Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Kjartan Kjartansson skrifar 7. nóvember 2019 07:39 Barr (t.h.) hefur verið tryggur Trump forseta. Hann var meðal annars sakaður um að spinna niðurstöðu Mueller-skýrslunnar svonefndu. Hann féllst þó ekki á að gefa Trump forseta hreint sakarvottorð opinberlega vegna Úkraínumálsins nú. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti kom þeim skilaboðum til dómsmálaráðherra síns að hann héldi blaðamannafund og lýsti því opinberlega yfir að forsetinn hefði engin lög brotið í umdeildu símtali við forseta Úkraínu í sumar. Dómsmálaráðherrann er sagður hafa hafnað því.Washington Post segir að ráðgjafar Trump hafi borið William Barr, dómsmálaráðherra, skilaboðin. Eftir að Barr aðhafðist ekkert er forsetinn sagður hafa bryddað upp á því við ráðgjafa sína undanfarnar vikur með þeim orðum að hann óskaði þess að ráðherrann hefði haldið blaðamannafund til að styðja mál sitt. Beiðnin er sögð hafa átt sér stað í kringum 25. september um það leyti sem Hvíta húsið birti minnisblað um símtal Trump og Volodímírs Zelenskíj, forseta Úkraínu, sem hafði orðið uppljóstrara innan leyniþjónustunnar tilefni til að leggja inn formlega kvörtun vegna þess að Trump hefði mögulega misbeitt valdi sínu. Í minnisblaði Hvíta hússins kom fram að Trump bað Zelenskíj ítrekað um að gera sér „greiða“ með því að rannsaka pólitíska andstæðinga hans. Símtalið og uppljóstranakvörtunin varð fulltrúadeild Bandaríkjaþings tilefni til að hefja formlega rannsókn á mögulegum embættisbrotum Trump. Nafn Barr bar á góma í símtali Trump og Zelenskíj. Bað Trump úkraínska forsetann um að vinna með Barr og Rudy Giuliani, persónulegum lögmanni Trump, að rannsóknunum sem hann sóttist eftir. Dómsmálaráðuneytið hefur sagst koma af fjöllum um það. Þá er Barr sagður hafa komið því til skila að hann ætti ekki neina aðild að hverju því sem Trump forseti stæði í varðandi Úkraínu. Trump, sem hefur verið sakaður um að misbeita valdi sínu til að fá úkraínsk stjórnvöld til að gera sér persónulegan pólitískan greiða, hefur ítrekað lýst símtali sínu og Zelenskíj sem fullkomnu. Nokkrir háttsettir embættismenn í ríkisstjórn hans hafa þó nýlega borið vitni um að Trump hafi haldið eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð við Úkraínu og fundi í Hvíta húsinu sem Úkraínumenn sóttust eftir til að þvinga þá til að fallast á að rannsaka pólitíska óvini hans. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendu Úkraínustjórn hvað hún átti að segja um rannsóknir sem Trump vildi Vitnisburðir tveggja sendifulltrúa Trump forseta í Úkraínu voru gerðir opinberir í gær. Annar þeirra breytti fyrri framburði verulega og segir nú að Trump hafi notað hernaðaraðstoð sem skiptimynt í samskiptunum við Austur-Evrópulandið. 6. nóvember 2019 12:15 Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45 Vilja að starfsmannastjóri Trump beri vitni Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Mick Mulvaney, fyrrverandi þingmann og starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að mæta á fund þingmanna. Hann ætlar ekki að verða við beiðninni. 5. nóvember 2019 23:48 Ráðgjafi staðfesti að Trump sóttist eftir rannsóknum en taldi það ekki ólöglegt Fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðsins staðfesti framburð um að Trump hafi haldi eftir hernaðaraðstoð til Úkraínu til að þrýsta á um pólitískan greiða en sagðist þó ekki hafa talið það óviðeigandi eða ólöglegt. 31. október 2019 21:45 Lykilvitni breytir framburði sínum Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, hefur viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. 5. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti kom þeim skilaboðum til dómsmálaráðherra síns að hann héldi blaðamannafund og lýsti því opinberlega yfir að forsetinn hefði engin lög brotið í umdeildu símtali við forseta Úkraínu í sumar. Dómsmálaráðherrann er sagður hafa hafnað því.Washington Post segir að ráðgjafar Trump hafi borið William Barr, dómsmálaráðherra, skilaboðin. Eftir að Barr aðhafðist ekkert er forsetinn sagður hafa bryddað upp á því við ráðgjafa sína undanfarnar vikur með þeim orðum að hann óskaði þess að ráðherrann hefði haldið blaðamannafund til að styðja mál sitt. Beiðnin er sögð hafa átt sér stað í kringum 25. september um það leyti sem Hvíta húsið birti minnisblað um símtal Trump og Volodímírs Zelenskíj, forseta Úkraínu, sem hafði orðið uppljóstrara innan leyniþjónustunnar tilefni til að leggja inn formlega kvörtun vegna þess að Trump hefði mögulega misbeitt valdi sínu. Í minnisblaði Hvíta hússins kom fram að Trump bað Zelenskíj ítrekað um að gera sér „greiða“ með því að rannsaka pólitíska andstæðinga hans. Símtalið og uppljóstranakvörtunin varð fulltrúadeild Bandaríkjaþings tilefni til að hefja formlega rannsókn á mögulegum embættisbrotum Trump. Nafn Barr bar á góma í símtali Trump og Zelenskíj. Bað Trump úkraínska forsetann um að vinna með Barr og Rudy Giuliani, persónulegum lögmanni Trump, að rannsóknunum sem hann sóttist eftir. Dómsmálaráðuneytið hefur sagst koma af fjöllum um það. Þá er Barr sagður hafa komið því til skila að hann ætti ekki neina aðild að hverju því sem Trump forseti stæði í varðandi Úkraínu. Trump, sem hefur verið sakaður um að misbeita valdi sínu til að fá úkraínsk stjórnvöld til að gera sér persónulegan pólitískan greiða, hefur ítrekað lýst símtali sínu og Zelenskíj sem fullkomnu. Nokkrir háttsettir embættismenn í ríkisstjórn hans hafa þó nýlega borið vitni um að Trump hafi haldið eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð við Úkraínu og fundi í Hvíta húsinu sem Úkraínumenn sóttust eftir til að þvinga þá til að fallast á að rannsaka pólitíska óvini hans.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendu Úkraínustjórn hvað hún átti að segja um rannsóknir sem Trump vildi Vitnisburðir tveggja sendifulltrúa Trump forseta í Úkraínu voru gerðir opinberir í gær. Annar þeirra breytti fyrri framburði verulega og segir nú að Trump hafi notað hernaðaraðstoð sem skiptimynt í samskiptunum við Austur-Evrópulandið. 6. nóvember 2019 12:15 Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45 Vilja að starfsmannastjóri Trump beri vitni Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Mick Mulvaney, fyrrverandi þingmann og starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að mæta á fund þingmanna. Hann ætlar ekki að verða við beiðninni. 5. nóvember 2019 23:48 Ráðgjafi staðfesti að Trump sóttist eftir rannsóknum en taldi það ekki ólöglegt Fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðsins staðfesti framburð um að Trump hafi haldi eftir hernaðaraðstoð til Úkraínu til að þrýsta á um pólitískan greiða en sagðist þó ekki hafa talið það óviðeigandi eða ólöglegt. 31. október 2019 21:45 Lykilvitni breytir framburði sínum Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, hefur viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. 5. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Sendu Úkraínustjórn hvað hún átti að segja um rannsóknir sem Trump vildi Vitnisburðir tveggja sendifulltrúa Trump forseta í Úkraínu voru gerðir opinberir í gær. Annar þeirra breytti fyrri framburði verulega og segir nú að Trump hafi notað hernaðaraðstoð sem skiptimynt í samskiptunum við Austur-Evrópulandið. 6. nóvember 2019 12:15
Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45
Vilja að starfsmannastjóri Trump beri vitni Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Mick Mulvaney, fyrrverandi þingmann og starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að mæta á fund þingmanna. Hann ætlar ekki að verða við beiðninni. 5. nóvember 2019 23:48
Ráðgjafi staðfesti að Trump sóttist eftir rannsóknum en taldi það ekki ólöglegt Fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðsins staðfesti framburð um að Trump hafi haldi eftir hernaðaraðstoð til Úkraínu til að þrýsta á um pólitískan greiða en sagðist þó ekki hafa talið það óviðeigandi eða ólöglegt. 31. október 2019 21:45
Lykilvitni breytir framburði sínum Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, hefur viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. 5. nóvember 2019 20:00