Bein útsending: Kynjaþing Eiður Þór Árnason skrifar 2. nóvember 2019 13:00 Kynjaþing fer nú fram í Norræna húsinu. Fylgjast má með þinginu í beinni útsendingu á Vísi. Vísir/Vilhelm - Innsend Kynjaþing fer fram í Norræna húsinu í dag. Dagskrá þingsins er skipulögð af ýmsum félagasamtökum og grasrótarsamtökum, og er hugsað sem samræðuvettvangur um jafnrétti og kynjafrelsi. Dagskrá þingsins hefst klukkan 13:00 og má fylgjast með henni í beinni útsendingu hér á Vísi. Dagskrá Kynjaþings í sal Norræna hússins Kl. 13:00. Málstofa um heimilisofbeldi. Samtök um kvennaathvarf.Á málstofunni verða 3 erindi: Hildur Guðmundsdóttir, starfandi framkvæmdastýra athvarfsins, flytur frumsamda smásögu um konu frá landi utan EES sem leitar í Kvennaathvarfið vegna ofbeldis maka síns. Sagan byggir á raunverulegum aðstæðum og reynslu margra kvenna í sambærilegri stöðu.Jenný Kristín Valberg, ráðgjafi í Kvennaathvarfinu fjallar stuttlega um niðurstöður MA rannsóknar sinnar sem gerð var árið 2019. „Ég skil ekki alveg af hverju enginn tók eftir því að þarna væri ofbeldi í gangi“.Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra athvarfsins, fjallar um könnun sem unnin var árið 2018, „Líðan og upplifun þolenda heimilisofbeldis og persónueikaeinkenni ofbeldismanna.” Kl. 14:00. Hvað mætir erlendum konum á íslenskum vinnumarkaði. ASÍ.Hver er raunveruleikinn sem mætir erlendum konum sem starfa við ferðaþjónustu á Íslandi? Nanna Hermannsdóttir kynnir skýrslu Alþýðusambands Íslands sem gefin var út í sumar um reynslu erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði.Agnieszka Ewa Ziólkowska varaformaður Eflingar og Magdalena Samsonowicz starfsmaður Eflingar segja frá sinni reynslu sem erlendar konur á íslenskum vinnumarkaði.Kl. 16:00. Reykfylltu bakherbergin. Kvenréttindafélag ÍslandsKonur á Íslandi hafa brotið glerþakið í stjórnmálum. Kynjahlutfall kjörinna fulltrúa hefur aldrei verið jafnara, en þrátt fyrir það er ekki hægt að segja að kynjajafnrétti ríki innan stjórnmálanna. Árið 2017 voru það konur í stjórnmálum sem riðu fyrstar á vaðið til að birta sögur undir myllumerkinu #MeToo, og afhjúpuðu þar kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi sem þrífst á sviði stjórnmála.Hver er reynsla kvenna af starfi í stjórnmálum? Eru enn reykfyllt bakherbergi þar sem konum er ekki hleypt að? Skiptir máli að tryggja jafna þátttöku kynjanna í pólitík?Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður, Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, Sóley Björk Stefánsdóttir bæjarfulltrúi á Akureyri og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins ræða málin. Auður Jónsdóttir stýrir umræðum. Jafnréttismál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Kynjaþing fer fram í Norræna húsinu í dag. Dagskrá þingsins er skipulögð af ýmsum félagasamtökum og grasrótarsamtökum, og er hugsað sem samræðuvettvangur um jafnrétti og kynjafrelsi. Dagskrá þingsins hefst klukkan 13:00 og má fylgjast með henni í beinni útsendingu hér á Vísi. Dagskrá Kynjaþings í sal Norræna hússins Kl. 13:00. Málstofa um heimilisofbeldi. Samtök um kvennaathvarf.Á málstofunni verða 3 erindi: Hildur Guðmundsdóttir, starfandi framkvæmdastýra athvarfsins, flytur frumsamda smásögu um konu frá landi utan EES sem leitar í Kvennaathvarfið vegna ofbeldis maka síns. Sagan byggir á raunverulegum aðstæðum og reynslu margra kvenna í sambærilegri stöðu.Jenný Kristín Valberg, ráðgjafi í Kvennaathvarfinu fjallar stuttlega um niðurstöður MA rannsóknar sinnar sem gerð var árið 2019. „Ég skil ekki alveg af hverju enginn tók eftir því að þarna væri ofbeldi í gangi“.Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra athvarfsins, fjallar um könnun sem unnin var árið 2018, „Líðan og upplifun þolenda heimilisofbeldis og persónueikaeinkenni ofbeldismanna.” Kl. 14:00. Hvað mætir erlendum konum á íslenskum vinnumarkaði. ASÍ.Hver er raunveruleikinn sem mætir erlendum konum sem starfa við ferðaþjónustu á Íslandi? Nanna Hermannsdóttir kynnir skýrslu Alþýðusambands Íslands sem gefin var út í sumar um reynslu erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði.Agnieszka Ewa Ziólkowska varaformaður Eflingar og Magdalena Samsonowicz starfsmaður Eflingar segja frá sinni reynslu sem erlendar konur á íslenskum vinnumarkaði.Kl. 16:00. Reykfylltu bakherbergin. Kvenréttindafélag ÍslandsKonur á Íslandi hafa brotið glerþakið í stjórnmálum. Kynjahlutfall kjörinna fulltrúa hefur aldrei verið jafnara, en þrátt fyrir það er ekki hægt að segja að kynjajafnrétti ríki innan stjórnmálanna. Árið 2017 voru það konur í stjórnmálum sem riðu fyrstar á vaðið til að birta sögur undir myllumerkinu #MeToo, og afhjúpuðu þar kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi sem þrífst á sviði stjórnmála.Hver er reynsla kvenna af starfi í stjórnmálum? Eru enn reykfyllt bakherbergi þar sem konum er ekki hleypt að? Skiptir máli að tryggja jafna þátttöku kynjanna í pólitík?Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður, Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, Sóley Björk Stefánsdóttir bæjarfulltrúi á Akureyri og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins ræða málin. Auður Jónsdóttir stýrir umræðum.
Jafnréttismál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent