Vildu sleppa við 250 þúsund krónurnar en þurfa nú að borga milljón Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. nóvember 2019 11:25 Málið snýst upphaflega um fimm hjúkrunarfræðinga sem ráðnir voru sem svæðisstjórar hjá heilsugæslunni. Mynd er úr safni. Vísir/vilhelm Íslenska ríkið var í morgun sýknað af kröfum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem vildi fá úrskurð um 250 þúsund króna málskostnað, sem félaginu var gert að greiða Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, felldan úr gildi. FÍH var dæmt til að greiða ríkinu 750 þúsund krónur í málskostnað, ofan á upphaflega málskostnaðinn. Málið snýst upphaflega um fimm hjúkrunarfræðinga sem ráðnir voru sem svæðisstjórar hjá heilsugæslunni. Þeir töldu að heilsugæslan bryti lög þar sem laun þeirra væru lægri en þriggja karlkyns lækna, sem einnig voru svæðisstjórar. Málið var í tvígang tilkynnt til kærunefndar jafnréttismála. Í fyrra skiptið var því vísað frá en í seinna skiptið, í nóvember 2018, komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að heilsugæslan hefði ekki brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna. Kröfunni var hafnað með þeim rökum að í ljósi upplýsinga um að fimm kvenkyns læknar, sem einnig ynnu sem svæðisstjórar hjá heilsugæslunni, nytu sömu eða betri kjara en karlarnir. Þá teldi nefndin það ekki eiga við rök að styðjast að kynbundinn launamunur væri milli karlanna og kvenkyns hjúkrunarfræðinganna. Einnig var talið að fyrirliggjandi launamunur milli læknanna og hjúkrunarfræðinganna styddist við málefnaleg rök vegna ólíkra klínískra starfa sem þessir hópar sinntu. FÍH var dæmt til þess að greiða heilsugæslunni 250 þúsund krónur í málskostnað, þar sem kæran væri bersýnilega tilefnislaus. FÍH krafðist þess í kjölfarið að ákvæðið um málskostnaðinn yrði fellt niður, á grundvelli þess að kæran hefði ekki verið „bersýnilega tilefnislaus“ og kærunefndin hafi því ekki haft heimild til að fallast á málskostnaðarkröfu heilsugæslunnar. Ríkið, sem málefni heilsugæslunnar falla undir, benti á fyrir dómi að sá samanburður sem FÍH hefði kosið að stilla upp í málinu fyrir kærunefndinni, þ.e. að bera saman fimm kvenkyns hjúkrunarfræðinga við þrjá karlkyns lækna, sé „einkar villandi og misvísandi“. Dómurinn komst loks að þeirri niðurstöðu að um bersýnilega tilefnislausa kæru væri að ræða og kærunefndin hafi því haft heimild til að úrskurða um kostnaðinn. Ríkið var því sýknað af kröfum FÍH og félaginu jafnframt gert að greiða 750 þúsund krónur í málskostnað, til viðbótar við upphaflegu 250 þúsund krónurnar.Dóminn í heild má lesa hér. Dómsmál Jafnréttismál Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Íslenska ríkið var í morgun sýknað af kröfum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem vildi fá úrskurð um 250 þúsund króna málskostnað, sem félaginu var gert að greiða Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, felldan úr gildi. FÍH var dæmt til að greiða ríkinu 750 þúsund krónur í málskostnað, ofan á upphaflega málskostnaðinn. Málið snýst upphaflega um fimm hjúkrunarfræðinga sem ráðnir voru sem svæðisstjórar hjá heilsugæslunni. Þeir töldu að heilsugæslan bryti lög þar sem laun þeirra væru lægri en þriggja karlkyns lækna, sem einnig voru svæðisstjórar. Málið var í tvígang tilkynnt til kærunefndar jafnréttismála. Í fyrra skiptið var því vísað frá en í seinna skiptið, í nóvember 2018, komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að heilsugæslan hefði ekki brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna. Kröfunni var hafnað með þeim rökum að í ljósi upplýsinga um að fimm kvenkyns læknar, sem einnig ynnu sem svæðisstjórar hjá heilsugæslunni, nytu sömu eða betri kjara en karlarnir. Þá teldi nefndin það ekki eiga við rök að styðjast að kynbundinn launamunur væri milli karlanna og kvenkyns hjúkrunarfræðinganna. Einnig var talið að fyrirliggjandi launamunur milli læknanna og hjúkrunarfræðinganna styddist við málefnaleg rök vegna ólíkra klínískra starfa sem þessir hópar sinntu. FÍH var dæmt til þess að greiða heilsugæslunni 250 þúsund krónur í málskostnað, þar sem kæran væri bersýnilega tilefnislaus. FÍH krafðist þess í kjölfarið að ákvæðið um málskostnaðinn yrði fellt niður, á grundvelli þess að kæran hefði ekki verið „bersýnilega tilefnislaus“ og kærunefndin hafi því ekki haft heimild til að fallast á málskostnaðarkröfu heilsugæslunnar. Ríkið, sem málefni heilsugæslunnar falla undir, benti á fyrir dómi að sá samanburður sem FÍH hefði kosið að stilla upp í málinu fyrir kærunefndinni, þ.e. að bera saman fimm kvenkyns hjúkrunarfræðinga við þrjá karlkyns lækna, sé „einkar villandi og misvísandi“. Dómurinn komst loks að þeirri niðurstöðu að um bersýnilega tilefnislausa kæru væri að ræða og kærunefndin hafi því haft heimild til að úrskurða um kostnaðinn. Ríkið var því sýknað af kröfum FÍH og félaginu jafnframt gert að greiða 750 þúsund krónur í málskostnað, til viðbótar við upphaflegu 250 þúsund krónurnar.Dóminn í heild má lesa hér.
Dómsmál Jafnréttismál Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira