Andrés Bretaprins hafnar ásökunum um nauðgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. nóvember 2019 09:39 Andrés prins. Vísir/Getty Andrés Bretaprins, hertoginn af Jórvík og sonur Elísabetar Englandsdrottningar, hafnar alfarið ásökunum bandarískrar konu á hendur honum. Hún segist hafa verið undir lögaldri þegar prinsinn á að hafa neytt hana til þess að stunda með honum kynlíf, og þannig nauðgað henni. Prinsinn var til viðtals hjá breska ríkissjónvarpinu í gær, þar sem hann svaraði meðal annars spurningum um meint tengsl sín við barnaníðinginn og viðskiptajöfurinn Jeffrey Epstein, auk þess sem hann hafnaði ásökunum hinnar bandarísku Virginiu Giuffre. Giuffre, sem gekk undir nafninu Virginia Roberts þegar hin meintu brot prinsins á henni eiga að hafa átt sér stað, segist alls þrisvar hafa verið látin stunda samfarir við Andrés á árunum 2001 og 2002. Segist hún hafa verið 17 ára þegar brotin hófust. Hún segir brot prinsins gegn sér hafa átt sér stað í London, New-York og á einkaeyja Epstein í Bandarísku Jómfrúaeyjum. „Ég man ekki eftir að hafa hitt þessa konu. Bara alls ekki,“ sagði prinsinn í viðtalinu við BBC. Þá sagði Andrés meðal annars að framburður Giuffre um að prinsinn hefði „svitnað ákaflega mikið“ þegar þau dönsuðu á skemmtistað geti ekki staðist, hann sé nefnilega haldinn kvilla sem veldur því að hann geti einfaldlega ekki svitnað. Mikið hefur verið rætt og ritað um viðtalið í Bretlandi en fjölmiðlar þar í landi telja viðtalið hafa verið misheppnað og illa úthugsað skref hjá prinsinum. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan. Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Kynferðisofbeldi Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Konungsfjölskyldan segir ásakanir á hendur Andrési prins vera andstyggilegar Andrés prins segist vera hneykslaður á ásökunum um að hann hafi framið kynferðisbrot eftir að breski fjölmiðillinn Mail on Sunday birti myndir af honum og auðkýfinginum Jeffrey Epstein sem teknar voru á heimili Epstein árið 2010. 19. ágúst 2019 07:20 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Sjá meira
Andrés Bretaprins, hertoginn af Jórvík og sonur Elísabetar Englandsdrottningar, hafnar alfarið ásökunum bandarískrar konu á hendur honum. Hún segist hafa verið undir lögaldri þegar prinsinn á að hafa neytt hana til þess að stunda með honum kynlíf, og þannig nauðgað henni. Prinsinn var til viðtals hjá breska ríkissjónvarpinu í gær, þar sem hann svaraði meðal annars spurningum um meint tengsl sín við barnaníðinginn og viðskiptajöfurinn Jeffrey Epstein, auk þess sem hann hafnaði ásökunum hinnar bandarísku Virginiu Giuffre. Giuffre, sem gekk undir nafninu Virginia Roberts þegar hin meintu brot prinsins á henni eiga að hafa átt sér stað, segist alls þrisvar hafa verið látin stunda samfarir við Andrés á árunum 2001 og 2002. Segist hún hafa verið 17 ára þegar brotin hófust. Hún segir brot prinsins gegn sér hafa átt sér stað í London, New-York og á einkaeyja Epstein í Bandarísku Jómfrúaeyjum. „Ég man ekki eftir að hafa hitt þessa konu. Bara alls ekki,“ sagði prinsinn í viðtalinu við BBC. Þá sagði Andrés meðal annars að framburður Giuffre um að prinsinn hefði „svitnað ákaflega mikið“ þegar þau dönsuðu á skemmtistað geti ekki staðist, hann sé nefnilega haldinn kvilla sem veldur því að hann geti einfaldlega ekki svitnað. Mikið hefur verið rætt og ritað um viðtalið í Bretlandi en fjölmiðlar þar í landi telja viðtalið hafa verið misheppnað og illa úthugsað skref hjá prinsinum. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Kynferðisofbeldi Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Konungsfjölskyldan segir ásakanir á hendur Andrési prins vera andstyggilegar Andrés prins segist vera hneykslaður á ásökunum um að hann hafi framið kynferðisbrot eftir að breski fjölmiðillinn Mail on Sunday birti myndir af honum og auðkýfinginum Jeffrey Epstein sem teknar voru á heimili Epstein árið 2010. 19. ágúst 2019 07:20 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Sjá meira
Konungsfjölskyldan segir ásakanir á hendur Andrési prins vera andstyggilegar Andrés prins segist vera hneykslaður á ásökunum um að hann hafi framið kynferðisbrot eftir að breski fjölmiðillinn Mail on Sunday birti myndir af honum og auðkýfinginum Jeffrey Epstein sem teknar voru á heimili Epstein árið 2010. 19. ágúst 2019 07:20