Það stefndi í markasúpu er Raheem Sterling skoraði strax á sjöundu mínútu eftir laglegt samspil og flestir héldu þá að City myndi ganga á lagið.
Þeir fengu vítaspyrnu á 43. mínútu. Á punktinn steig Gabriel Jesus en hann skaut boltanum framhjá. Hörmuleg vítaspyrna og 1-0 í hálfleik.
MISSED!
It's a shocking penalty from Gabriel Jesus.
He fires it well wide of the post. https://t.co/rZSyU3uVtd
— BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2019
Í hálfleiknum fór Ederson af velli og í markið kom Claudio Bravo. Á fjórðu mínútu síðari hálfleiks jafnaði Mario Pasalic metin með glæsilegum skalla.
Þegar níu mínútur voru eftir fór Bravo í glæfralegt úthlaup sem endaði með því að Bravo gerðist brotlegur og var sendur í sturtu. City markmannslausir og Kyle Walker var sendur af bekknum til þess að fara í markið.
Kyle Walker has now made more saves (1) than Ederson and Claudio Bravo combined (0) vs. Atalanta.
Start him at Anfield. pic.twitter.com/t9eR6Qr2s2
— Squawka Football (@Squawka) November 6, 2019
Hann fékk ekkert mark á sig á þeim fimmtán mínútum sem voru eftir og lokatölur 1-1. City á toppi riðilsins með tíu stig en Atalanta er á botninum með eitt stig.