Þar spjalla þeir einfaldlega saman í fimmtíu mínútur og sitja hvor á móti öðrum.
Samtalið fer víða og meðal annars ræða þeir um nýjustu verkefni sín og ferilinn í heild sinni. Pitt fer til að mynda ítarlega yfir samband sitt við leikstjórann Quentin Tarantino en hann fór með eitt af aðalhlutverkunum í nýjustu mynd hans Once Upon a Time ... in Hollywood.
Sandler þekkir Tarantino einnig nokkuð vel en þeir störfuðu lítillega saman á sínum tíma í Saturday Night Live.
Samtal leikaranna hefur slegið í gegn á YouTube og þegar þessi grein er skrifuð hefur verið horft á myndbandið 1,3 milljón sinnum.