Með höfuðverk í 28 ár Kristinn Haukur Guðnason skrifar 3. nóvember 2019 07:30 Steingrímur lenti í afdrifaríkum þriggja bíla árekstri 1991. Fréttablaðið/Ernir Steingrímur Sævarr Ólafsson, fjölmiðlaráðgjafi og fyrrverandi ritstjóri, hefur lifað með höfuðverk í 28 ár. Þann 31. október árið 1991, þegar Steingrímur var 25 ára, lenti hann í hörðum árekstri á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar og lífið varð ekki samt á eftir. „Ég lenti í þriggja bíla árekstri þar sem tveir bílar sameinuðust um að keyra á mig. Öryggisbeltið tók höggið af fyrri árekstrinum en ekki þeim síðari. Þá kom hnykkur sem leiddi til höfuðverks þetta sama kvöld,“ segir Steingrímur. Samkvæmt dagbókum lögreglunnar taldist þetta lítill árekstur, en bíllinn gjöreyðilagðist og Steingrímur þurfti aðhlynningu á sjúkrahúsi. Síðar fékk hann metna örorku upp á fjögur prósent vegna höfuðverksins sem fylgt hefur allar götur síðan. „Það er lífið fyrir áreksturinn og hausverkurinn eftir hann,“ segir Steingrímur. Þó að verkurinn sé viðvarandi er hann ekki alltaf jafn sterkur. Steingrímur lýsir þessu eins og svengd, sem sveiflast yfir daginn. Hann segir að verstu verkirnir séu eins og mígreni. Hann verði ljósfælinn og þurfi að leggjast út af á meðan þetta gengur yfir. „Stundum átta ég mig ekki á því að verkurinn sé þarna, en hann er alltaf þarna. Ég held að allt venjist og það er hægt að lifa með öllum sársauka, hvort sem hann er líkamlegur eða andlegur,“ segir hann. „Ég er búinn að sætta mig við að verkurinn sé samferðamaður minn í gegnum lífið og þar af leiðandi búinn að venjast honum. Ég læt þetta ekki stjórna mér. Verkurinn er alltaf með mér en ég leyfi honum ekki að ráða neinu.“ Þó að Steingrímur hafi sæst við þessi örlög hefur hann ekki gefist upp á að reyna að minnka eða jafnvel eyða verknum og leyfir sér að vera bjartsýnn um að það takist einhvern tímann. Varla er til sú remedía sem hann hefur ekki reynt. Ótal tegundir nuddmeðferða, sjúkraþjálfun, hnykkingar, jóga, hugleiðsla, nálastungur, heilun, koddar, bakstrar, krem og öll leyfileg lyf, bæði náttúrulyf og önnur. Meira að segja áruhreinsun. Steingrímur segir að leitinni að töfralausninni ljúki aldrei en valkostunum, sem honum hefur verið bent á, fækki með hverju árinu. „Sumt hefur dugað til skamms tíma, sumt virkar alls ekki og ekkert hefur virkað til langs tíma,“ segir hann. Aðspurður um hvað hafi virkað best segir hann það vera blönduna af reglulegri hreyfingu og minnkun sykurs í mataræði, en þetta hafi hann uppgötvað fyrir ekki svo löngu. Tilfelli Steingríms er ekki einsdæmi og er hann í sambandi við fleira fólk sem þjáist af langvarandi höfuðverkjum. „Ég segi ekki að við höfum stofnað samtök en við ræðumst við, deilum ráðum og berum saman bækur okkar um hvað hafi virkað.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Steingrímur Sævarr Ólafsson, fjölmiðlaráðgjafi og fyrrverandi ritstjóri, hefur lifað með höfuðverk í 28 ár. Þann 31. október árið 1991, þegar Steingrímur var 25 ára, lenti hann í hörðum árekstri á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar og lífið varð ekki samt á eftir. „Ég lenti í þriggja bíla árekstri þar sem tveir bílar sameinuðust um að keyra á mig. Öryggisbeltið tók höggið af fyrri árekstrinum en ekki þeim síðari. Þá kom hnykkur sem leiddi til höfuðverks þetta sama kvöld,“ segir Steingrímur. Samkvæmt dagbókum lögreglunnar taldist þetta lítill árekstur, en bíllinn gjöreyðilagðist og Steingrímur þurfti aðhlynningu á sjúkrahúsi. Síðar fékk hann metna örorku upp á fjögur prósent vegna höfuðverksins sem fylgt hefur allar götur síðan. „Það er lífið fyrir áreksturinn og hausverkurinn eftir hann,“ segir Steingrímur. Þó að verkurinn sé viðvarandi er hann ekki alltaf jafn sterkur. Steingrímur lýsir þessu eins og svengd, sem sveiflast yfir daginn. Hann segir að verstu verkirnir séu eins og mígreni. Hann verði ljósfælinn og þurfi að leggjast út af á meðan þetta gengur yfir. „Stundum átta ég mig ekki á því að verkurinn sé þarna, en hann er alltaf þarna. Ég held að allt venjist og það er hægt að lifa með öllum sársauka, hvort sem hann er líkamlegur eða andlegur,“ segir hann. „Ég er búinn að sætta mig við að verkurinn sé samferðamaður minn í gegnum lífið og þar af leiðandi búinn að venjast honum. Ég læt þetta ekki stjórna mér. Verkurinn er alltaf með mér en ég leyfi honum ekki að ráða neinu.“ Þó að Steingrímur hafi sæst við þessi örlög hefur hann ekki gefist upp á að reyna að minnka eða jafnvel eyða verknum og leyfir sér að vera bjartsýnn um að það takist einhvern tímann. Varla er til sú remedía sem hann hefur ekki reynt. Ótal tegundir nuddmeðferða, sjúkraþjálfun, hnykkingar, jóga, hugleiðsla, nálastungur, heilun, koddar, bakstrar, krem og öll leyfileg lyf, bæði náttúrulyf og önnur. Meira að segja áruhreinsun. Steingrímur segir að leitinni að töfralausninni ljúki aldrei en valkostunum, sem honum hefur verið bent á, fækki með hverju árinu. „Sumt hefur dugað til skamms tíma, sumt virkar alls ekki og ekkert hefur virkað til langs tíma,“ segir hann. Aðspurður um hvað hafi virkað best segir hann það vera blönduna af reglulegri hreyfingu og minnkun sykurs í mataræði, en þetta hafi hann uppgötvað fyrir ekki svo löngu. Tilfelli Steingríms er ekki einsdæmi og er hann í sambandi við fleira fólk sem þjáist af langvarandi höfuðverkjum. „Ég segi ekki að við höfum stofnað samtök en við ræðumst við, deilum ráðum og berum saman bækur okkar um hvað hafi virkað.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira