Krefst sex til átta ára fangelsisdóms yfir Alvari og Einari Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2019 11:29 Alvar Óskarsson og Einar Jökull eru meðal þriggja sem ákærðir eru fyrir amfetamínframleiðsluna. Vísir/Vilhelm Saksóknari í umfangsmiklu amfetamínsmáli krefst sex til átta ára fangelsis yfir Alvari Óskarssyni, Einari Jökli Einarssyni og Margeiri Pétri Jóhannssyni sem sæta ákæru fyrir amfetamínsframleiðslu í sumarbústaði í Borgarfirði. Málflutningur í málinu fór fram í morgun. Þeir Alvar og Einar Jökull fengu þunga dóma í Pólstjörnumálinu árið 2008. Einar Jökull var dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi en Alvar sjö ára fangeli. Margeir Pétur á ekki að baki sakaferil.RÚV hefur eftir Dagmar Ösp Vésteinsdóttur, saksóknara í málinu, að þremenningarnir ættu sér engar málsbætur. Brot þeirra væru alvarleg, þaulskipulögð og ávinningurinn af þeim hefði orðið mjög mikill hefðu þremenningarnir komið efnununm í verð. Framleiðslan var stöðvuð í aðgerð lögreglu 7. júní í sumar. Sama dag var umfangsmikil kannabisframleiðsla stöðvuð í Þykkvabæ. Lögreglan hafði haft málið til rannsóknar í tæpt hálft ár eftir að grunur vaknaði um að Alvar Óskarsson, einn hinna ákærðu, stæði að umfangsmikilli fíkniefnaframleiðslu. Þrír til viðbótar hafa þegar játað aðild sína að kannabisframleiðslunni í Þykkvabæ og hlotið skilorðsbundna dóma fyrir. Fjórði maður steig fram skömmu áður en málið fór fyrir dómstóla og tók á sig alla sök í málinu. Dagmar Ösp segir framburð þess manns mjög ósannfærandi og bæri þess merki að hann vissi lítið en hefði séð myndir af sumarbústaðnum þar sem framleiðslan fór fram. Maðurinn er góður félagi Alvars og Einars Jökuls. Þykir innkoma hans á þessu stigi málsins minna á mál tengdu Franklín Steiner árið 1997. Þá tók vinur Franklíns á sig sök en hlaut á endanum sjálfur dóm fyrir. Reikna má með því að dómur verði kveðinn upp í málinu fyrir jól. Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Dómsmál Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn komst ekki á útskriftina því hann er að keppa á Smáþjóðaleikunum Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira
Saksóknari í umfangsmiklu amfetamínsmáli krefst sex til átta ára fangelsis yfir Alvari Óskarssyni, Einari Jökli Einarssyni og Margeiri Pétri Jóhannssyni sem sæta ákæru fyrir amfetamínsframleiðslu í sumarbústaði í Borgarfirði. Málflutningur í málinu fór fram í morgun. Þeir Alvar og Einar Jökull fengu þunga dóma í Pólstjörnumálinu árið 2008. Einar Jökull var dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi en Alvar sjö ára fangeli. Margeir Pétur á ekki að baki sakaferil.RÚV hefur eftir Dagmar Ösp Vésteinsdóttur, saksóknara í málinu, að þremenningarnir ættu sér engar málsbætur. Brot þeirra væru alvarleg, þaulskipulögð og ávinningurinn af þeim hefði orðið mjög mikill hefðu þremenningarnir komið efnununm í verð. Framleiðslan var stöðvuð í aðgerð lögreglu 7. júní í sumar. Sama dag var umfangsmikil kannabisframleiðsla stöðvuð í Þykkvabæ. Lögreglan hafði haft málið til rannsóknar í tæpt hálft ár eftir að grunur vaknaði um að Alvar Óskarsson, einn hinna ákærðu, stæði að umfangsmikilli fíkniefnaframleiðslu. Þrír til viðbótar hafa þegar játað aðild sína að kannabisframleiðslunni í Þykkvabæ og hlotið skilorðsbundna dóma fyrir. Fjórði maður steig fram skömmu áður en málið fór fyrir dómstóla og tók á sig alla sök í málinu. Dagmar Ösp segir framburð þess manns mjög ósannfærandi og bæri þess merki að hann vissi lítið en hefði séð myndir af sumarbústaðnum þar sem framleiðslan fór fram. Maðurinn er góður félagi Alvars og Einars Jökuls. Þykir innkoma hans á þessu stigi málsins minna á mál tengdu Franklín Steiner árið 1997. Þá tók vinur Franklíns á sig sök en hlaut á endanum sjálfur dóm fyrir. Reikna má með því að dómur verði kveðinn upp í málinu fyrir jól.
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Dómsmál Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn komst ekki á útskriftina því hann er að keppa á Smáþjóðaleikunum Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira