þá hefur hann ekki slitið sig frá fyrirtæki sínu og þeirri starfsemi sem kemur rekstri ríkisins ekki við, þó hann hafi sagst hafa gert það. Hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg gagnrýndi Trump í viðtali fyrir forsetakosningarnar 2016, samkvæmt Washington Post, og sagðist ekki skilja hvernig hann hafi komist upp með það að opinbera ekki skattskýrslur sínar. Seinna sagði hún að hún hefði ekki átt að tjá sig um frambjóðandann.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56 Lögmaður Trump segir ekki hægt að ákæra hann fyrir morð Lagakenninguna setti persónulegur lögmaður Bandaríkjaforseta fram í máli sem varðar skattskýrslur hans og þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonu. 24. október 2019 10:45 Skattskýrslur Trump skulu afhentar saksóknurum Dómari taldi rök Trump um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsókn andstæð stjórnarskipan og gildum Bandaríkjanna. 7. október 2019 13:31 Enn tapar Trump fyrir dómi varðandi skattskýrslur Áfrýjunardómstóll úrskurðaði saksóknurum sem krefjast skattskýrslna Trump Bandaríkjaforseta í vil. Fastlega er búist við því að forsetinn áfrýi alla leið til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 4. nóvember 2019 16:01 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56
Lögmaður Trump segir ekki hægt að ákæra hann fyrir morð Lagakenninguna setti persónulegur lögmaður Bandaríkjaforseta fram í máli sem varðar skattskýrslur hans og þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonu. 24. október 2019 10:45
Skattskýrslur Trump skulu afhentar saksóknurum Dómari taldi rök Trump um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsókn andstæð stjórnarskipan og gildum Bandaríkjanna. 7. október 2019 13:31
Enn tapar Trump fyrir dómi varðandi skattskýrslur Áfrýjunardómstóll úrskurðaði saksóknurum sem krefjast skattskýrslna Trump Bandaríkjaforseta í vil. Fastlega er búist við því að forsetinn áfrýi alla leið til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 4. nóvember 2019 16:01