„Þetta, herra forseti, er algjörlega óboðlegt, ómanneskjulegt og ég fordæmi þessi vinnubrögð“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. nóvember 2019 14:44 Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar fordæmir vinnubrögðin. Vísir/Baldur Hrafnkell Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, fordæmdu brottvísun á 26 ára barnshafandi konu frá Albaníu og fjölskyldu hennar á Alþingi í dag. Þau hófu mál sitt á því að rekja aðdraganda brottvísunarinnar og fordæmdu að Útlendingastofnun hefði tekið ákvörðun um brottvísun þvert á mat lækna á Landspítalanum.Sjá nánar: Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum „Fjölskyldan treysti því að beðið yrði með brottvísun þar til niðurstaða fengist í mál þeirra. Fjölskyldan treysti því líka að íslensk stjórnvöld myndu ekki stefna lífi konunnar í hættu á lokavikum meðgöngu. Með því að láta hana fljúga langa leið frá Íslandi til heimalands, mjögulega með millilendingu sem auka mjög á áhættuna,“ sagði Helga Vala.Stundin staðfestir að fjölskyldan sé lent í Berlín í Þýskalandi hvar hún millilendir á leið til Albaníu. Flugvél Icelandair lenti í Berlín klukkan 12:10. „En þar skjátlaðist fjölskyldunni. Íslensk stjórnvöld tóku ákvörðun um að virða að engu eindregnar ráðleggingar læknis og ljósmóður á háskólasjúkrahúsi um að konan skyldi ekki send í flug. Íslensk stjórnvöld virtu einnig að vettugi þá faglegu skoðun sérfræðinga sem töldu ekki óhætt að senda hana í flug en fulltrúar íslenskra stjórnvalda drógu fram eldra vottorð ritað af lækni Útlendingastofnunar, byggt á læknisskoðun sem fram fór upp úr miðjum október síðastliðnum, eða fyrir rúmum þremur vikum,“ sagði Helga Vala og vísar í vottorð þar sem kom fram að hún væri í standi til að fljúga. „Hæf til að íslensk stjörnvöld megi stefna lífi konunnar og ófædds barns hennar í hættu. Þetta, herra forseti, er það sem ráðherrar í ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks kalla mannúðlega stefnu í málefnum flóttamanna. Þetta, herra forseti, er algjörlega óboðlegt, ómanneskjulegt og ég fordæmi þessi vinnubrögð Útlendingastofnunar, alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, læknis á mótttökumiðstöð Útlendingastofnunar og ríkisstjórnarinnarn allrar sem lætur slíkt gerast á sinni vakt,“ sagði Helga Vala.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, fordæmdi vinnubrögðin.Jón Steindór tók mið af orðum yfirljósmóður mæðraverndar á Landspítalanum í viðtali hjá Ríkisútvarpinu sem sagði að um áhættumeðgöngu væri að ræða þegar konur í viðkvæmri stöðu hælisleitenda gengu með barn undir belti og því sé áhættusamt fyrir þær að ferðast. „Herra forseti, maður trúir því ekki að svona sé staðið að verki. En það er það samt. Þessu verður að breyta. Aðfarir af þessu tagi mega ekki endurtaka sig. Þær eru hneysa. Ábyrgðin liggur hjá hæstvirtum dómsmálaráðherra, hæstvirtri ríkisstjórn og háttvirtum þingmönnum Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Það þýðir lítið að tala fallega og segjast vilja reka mannúðlega stefnu gagnvart flóttamönnum og hælisleitendum en láta svo þessi vinnubrögð viðgangast. Verði það gert er lítið mark takandi á ríkisstjórn og þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna í þessum efnum. Mér er misboðið,“ sagði Jón Steindór. Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum "Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. 5. nóvember 2019 14:11 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, fordæmdu brottvísun á 26 ára barnshafandi konu frá Albaníu og fjölskyldu hennar á Alþingi í dag. Þau hófu mál sitt á því að rekja aðdraganda brottvísunarinnar og fordæmdu að Útlendingastofnun hefði tekið ákvörðun um brottvísun þvert á mat lækna á Landspítalanum.Sjá nánar: Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum „Fjölskyldan treysti því að beðið yrði með brottvísun þar til niðurstaða fengist í mál þeirra. Fjölskyldan treysti því líka að íslensk stjórnvöld myndu ekki stefna lífi konunnar í hættu á lokavikum meðgöngu. Með því að láta hana fljúga langa leið frá Íslandi til heimalands, mjögulega með millilendingu sem auka mjög á áhættuna,“ sagði Helga Vala.Stundin staðfestir að fjölskyldan sé lent í Berlín í Þýskalandi hvar hún millilendir á leið til Albaníu. Flugvél Icelandair lenti í Berlín klukkan 12:10. „En þar skjátlaðist fjölskyldunni. Íslensk stjórnvöld tóku ákvörðun um að virða að engu eindregnar ráðleggingar læknis og ljósmóður á háskólasjúkrahúsi um að konan skyldi ekki send í flug. Íslensk stjórnvöld virtu einnig að vettugi þá faglegu skoðun sérfræðinga sem töldu ekki óhætt að senda hana í flug en fulltrúar íslenskra stjórnvalda drógu fram eldra vottorð ritað af lækni Útlendingastofnunar, byggt á læknisskoðun sem fram fór upp úr miðjum október síðastliðnum, eða fyrir rúmum þremur vikum,“ sagði Helga Vala og vísar í vottorð þar sem kom fram að hún væri í standi til að fljúga. „Hæf til að íslensk stjörnvöld megi stefna lífi konunnar og ófædds barns hennar í hættu. Þetta, herra forseti, er það sem ráðherrar í ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks kalla mannúðlega stefnu í málefnum flóttamanna. Þetta, herra forseti, er algjörlega óboðlegt, ómanneskjulegt og ég fordæmi þessi vinnubrögð Útlendingastofnunar, alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, læknis á mótttökumiðstöð Útlendingastofnunar og ríkisstjórnarinnarn allrar sem lætur slíkt gerast á sinni vakt,“ sagði Helga Vala.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, fordæmdi vinnubrögðin.Jón Steindór tók mið af orðum yfirljósmóður mæðraverndar á Landspítalanum í viðtali hjá Ríkisútvarpinu sem sagði að um áhættumeðgöngu væri að ræða þegar konur í viðkvæmri stöðu hælisleitenda gengu með barn undir belti og því sé áhættusamt fyrir þær að ferðast. „Herra forseti, maður trúir því ekki að svona sé staðið að verki. En það er það samt. Þessu verður að breyta. Aðfarir af þessu tagi mega ekki endurtaka sig. Þær eru hneysa. Ábyrgðin liggur hjá hæstvirtum dómsmálaráðherra, hæstvirtri ríkisstjórn og háttvirtum þingmönnum Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Það þýðir lítið að tala fallega og segjast vilja reka mannúðlega stefnu gagnvart flóttamönnum og hælisleitendum en láta svo þessi vinnubrögð viðgangast. Verði það gert er lítið mark takandi á ríkisstjórn og þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna í þessum efnum. Mér er misboðið,“ sagði Jón Steindór.
Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum "Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. 5. nóvember 2019 14:11 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03
Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum "Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. 5. nóvember 2019 14:11