Borubrattur Kim Jong-un Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2019 11:00 EPA/KCNA Norður-Kóreumenn þykja tiltölulega borubrattir þessa dagana. Þeim hefur tekist að komast hjá viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum, hafa fengið líflínu frá Kína og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á í miklum vandræðum heima fyrir. Það eru meðal ástæðna þess að Kim hefur tekið sífellt sterkari stöðu í viðræðum við önnur ríki, og þá aðallega Bandaríkin, vegna kjarnorkuvopnaáætlun einræðisríkisins. Síðustu daga og vikur hafa Norður-Kóreumenn ítrekað lýst yfir vanþóknun yfir hægagangi viðræðna og hafa þeir gefið Bandaríkjunum fresti til ársloka til að breyta stöðu sinni. Þá hefur einræðisríkið gert minnst tólf tilraunir með eldflaugar á árinu og hafa margar þeirra reynst vera nýjar eldflaugar. Forsvarsmenn Norður-Kóreu vilja losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir grípa til nokkurs konar aðgerða vegna framleiðslu þeirra á kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Yfirvöld Bandaríkjanna vilja þó hins vegar að einræðisríkið grípi til aðgerða og hætti eldflaugatilraunum áður en viðskiptaþvinganir verða endurskoðaðar. Seinni fundur Trump og Kim skilaði engum árangri fyrr á árinu og viðræður í kjölfar þeirra hafa ekki heldur gert það. Fundað var í Svíþjóð í síðasta mánuði og nú virðist sem engar viðræður eigi sér stað á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu.Telur stöðu sína góða Sendiherra Suður-Kóreu í Bandaríkjunum sagði blaðamönnum Yonhap fréttaveitunnar það í gær. Hann sagðist þó viss um að viðræðurnar myndu hefjast að nýju, án þess þó að vilja giska á hvenær.Hvorug hliðin neitar að breyta samingastöðu sinni. Svo virðist sem að Kim sé sáttur við núverandi ástand og að samningsstaða hans sé góð. Fyrir því eru þó nokkrar ástæður. Þrátt fyrir viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir er útlit fyrir að ríkisstjórn Kim hafi komið höndum yfir umtalsverða fjármuni að undanförnu. Viðskipti á milli Norður-Kóreu og Kína hafi aukist og stjórnmálasamband ríkjanna hefur batnað til muna. Mikill fjöldi kínverskra ferðamanna til Norður-Kóreu hefur aukið flæði fjármagns í efnahag Norður-Kóreu. Þar að auki segja Sameinuðu þjóðirnar að Norður-Kóreumenn hafi komist hjá fjölda viðskiptaþvingana og hafi ofan á það stolið allt að tveimur milljörðum dala með tölvuárásum. Prófessor í málefnum Kóreuskagans sagði Reuters fréttaveitunni að Kim teldi sig mögulega geta lifað með viðskiptaþvingunum. Þess vegna væru ríkisstjórn hans svo borubrött. Blaðamenn Reuters ræddu við ýmsa sérfræðinga varðandi Norður-Kóreu og ástand viðræðna.Ólíklegt að Kim láti vopnin af hendi Embættismaður frá Suður-Kóreu, sem talaði við Reuters undir nafnleynd, sagði útlit fyrir að Kim teldi sig geta hjálpað eða hindrað endurkjör Trump í embætti forseta, þó það væri augljóst að hann gæti það ekki. „…en það er enginn í Pyongyang sem getur staðið gegn hinum óskeikula leiðtoga og sagt að hann hafi rangt fyrir sér. Þú vilt ekki verða dauður,“ sagði embættismaðurinn. Hann bætti við að Kim treysti á Trump og þyrfti að vera viss um að hann nái endurkjöri áður en skuldbindi sig að einhverju leyti. Aðrir sérfræðingar sögðu litlar líkur á því að Kim myndu nokkurn tímann láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Þar að auki væru líkurnar á einhvers konar samkomulagi milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu sífellt að minnka. Norður-Kórea Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Norður-Kóreumenn þykja tiltölulega borubrattir þessa dagana. Þeim hefur tekist að komast hjá viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum, hafa fengið líflínu frá Kína og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á í miklum vandræðum heima fyrir. Það eru meðal ástæðna þess að Kim hefur tekið sífellt sterkari stöðu í viðræðum við önnur ríki, og þá aðallega Bandaríkin, vegna kjarnorkuvopnaáætlun einræðisríkisins. Síðustu daga og vikur hafa Norður-Kóreumenn ítrekað lýst yfir vanþóknun yfir hægagangi viðræðna og hafa þeir gefið Bandaríkjunum fresti til ársloka til að breyta stöðu sinni. Þá hefur einræðisríkið gert minnst tólf tilraunir með eldflaugar á árinu og hafa margar þeirra reynst vera nýjar eldflaugar. Forsvarsmenn Norður-Kóreu vilja losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir grípa til nokkurs konar aðgerða vegna framleiðslu þeirra á kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Yfirvöld Bandaríkjanna vilja þó hins vegar að einræðisríkið grípi til aðgerða og hætti eldflaugatilraunum áður en viðskiptaþvinganir verða endurskoðaðar. Seinni fundur Trump og Kim skilaði engum árangri fyrr á árinu og viðræður í kjölfar þeirra hafa ekki heldur gert það. Fundað var í Svíþjóð í síðasta mánuði og nú virðist sem engar viðræður eigi sér stað á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu.Telur stöðu sína góða Sendiherra Suður-Kóreu í Bandaríkjunum sagði blaðamönnum Yonhap fréttaveitunnar það í gær. Hann sagðist þó viss um að viðræðurnar myndu hefjast að nýju, án þess þó að vilja giska á hvenær.Hvorug hliðin neitar að breyta samingastöðu sinni. Svo virðist sem að Kim sé sáttur við núverandi ástand og að samningsstaða hans sé góð. Fyrir því eru þó nokkrar ástæður. Þrátt fyrir viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir er útlit fyrir að ríkisstjórn Kim hafi komið höndum yfir umtalsverða fjármuni að undanförnu. Viðskipti á milli Norður-Kóreu og Kína hafi aukist og stjórnmálasamband ríkjanna hefur batnað til muna. Mikill fjöldi kínverskra ferðamanna til Norður-Kóreu hefur aukið flæði fjármagns í efnahag Norður-Kóreu. Þar að auki segja Sameinuðu þjóðirnar að Norður-Kóreumenn hafi komist hjá fjölda viðskiptaþvingana og hafi ofan á það stolið allt að tveimur milljörðum dala með tölvuárásum. Prófessor í málefnum Kóreuskagans sagði Reuters fréttaveitunni að Kim teldi sig mögulega geta lifað með viðskiptaþvingunum. Þess vegna væru ríkisstjórn hans svo borubrött. Blaðamenn Reuters ræddu við ýmsa sérfræðinga varðandi Norður-Kóreu og ástand viðræðna.Ólíklegt að Kim láti vopnin af hendi Embættismaður frá Suður-Kóreu, sem talaði við Reuters undir nafnleynd, sagði útlit fyrir að Kim teldi sig geta hjálpað eða hindrað endurkjör Trump í embætti forseta, þó það væri augljóst að hann gæti það ekki. „…en það er enginn í Pyongyang sem getur staðið gegn hinum óskeikula leiðtoga og sagt að hann hafi rangt fyrir sér. Þú vilt ekki verða dauður,“ sagði embættismaðurinn. Hann bætti við að Kim treysti á Trump og þyrfti að vera viss um að hann nái endurkjöri áður en skuldbindi sig að einhverju leyti. Aðrir sérfræðingar sögðu litlar líkur á því að Kim myndu nokkurn tímann láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Þar að auki væru líkurnar á einhvers konar samkomulagi milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu sífellt að minnka.
Norður-Kórea Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira