Þagði í heilt ár eftir að þau fluttu Stefán Árni Pálsson skrifar 18. nóvember 2019 15:45 Konráð Pálmason flutti til Svíþjóðar með eiginkonu sinni og þremur drengjum árið 2016. „Þetta var náttúrlega áskorun fyrir krakkana að flytja,” segir Konráð Pálmason sem flutti til Svíþjóðar ásamt eiginkonu sinni Elínu Elísabetu Torfadóttur og þremur drengjum sumarið 2016. Lóa Pind heimsótti fjölskylduna í 2. þætti af Hvar er best að búa? á Stöð 2 í gærkvöldi. Strákarnir þrír eru í dag 6, 8 og 12 ára og tókust á við þessar nýju aðstæður hver með sínum hætti. Arnór, sem er 8 ára málglaður og vel gefinn piltur, lýsir því í myndskeiðinu sem hér fylgir úr þætti gærkvöldsins hvernig hann þagði fyrsta árið í skólanum. „Ég talaði ekki neitt, skildi ekki neitt, nýfluttur, búin að vera þarna í kannski hálfan mánuð, kunni bara að segja kúkalabbi,” segir hann sposkur á svip. Hann þagði allan fyrsta veturinn í skólanum, vildi ekki tala fyrr en hann var búinn að ná tökum á tungumálinu, segir pabbi hans. Í þriðja þætti, sem verður á dagskrá næsta sunnudag, heimsækir Lóa Pind ásamt myndatökumanni íslenskan feminista og flakkara sem gerðist múslimi rúmlega tvítug, giftist seinna marokkóskum manni og þau eiga nú fjórar dætur, 3ja ára og yngri. Og höfðu opnað kaffihús í gömlu medínunni í Essaouira viku áður en sjónvarpsteymið mætti í heimsókn. Hvar er best að búa? er 8 þátta röð, fjórir þættir verða sýndir fyrir jól og fjórir eftir. Þar heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur í 9 löndum í fjórum heimsálfum. Fólk sem lét drauminn um að búa í útlöndum rætast, m.a. fjölskyldu sem er að byggja draumahús á Balí, flugvirkja og markþjálfa í Englandi, eldri borgara sem njóta lífsins á Spáni, fyrrverandi lögregluþjón og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur og hjón sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumenn eru Lúðvík Páll Lúðvíksson og Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Þór Chelbat, Tumi Bjartur Valdimarsson og Guðni Hilmar Halldórsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
„Þetta var náttúrlega áskorun fyrir krakkana að flytja,” segir Konráð Pálmason sem flutti til Svíþjóðar ásamt eiginkonu sinni Elínu Elísabetu Torfadóttur og þremur drengjum sumarið 2016. Lóa Pind heimsótti fjölskylduna í 2. þætti af Hvar er best að búa? á Stöð 2 í gærkvöldi. Strákarnir þrír eru í dag 6, 8 og 12 ára og tókust á við þessar nýju aðstæður hver með sínum hætti. Arnór, sem er 8 ára málglaður og vel gefinn piltur, lýsir því í myndskeiðinu sem hér fylgir úr þætti gærkvöldsins hvernig hann þagði fyrsta árið í skólanum. „Ég talaði ekki neitt, skildi ekki neitt, nýfluttur, búin að vera þarna í kannski hálfan mánuð, kunni bara að segja kúkalabbi,” segir hann sposkur á svip. Hann þagði allan fyrsta veturinn í skólanum, vildi ekki tala fyrr en hann var búinn að ná tökum á tungumálinu, segir pabbi hans. Í þriðja þætti, sem verður á dagskrá næsta sunnudag, heimsækir Lóa Pind ásamt myndatökumanni íslenskan feminista og flakkara sem gerðist múslimi rúmlega tvítug, giftist seinna marokkóskum manni og þau eiga nú fjórar dætur, 3ja ára og yngri. Og höfðu opnað kaffihús í gömlu medínunni í Essaouira viku áður en sjónvarpsteymið mætti í heimsókn. Hvar er best að búa? er 8 þátta röð, fjórir þættir verða sýndir fyrir jól og fjórir eftir. Þar heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur í 9 löndum í fjórum heimsálfum. Fólk sem lét drauminn um að búa í útlöndum rætast, m.a. fjölskyldu sem er að byggja draumahús á Balí, flugvirkja og markþjálfa í Englandi, eldri borgara sem njóta lífsins á Spáni, fyrrverandi lögregluþjón og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur og hjón sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumenn eru Lúðvík Páll Lúðvíksson og Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Þór Chelbat, Tumi Bjartur Valdimarsson og Guðni Hilmar Halldórsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira