Þagði í heilt ár eftir að þau fluttu Stefán Árni Pálsson skrifar 18. nóvember 2019 15:45 Konráð Pálmason flutti til Svíþjóðar með eiginkonu sinni og þremur drengjum árið 2016. „Þetta var náttúrlega áskorun fyrir krakkana að flytja,” segir Konráð Pálmason sem flutti til Svíþjóðar ásamt eiginkonu sinni Elínu Elísabetu Torfadóttur og þremur drengjum sumarið 2016. Lóa Pind heimsótti fjölskylduna í 2. þætti af Hvar er best að búa? á Stöð 2 í gærkvöldi. Strákarnir þrír eru í dag 6, 8 og 12 ára og tókust á við þessar nýju aðstæður hver með sínum hætti. Arnór, sem er 8 ára málglaður og vel gefinn piltur, lýsir því í myndskeiðinu sem hér fylgir úr þætti gærkvöldsins hvernig hann þagði fyrsta árið í skólanum. „Ég talaði ekki neitt, skildi ekki neitt, nýfluttur, búin að vera þarna í kannski hálfan mánuð, kunni bara að segja kúkalabbi,” segir hann sposkur á svip. Hann þagði allan fyrsta veturinn í skólanum, vildi ekki tala fyrr en hann var búinn að ná tökum á tungumálinu, segir pabbi hans. Í þriðja þætti, sem verður á dagskrá næsta sunnudag, heimsækir Lóa Pind ásamt myndatökumanni íslenskan feminista og flakkara sem gerðist múslimi rúmlega tvítug, giftist seinna marokkóskum manni og þau eiga nú fjórar dætur, 3ja ára og yngri. Og höfðu opnað kaffihús í gömlu medínunni í Essaouira viku áður en sjónvarpsteymið mætti í heimsókn. Hvar er best að búa? er 8 þátta röð, fjórir þættir verða sýndir fyrir jól og fjórir eftir. Þar heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur í 9 löndum í fjórum heimsálfum. Fólk sem lét drauminn um að búa í útlöndum rætast, m.a. fjölskyldu sem er að byggja draumahús á Balí, flugvirkja og markþjálfa í Englandi, eldri borgara sem njóta lífsins á Spáni, fyrrverandi lögregluþjón og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur og hjón sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumenn eru Lúðvík Páll Lúðvíksson og Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Þór Chelbat, Tumi Bjartur Valdimarsson og Guðni Hilmar Halldórsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
„Þetta var náttúrlega áskorun fyrir krakkana að flytja,” segir Konráð Pálmason sem flutti til Svíþjóðar ásamt eiginkonu sinni Elínu Elísabetu Torfadóttur og þremur drengjum sumarið 2016. Lóa Pind heimsótti fjölskylduna í 2. þætti af Hvar er best að búa? á Stöð 2 í gærkvöldi. Strákarnir þrír eru í dag 6, 8 og 12 ára og tókust á við þessar nýju aðstæður hver með sínum hætti. Arnór, sem er 8 ára málglaður og vel gefinn piltur, lýsir því í myndskeiðinu sem hér fylgir úr þætti gærkvöldsins hvernig hann þagði fyrsta árið í skólanum. „Ég talaði ekki neitt, skildi ekki neitt, nýfluttur, búin að vera þarna í kannski hálfan mánuð, kunni bara að segja kúkalabbi,” segir hann sposkur á svip. Hann þagði allan fyrsta veturinn í skólanum, vildi ekki tala fyrr en hann var búinn að ná tökum á tungumálinu, segir pabbi hans. Í þriðja þætti, sem verður á dagskrá næsta sunnudag, heimsækir Lóa Pind ásamt myndatökumanni íslenskan feminista og flakkara sem gerðist múslimi rúmlega tvítug, giftist seinna marokkóskum manni og þau eiga nú fjórar dætur, 3ja ára og yngri. Og höfðu opnað kaffihús í gömlu medínunni í Essaouira viku áður en sjónvarpsteymið mætti í heimsókn. Hvar er best að búa? er 8 þátta röð, fjórir þættir verða sýndir fyrir jól og fjórir eftir. Þar heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur í 9 löndum í fjórum heimsálfum. Fólk sem lét drauminn um að búa í útlöndum rætast, m.a. fjölskyldu sem er að byggja draumahús á Balí, flugvirkja og markþjálfa í Englandi, eldri borgara sem njóta lífsins á Spáni, fyrrverandi lögregluþjón og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur og hjón sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumenn eru Lúðvík Páll Lúðvíksson og Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Þór Chelbat, Tumi Bjartur Valdimarsson og Guðni Hilmar Halldórsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira