Unnsteinn stefnir Húsasmiðjunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2019 20:36 Unnsteinn sést hér í tónlistarmyndbandinu við lagið Glow, sem stefnan snýst um. Skjáskot/Youtube Unnsteinn Manuel Stefánsson tónlistarmaður hefur stefnt Húsasmiðjunni fyrir höfundarréttarbrot vegna lags sem fyrirtækið notaði í auglýsingaherferð. RÚV greindi frá málinu í fréttum sínum í kvöld. Málið er rakið í frétt RÚV. Þar kemur fram að auglýsingastofa á vegum Húsasmiðjunnar hafi óskað eftir því í fyrra að fá að nota hluta úr laginu Glow, sem Retro Stefson flytur og Unnsteinn samdi, í auglýsingaherferð. Samkomulag hafi ekki náðst um málið og Retro Stefson hafi því ekki gefið leyfi fyrir notkun lagsins. Herferðin hófst innan við mánuði síðar. Í henni var notuð tónlist sem Unnsteinn telur að sé bæði brot á höfundarrétti sínum og óheimil notkun á hugverki, að því er segir í frétt RÚV. Unnsteinn hefur því nú höfðað mál gegn Húsasmiðjunni og krefst þess að fá greiddar bætur. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Haft er eftir Smára Hilmarssyni lögmanni Húsasmiðjunnar í frétt RÚV að forsendur kröfunnar séu mjög hæpnar. Tónlistarmenn á vegum Húsasmiðjunnar hafi jafnframt verið fengnir til að greina líkindin og sagt þau ekki til staðar. Hér að neðan mátti sjá eina auglýsingu Húsasmiðjunnar úr herferðinni og hluta úr umræddu lagi. Húsasmiðjan hefur nú tekið auglýsinguna úr birtingu. Og í spilaranum hér að neðan má hlýða á lagið Glow með Retro Stefson.Unnsteinn hyggst ekki tjá sig um málið á meðan það er til meðferðar hjá dómstólum. Fréttastofa hefur sent fyrirspurn á lögmann hans, Magnús Hrafn Magnússon. Retro Stefson var um árabil ein vinsælasta hljómsveit landsins og umrætt lag, Glow, er eitt vinsælasta lag sveitarinnar. Retro Stefson lagði upp laupana árið 2016 en Unnsteinn, svo og aðrir meðlimir sveitarinnar, hefur verið nokkuð virkur í íslenskri tónlistarsenu síðan. Auglýsinga- og markaðsmál Dómsmál Tónlist Tengdar fréttir Húsasmiðjan sektuð um 400 þúsund krónur fyrir „Tax Free“-auglýsingu Neytendastofa taldi auglýsinguna villandi gagnvart neytendum. 15. október 2019 11:29 Unnsteinn og Ágústa selja endurnýjaða íbúð í miðborginni Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manúel Stefánsson og Ágústa Sveinsdóttir hafa sett glæsilega íbúð sína við Njálsgötu á söluskrá. 10. apríl 2018 10:30 Unnsteinn og Ágústa eignast strák Tónlistar- og sjónvarpsmaðurinn Unnsteinn Manúel Stefánsson og vöruhönnuðurinn Ágústa Sveinsdóttir eignuðust dreng nú á dögunum. 2. september 2018 15:48 Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Unnsteinn Manuel Stefánsson tónlistarmaður hefur stefnt Húsasmiðjunni fyrir höfundarréttarbrot vegna lags sem fyrirtækið notaði í auglýsingaherferð. RÚV greindi frá málinu í fréttum sínum í kvöld. Málið er rakið í frétt RÚV. Þar kemur fram að auglýsingastofa á vegum Húsasmiðjunnar hafi óskað eftir því í fyrra að fá að nota hluta úr laginu Glow, sem Retro Stefson flytur og Unnsteinn samdi, í auglýsingaherferð. Samkomulag hafi ekki náðst um málið og Retro Stefson hafi því ekki gefið leyfi fyrir notkun lagsins. Herferðin hófst innan við mánuði síðar. Í henni var notuð tónlist sem Unnsteinn telur að sé bæði brot á höfundarrétti sínum og óheimil notkun á hugverki, að því er segir í frétt RÚV. Unnsteinn hefur því nú höfðað mál gegn Húsasmiðjunni og krefst þess að fá greiddar bætur. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Haft er eftir Smára Hilmarssyni lögmanni Húsasmiðjunnar í frétt RÚV að forsendur kröfunnar séu mjög hæpnar. Tónlistarmenn á vegum Húsasmiðjunnar hafi jafnframt verið fengnir til að greina líkindin og sagt þau ekki til staðar. Hér að neðan mátti sjá eina auglýsingu Húsasmiðjunnar úr herferðinni og hluta úr umræddu lagi. Húsasmiðjan hefur nú tekið auglýsinguna úr birtingu. Og í spilaranum hér að neðan má hlýða á lagið Glow með Retro Stefson.Unnsteinn hyggst ekki tjá sig um málið á meðan það er til meðferðar hjá dómstólum. Fréttastofa hefur sent fyrirspurn á lögmann hans, Magnús Hrafn Magnússon. Retro Stefson var um árabil ein vinsælasta hljómsveit landsins og umrætt lag, Glow, er eitt vinsælasta lag sveitarinnar. Retro Stefson lagði upp laupana árið 2016 en Unnsteinn, svo og aðrir meðlimir sveitarinnar, hefur verið nokkuð virkur í íslenskri tónlistarsenu síðan.
Auglýsinga- og markaðsmál Dómsmál Tónlist Tengdar fréttir Húsasmiðjan sektuð um 400 þúsund krónur fyrir „Tax Free“-auglýsingu Neytendastofa taldi auglýsinguna villandi gagnvart neytendum. 15. október 2019 11:29 Unnsteinn og Ágústa selja endurnýjaða íbúð í miðborginni Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manúel Stefánsson og Ágústa Sveinsdóttir hafa sett glæsilega íbúð sína við Njálsgötu á söluskrá. 10. apríl 2018 10:30 Unnsteinn og Ágústa eignast strák Tónlistar- og sjónvarpsmaðurinn Unnsteinn Manúel Stefánsson og vöruhönnuðurinn Ágústa Sveinsdóttir eignuðust dreng nú á dögunum. 2. september 2018 15:48 Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Húsasmiðjan sektuð um 400 þúsund krónur fyrir „Tax Free“-auglýsingu Neytendastofa taldi auglýsinguna villandi gagnvart neytendum. 15. október 2019 11:29
Unnsteinn og Ágústa selja endurnýjaða íbúð í miðborginni Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manúel Stefánsson og Ágústa Sveinsdóttir hafa sett glæsilega íbúð sína við Njálsgötu á söluskrá. 10. apríl 2018 10:30
Unnsteinn og Ágústa eignast strák Tónlistar- og sjónvarpsmaðurinn Unnsteinn Manúel Stefánsson og vöruhönnuðurinn Ágústa Sveinsdóttir eignuðust dreng nú á dögunum. 2. september 2018 15:48