Krefst sex til átta ára fangelsisdóms yfir Alvari og Einari Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2019 11:29 Alvar Óskarsson og Einar Jökull eru meðal þriggja sem ákærðir eru fyrir amfetamínframleiðsluna. Vísir/Vilhelm Saksóknari í umfangsmiklu amfetamínsmáli krefst sex til átta ára fangelsis yfir Alvari Óskarssyni, Einari Jökli Einarssyni og Margeiri Pétri Jóhannssyni sem sæta ákæru fyrir amfetamínsframleiðslu í sumarbústaði í Borgarfirði. Málflutningur í málinu fór fram í morgun. Þeir Alvar og Einar Jökull fengu þunga dóma í Pólstjörnumálinu árið 2008. Einar Jökull var dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi en Alvar sjö ára fangeli. Margeir Pétur á ekki að baki sakaferil.RÚV hefur eftir Dagmar Ösp Vésteinsdóttur, saksóknara í málinu, að þremenningarnir ættu sér engar málsbætur. Brot þeirra væru alvarleg, þaulskipulögð og ávinningurinn af þeim hefði orðið mjög mikill hefðu þremenningarnir komið efnununm í verð. Framleiðslan var stöðvuð í aðgerð lögreglu 7. júní í sumar. Sama dag var umfangsmikil kannabisframleiðsla stöðvuð í Þykkvabæ. Lögreglan hafði haft málið til rannsóknar í tæpt hálft ár eftir að grunur vaknaði um að Alvar Óskarsson, einn hinna ákærðu, stæði að umfangsmikilli fíkniefnaframleiðslu. Þrír til viðbótar hafa þegar játað aðild sína að kannabisframleiðslunni í Þykkvabæ og hlotið skilorðsbundna dóma fyrir. Fjórði maður steig fram skömmu áður en málið fór fyrir dómstóla og tók á sig alla sök í málinu. Dagmar Ösp segir framburð þess manns mjög ósannfærandi og bæri þess merki að hann vissi lítið en hefði séð myndir af sumarbústaðnum þar sem framleiðslan fór fram. Maðurinn er góður félagi Alvars og Einars Jökuls. Þykir innkoma hans á þessu stigi málsins minna á mál tengdu Franklín Steiner árið 1997. Þá tók vinur Franklíns á sig sök en hlaut á endanum sjálfur dóm fyrir. Reikna má með því að dómur verði kveðinn upp í málinu fyrir jól. Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Dómsmál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Saksóknari í umfangsmiklu amfetamínsmáli krefst sex til átta ára fangelsis yfir Alvari Óskarssyni, Einari Jökli Einarssyni og Margeiri Pétri Jóhannssyni sem sæta ákæru fyrir amfetamínsframleiðslu í sumarbústaði í Borgarfirði. Málflutningur í málinu fór fram í morgun. Þeir Alvar og Einar Jökull fengu þunga dóma í Pólstjörnumálinu árið 2008. Einar Jökull var dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi en Alvar sjö ára fangeli. Margeir Pétur á ekki að baki sakaferil.RÚV hefur eftir Dagmar Ösp Vésteinsdóttur, saksóknara í málinu, að þremenningarnir ættu sér engar málsbætur. Brot þeirra væru alvarleg, þaulskipulögð og ávinningurinn af þeim hefði orðið mjög mikill hefðu þremenningarnir komið efnununm í verð. Framleiðslan var stöðvuð í aðgerð lögreglu 7. júní í sumar. Sama dag var umfangsmikil kannabisframleiðsla stöðvuð í Þykkvabæ. Lögreglan hafði haft málið til rannsóknar í tæpt hálft ár eftir að grunur vaknaði um að Alvar Óskarsson, einn hinna ákærðu, stæði að umfangsmikilli fíkniefnaframleiðslu. Þrír til viðbótar hafa þegar játað aðild sína að kannabisframleiðslunni í Þykkvabæ og hlotið skilorðsbundna dóma fyrir. Fjórði maður steig fram skömmu áður en málið fór fyrir dómstóla og tók á sig alla sök í málinu. Dagmar Ösp segir framburð þess manns mjög ósannfærandi og bæri þess merki að hann vissi lítið en hefði séð myndir af sumarbústaðnum þar sem framleiðslan fór fram. Maðurinn er góður félagi Alvars og Einars Jökuls. Þykir innkoma hans á þessu stigi málsins minna á mál tengdu Franklín Steiner árið 1997. Þá tók vinur Franklíns á sig sök en hlaut á endanum sjálfur dóm fyrir. Reikna má með því að dómur verði kveðinn upp í málinu fyrir jól.
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Dómsmál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira