„Þetta, herra forseti, er algjörlega óboðlegt, ómanneskjulegt og ég fordæmi þessi vinnubrögð“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. nóvember 2019 14:44 Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar fordæmir vinnubrögðin. Vísir/Baldur Hrafnkell Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, fordæmdu brottvísun á 26 ára barnshafandi konu frá Albaníu og fjölskyldu hennar á Alþingi í dag. Þau hófu mál sitt á því að rekja aðdraganda brottvísunarinnar og fordæmdu að Útlendingastofnun hefði tekið ákvörðun um brottvísun þvert á mat lækna á Landspítalanum.Sjá nánar: Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum „Fjölskyldan treysti því að beðið yrði með brottvísun þar til niðurstaða fengist í mál þeirra. Fjölskyldan treysti því líka að íslensk stjórnvöld myndu ekki stefna lífi konunnar í hættu á lokavikum meðgöngu. Með því að láta hana fljúga langa leið frá Íslandi til heimalands, mjögulega með millilendingu sem auka mjög á áhættuna,“ sagði Helga Vala.Stundin staðfestir að fjölskyldan sé lent í Berlín í Þýskalandi hvar hún millilendir á leið til Albaníu. Flugvél Icelandair lenti í Berlín klukkan 12:10. „En þar skjátlaðist fjölskyldunni. Íslensk stjórnvöld tóku ákvörðun um að virða að engu eindregnar ráðleggingar læknis og ljósmóður á háskólasjúkrahúsi um að konan skyldi ekki send í flug. Íslensk stjórnvöld virtu einnig að vettugi þá faglegu skoðun sérfræðinga sem töldu ekki óhætt að senda hana í flug en fulltrúar íslenskra stjórnvalda drógu fram eldra vottorð ritað af lækni Útlendingastofnunar, byggt á læknisskoðun sem fram fór upp úr miðjum október síðastliðnum, eða fyrir rúmum þremur vikum,“ sagði Helga Vala og vísar í vottorð þar sem kom fram að hún væri í standi til að fljúga. „Hæf til að íslensk stjörnvöld megi stefna lífi konunnar og ófædds barns hennar í hættu. Þetta, herra forseti, er það sem ráðherrar í ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks kalla mannúðlega stefnu í málefnum flóttamanna. Þetta, herra forseti, er algjörlega óboðlegt, ómanneskjulegt og ég fordæmi þessi vinnubrögð Útlendingastofnunar, alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, læknis á mótttökumiðstöð Útlendingastofnunar og ríkisstjórnarinnarn allrar sem lætur slíkt gerast á sinni vakt,“ sagði Helga Vala.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, fordæmdi vinnubrögðin.Jón Steindór tók mið af orðum yfirljósmóður mæðraverndar á Landspítalanum í viðtali hjá Ríkisútvarpinu sem sagði að um áhættumeðgöngu væri að ræða þegar konur í viðkvæmri stöðu hælisleitenda gengu með barn undir belti og því sé áhættusamt fyrir þær að ferðast. „Herra forseti, maður trúir því ekki að svona sé staðið að verki. En það er það samt. Þessu verður að breyta. Aðfarir af þessu tagi mega ekki endurtaka sig. Þær eru hneysa. Ábyrgðin liggur hjá hæstvirtum dómsmálaráðherra, hæstvirtri ríkisstjórn og háttvirtum þingmönnum Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Það þýðir lítið að tala fallega og segjast vilja reka mannúðlega stefnu gagnvart flóttamönnum og hælisleitendum en láta svo þessi vinnubrögð viðgangast. Verði það gert er lítið mark takandi á ríkisstjórn og þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna í þessum efnum. Mér er misboðið,“ sagði Jón Steindór. Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum "Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. 5. nóvember 2019 14:11 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, fordæmdu brottvísun á 26 ára barnshafandi konu frá Albaníu og fjölskyldu hennar á Alþingi í dag. Þau hófu mál sitt á því að rekja aðdraganda brottvísunarinnar og fordæmdu að Útlendingastofnun hefði tekið ákvörðun um brottvísun þvert á mat lækna á Landspítalanum.Sjá nánar: Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum „Fjölskyldan treysti því að beðið yrði með brottvísun þar til niðurstaða fengist í mál þeirra. Fjölskyldan treysti því líka að íslensk stjórnvöld myndu ekki stefna lífi konunnar í hættu á lokavikum meðgöngu. Með því að láta hana fljúga langa leið frá Íslandi til heimalands, mjögulega með millilendingu sem auka mjög á áhættuna,“ sagði Helga Vala.Stundin staðfestir að fjölskyldan sé lent í Berlín í Þýskalandi hvar hún millilendir á leið til Albaníu. Flugvél Icelandair lenti í Berlín klukkan 12:10. „En þar skjátlaðist fjölskyldunni. Íslensk stjórnvöld tóku ákvörðun um að virða að engu eindregnar ráðleggingar læknis og ljósmóður á háskólasjúkrahúsi um að konan skyldi ekki send í flug. Íslensk stjórnvöld virtu einnig að vettugi þá faglegu skoðun sérfræðinga sem töldu ekki óhætt að senda hana í flug en fulltrúar íslenskra stjórnvalda drógu fram eldra vottorð ritað af lækni Útlendingastofnunar, byggt á læknisskoðun sem fram fór upp úr miðjum október síðastliðnum, eða fyrir rúmum þremur vikum,“ sagði Helga Vala og vísar í vottorð þar sem kom fram að hún væri í standi til að fljúga. „Hæf til að íslensk stjörnvöld megi stefna lífi konunnar og ófædds barns hennar í hættu. Þetta, herra forseti, er það sem ráðherrar í ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks kalla mannúðlega stefnu í málefnum flóttamanna. Þetta, herra forseti, er algjörlega óboðlegt, ómanneskjulegt og ég fordæmi þessi vinnubrögð Útlendingastofnunar, alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, læknis á mótttökumiðstöð Útlendingastofnunar og ríkisstjórnarinnarn allrar sem lætur slíkt gerast á sinni vakt,“ sagði Helga Vala.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, fordæmdi vinnubrögðin.Jón Steindór tók mið af orðum yfirljósmóður mæðraverndar á Landspítalanum í viðtali hjá Ríkisútvarpinu sem sagði að um áhættumeðgöngu væri að ræða þegar konur í viðkvæmri stöðu hælisleitenda gengu með barn undir belti og því sé áhættusamt fyrir þær að ferðast. „Herra forseti, maður trúir því ekki að svona sé staðið að verki. En það er það samt. Þessu verður að breyta. Aðfarir af þessu tagi mega ekki endurtaka sig. Þær eru hneysa. Ábyrgðin liggur hjá hæstvirtum dómsmálaráðherra, hæstvirtri ríkisstjórn og háttvirtum þingmönnum Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Það þýðir lítið að tala fallega og segjast vilja reka mannúðlega stefnu gagnvart flóttamönnum og hælisleitendum en láta svo þessi vinnubrögð viðgangast. Verði það gert er lítið mark takandi á ríkisstjórn og þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna í þessum efnum. Mér er misboðið,“ sagði Jón Steindór.
Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum "Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. 5. nóvember 2019 14:11 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Sjá meira
Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03
Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum "Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. 5. nóvember 2019 14:11