Skólaráð Kelduskóla klofið í afstöðu sinni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 20:00 Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga. Fyrirhugaðar breytingar á skólakerfinu í norðanverðum Grafarvogi, sem fela með annars í sér að Kelduskóla Korpu verði lokað, hafa lagst mis vel í foreldra. Foreldrafélög og skólaráð þeirra skóla sem í hlut eiga höfðu frest þangað til í dag til að skila inn umsögn um málið. Í umsögn foreldrafélags Kelduskóla segir meðal annars að kjörnir fulltrúar „þurfi að átta sig á því að starf þeirra er þjónustustarf en ekki yfirboðarastarf þar sem ákvarðanir eru teknar í geðþótta, svo jaðri við valdníðslu.“ Verði ekki fallið frá fyrirætlununum eða íbúakosningu hrint af stað, áskilji foreldrar sér rétt til að leita lögbundinna leiða til að sporna gegn áformunum. Umsögnin var borin undir foreldra og kváðust yfir 80% þeirra mjög sammála. Ekki fengust upplýsingar um efni umsagnar skólaráðs Kelduskóla en tveir fulltrúar ráðsins, fulltrúi foreldra og fulltrúi grenndarsamfélags, skiluðu séráliti þar sem fram kemur að ekki hafi ríkt samstaða innan ráðsins og þeir telji breytingarnar ekki til þess fallnar að bæta skólastarfið. Þess má geta að fulltrúi grenndarsamfélagsins er jafnframt formaður foreldrafélagsins. Samkvæmt tillögunni yrði Kelduskóla-Korpu lokað. Unglingadeildin yrði í Víkurskóla og 1. til 7. bekkur í Engjaskóla og Borgarskóla.Vísir/HafsteinnSigrún Agatha Árnadóttir er meðal þeirra foreldra sem hugnast áformin ekki. „Það er ekki gott þegar að börn eru að stíga sín fyrstu skref í skólakerfinu að það sé verið að hræra svona mikið með þau,“ segir Sigrún. Dætur hennar ganga nú í Kelduskóla Vík sem stendur til að verði eingöngu unglingaskóli samkvæmt tillögunni. Þetta yrði ekki í fyrsta skipti sem þær þyrftu að skipta um skóla vegna ákvarðana borgaryfirvalda. „Eldri stelpan mín fer í tvo leikskóla á tveimur árum, svo upp í fyrsta bekk og hérna [í Kelduskóla Vík] í öðrum bekk og svo stendur til að hún fari í þá fimmta skólann á jafn mörgum árum eftir þessar breytingar og það er ekki gott,“ segir Sigrún.Sigrún Agatha Árnadóttir á tvær stelpur sem ganga í Kelduskóla Vík.Vísir/Elín Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga. Fyrirhugaðar breytingar á skólakerfinu í norðanverðum Grafarvogi, sem fela með annars í sér að Kelduskóla Korpu verði lokað, hafa lagst mis vel í foreldra. Foreldrafélög og skólaráð þeirra skóla sem í hlut eiga höfðu frest þangað til í dag til að skila inn umsögn um málið. Í umsögn foreldrafélags Kelduskóla segir meðal annars að kjörnir fulltrúar „þurfi að átta sig á því að starf þeirra er þjónustustarf en ekki yfirboðarastarf þar sem ákvarðanir eru teknar í geðþótta, svo jaðri við valdníðslu.“ Verði ekki fallið frá fyrirætlununum eða íbúakosningu hrint af stað, áskilji foreldrar sér rétt til að leita lögbundinna leiða til að sporna gegn áformunum. Umsögnin var borin undir foreldra og kváðust yfir 80% þeirra mjög sammála. Ekki fengust upplýsingar um efni umsagnar skólaráðs Kelduskóla en tveir fulltrúar ráðsins, fulltrúi foreldra og fulltrúi grenndarsamfélags, skiluðu séráliti þar sem fram kemur að ekki hafi ríkt samstaða innan ráðsins og þeir telji breytingarnar ekki til þess fallnar að bæta skólastarfið. Þess má geta að fulltrúi grenndarsamfélagsins er jafnframt formaður foreldrafélagsins. Samkvæmt tillögunni yrði Kelduskóla-Korpu lokað. Unglingadeildin yrði í Víkurskóla og 1. til 7. bekkur í Engjaskóla og Borgarskóla.Vísir/HafsteinnSigrún Agatha Árnadóttir er meðal þeirra foreldra sem hugnast áformin ekki. „Það er ekki gott þegar að börn eru að stíga sín fyrstu skref í skólakerfinu að það sé verið að hræra svona mikið með þau,“ segir Sigrún. Dætur hennar ganga nú í Kelduskóla Vík sem stendur til að verði eingöngu unglingaskóli samkvæmt tillögunni. Þetta yrði ekki í fyrsta skipti sem þær þyrftu að skipta um skóla vegna ákvarðana borgaryfirvalda. „Eldri stelpan mín fer í tvo leikskóla á tveimur árum, svo upp í fyrsta bekk og hérna [í Kelduskóla Vík] í öðrum bekk og svo stendur til að hún fari í þá fimmta skólann á jafn mörgum árum eftir þessar breytingar og það er ekki gott,“ segir Sigrún.Sigrún Agatha Árnadóttir á tvær stelpur sem ganga í Kelduskóla Vík.Vísir/Elín
Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira