Tíu heimsmeistarar í skák keppa á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. nóvember 2019 12:00 Veglegt mótsblað og afmælisblað Skákfélags Selfoss og nágrennis verður gefið út í tengslum við mótið. Skákfélag Selfoss og nágrennis Tíu heimsmeistarar í skák munu keppa á risa alþjóðlegri skákhátíð, sem hefst á Selfossi mánudagskvöldið 18. nóvember. Skákmótið er haldið í tilefni af 30 ára afmæli Skákfélags Selfoss og nágrennis (SSON) og heitir Ísey Skyr skákhátíðin á Selfossi og fer fram á Hótel Selfossi dagana 18. til 29. nóvember. Tíu heimsmeistarar, íslenskir og erlendir taka þátt í skákmótinu. Oddgeir Ágúst Ottesen er framkvæmdastjóri mótsins og félagi í Skákfélagi Selfoss og nágrennis sem fagnar eins og áður segir 30 ára afmæli. „Vegna þessa tímamóta þá ákvað stjórn Skákfélags Selfoss og nágrennis að halda mikla skákhátíð, alþjóðlega skákhátíð. Einn af aðal viðburðunum er heimsmeistaramót en þá bjóðum við tíu fyrrverandi heimsmeisturum til að koma og tefla á skákmótinu, allir við alla. Ein aðal hugsunin við það er að minnast þess að Íslendingar hafa eignast fjóra heimsmeistara í skák“, segir Oddgeir. Oddgeir segir mjög merkilegt að lítil þjóð eins og Ísland eigi fjóra heimsmeistara í skák. Þrír af þeim, Hannes Hlífar, Héðinn Steingrímsson og Helgi Áss Grétarsson, munu taka þátt í mótinu á Selfossi. Svo munu sjö heimsmeistarar frá fjórum heimsálfum koma á Selfoss til að taka þátt í mótinu, þar af tvær konur, Dinara Saduakassova frá Kazakstan, sem er þrefaldur heimsmeistari og Sarasadat Khademalsharie frá Íran, sem er með þeim allra bestu. Oddgeir Ágúst Ottesen er framkvæmdastjóri mótsins.EinkasafnEn er ekki gaman að undirbúa og taka þátt í svona stóru skákmóti? „Jú, það er gaman en það er líka mjög mikil vinna. Við gefum út veglegt afmælisblað með skemmtilegum greinum, m.a. viðtal við Friðrik Ólafsson og viðtal við keppendur og margar, margar áhugaverðar greinar í því“. Samhliða mótinu verður Suðurlandsmeistaramót í Skák haldið þar sem keppt verður um glæsilegan farandbikar, sem Sigga á Grund, útskurðarmeistari hefur skorið út. Einnig verður haldið málþing um stöðu skákíþróttarinnar. Oddgeir segir að allir séu velkomnir að fylgjast með mótinu á Hótel Selfossi og þar verði reglulega skákskýringar. Skákfélag Selfoss og nágrennis fagnar 30 ára afmæli þessa dagana. Formaður félagsins er Björgvin S. Guðmundsson.Skákmótið fer fram á Hótel Selfossi þar sem allir eru velkomnir að mæta til að fylgjast með mótinu. Árborg Skák Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Sjá meira
Tíu heimsmeistarar í skák munu keppa á risa alþjóðlegri skákhátíð, sem hefst á Selfossi mánudagskvöldið 18. nóvember. Skákmótið er haldið í tilefni af 30 ára afmæli Skákfélags Selfoss og nágrennis (SSON) og heitir Ísey Skyr skákhátíðin á Selfossi og fer fram á Hótel Selfossi dagana 18. til 29. nóvember. Tíu heimsmeistarar, íslenskir og erlendir taka þátt í skákmótinu. Oddgeir Ágúst Ottesen er framkvæmdastjóri mótsins og félagi í Skákfélagi Selfoss og nágrennis sem fagnar eins og áður segir 30 ára afmæli. „Vegna þessa tímamóta þá ákvað stjórn Skákfélags Selfoss og nágrennis að halda mikla skákhátíð, alþjóðlega skákhátíð. Einn af aðal viðburðunum er heimsmeistaramót en þá bjóðum við tíu fyrrverandi heimsmeisturum til að koma og tefla á skákmótinu, allir við alla. Ein aðal hugsunin við það er að minnast þess að Íslendingar hafa eignast fjóra heimsmeistara í skák“, segir Oddgeir. Oddgeir segir mjög merkilegt að lítil þjóð eins og Ísland eigi fjóra heimsmeistara í skák. Þrír af þeim, Hannes Hlífar, Héðinn Steingrímsson og Helgi Áss Grétarsson, munu taka þátt í mótinu á Selfossi. Svo munu sjö heimsmeistarar frá fjórum heimsálfum koma á Selfoss til að taka þátt í mótinu, þar af tvær konur, Dinara Saduakassova frá Kazakstan, sem er þrefaldur heimsmeistari og Sarasadat Khademalsharie frá Íran, sem er með þeim allra bestu. Oddgeir Ágúst Ottesen er framkvæmdastjóri mótsins.EinkasafnEn er ekki gaman að undirbúa og taka þátt í svona stóru skákmóti? „Jú, það er gaman en það er líka mjög mikil vinna. Við gefum út veglegt afmælisblað með skemmtilegum greinum, m.a. viðtal við Friðrik Ólafsson og viðtal við keppendur og margar, margar áhugaverðar greinar í því“. Samhliða mótinu verður Suðurlandsmeistaramót í Skák haldið þar sem keppt verður um glæsilegan farandbikar, sem Sigga á Grund, útskurðarmeistari hefur skorið út. Einnig verður haldið málþing um stöðu skákíþróttarinnar. Oddgeir segir að allir séu velkomnir að fylgjast með mótinu á Hótel Selfossi og þar verði reglulega skákskýringar. Skákfélag Selfoss og nágrennis fagnar 30 ára afmæli þessa dagana. Formaður félagsins er Björgvin S. Guðmundsson.Skákmótið fer fram á Hótel Selfossi þar sem allir eru velkomnir að mæta til að fylgjast með mótinu.
Árborg Skák Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Sjá meira