Innlent

Gerðu 150 kíló af dýnamíti óvirk

Kjartan Kjartansson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa
Björgunarsveitarbíll lokar fyrir umferð í kringum aðgerðarsvæðið.
Björgunarsveitarbíll lokar fyrir umferð í kringum aðgerðarsvæðið. Vísir/Sunna
Sprengjusérfræðingar hafa gert 150 kíló af gömlu dýnamíti sem fannst í gámi í Njarðvík óvirkt með því að hella yfir það efnablöndu. Til stendur að flytja efnið á varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli og farga því þar síðar í kvöld.

Nokkur hús í tveimur götum í Njarðvík voru rýmd nú síðdegis eftir að sprengiefnið fannst á iðnaðarsvæði í íbúðarhverfi þar. Ekki er ljóst að svo stöddu hversu lengi rýmingin verður í gildi.

Samkvæmt upplýsingum lögreglu verður sprengiefnið sett í flutningabíl og það flutt á varnarsvæðið, líklega á níunda tímanum í kvöld. Efnablöndunni sem var hellt yfir það er ætlað að gera það óvirkt.

Sprengiefnið er talið hafa verið lengi á staðnum þar sem það fannst. Það var í litlum gám ofan á stærri gámi sem var talinn óstöðugur. Ráðist var strax í aðgerðir þar sem óttast var að stærri gámurinn gæti látið undan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×