Sprengiefnið sem fannst í Njarðvík í gær og var sprengt af sprengjudeild Landhelgisgæslunnar var í eigu Gröfuþjónustunnar í Njarðvík. Þetta kemur fram í frétt á vef mbl.is
Þar er haft eftir Axel Má Walterssyni, starfsmanni Gröfuþjónustunnar, að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi sjálfir haft samband við sprengjudeildina í gær og látið vita af tilvist efnisins þegar það uppgötvaðist að það væri farið að leka. Það sé því ónákvæmt að segja að efnið hafi „fundist“ líkt og fram hefur komið í tilkynningu frá lögreglu.
Sjá einnig: Rýma svæði í Njarðvík vegna sprengjuhættu
Sprengiefnið var staðsett á iðnaðarsvæði verktakans í Njarðvík og var gert óvirkt með því að úða efnablöndu yfir það. Sprengiefnið sem vó 150 kíló var að því loknu fært út úr íbúðarhverfinu í gærkvöld og íbúum leyft að snúa aftur til síns heima. Þar með lauk aðgerðum Landhelgisgæslunnar á vettvangi.
Eigandi sprengiefnisins segir það ekki hafa „fundist“

Tengdar fréttir

Rýmingin kemur ekki í veg fyrir leik Njarðvíkur og Stjörnunnar
Leikur Njarðvíkur og Stjörnunnar í Domino's deild karla mun fara fram á tilsettum tíma klukkan 20:15 í kvöld þrátt fyrir rýmingaraðgerðir í Njarðvík í dag.

Aðgerðum lokið og íbúar í Njarðvík geta snúið heim til sín
Lögreglan segir að aðgerðum í Njarðvík þar sem sprengiefni fannst í morgun sé lokið.

Rýma svæði í Njarðvík vegna sprengjuhættu
Lögreglan á Suðurnesjum þarf að grípa til rýmingaraðgerða vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík.

Þurfa að loka flutningsleið sprengiefnisins
Íbúar í Reykjanesbæ eru sagðir mega búast við því að verða varir við sprengingar þegar efninu verður eytt í kvöld.