Opið bréf til dóms- og kirkjumálaráðherra: Er kirkjan hlaðin mistökum? Ómar Torfason skrifar 10. nóvember 2019 08:00 Ágæti ráðherra, Þú hélst sem kirkjumálaráðherra, þ.e. æðsti yfirmaður kirkjunnar að forseta lýðveldisins undanskildum, erindi á nýafstöðnu Kirkjuþingi, þar sem þú lagðir á það áherslu að kirkjan lærði af þeim mistökum sínum að hafa fyrrum daufheyrst við kalli samtímans í þágu mannréttinda, fyrst og fremst samkynheigðra, og skilið kærleikann og umburðarlyndið eftir utan garðs. Þú segir reyndar í lok erindisins að „þannig sýnir kirkjan að hún hefur lært af mistökunum – með því að beita sér í þágu mannréttinda, standa með fólkinu, mennskunni og sýna kærleika í verki.“ Hún á sem sagt sitthvað ólært (af mistökum sínum), þótt hún hafi nú þegar lært mikið. Þjóðkirkjan er kristin, envangelísk-lútersk kirkja, sem kennir sig við þýska siðbótarfrömuðinn Martein Lúther (1483-1546). Hún á sér rætur í trúarumróti þess tíma sem og fyrri tíma. Fylgismenn hennar nefnast prótestantar, sem á íslensku hefur verið útlagt sem mótmælendur, sem er í reynd hjáskot, þar sem grunnhugmyndin er pro = fyrir og testimonium = vitnisburður, þ.e. kirkja sem stendur fyrir því sem rétt er, þ.e. lýðræði og samviskufrelsi. Hún er öllum opin óháð trúarafstöðu. Hún er kristin því að hún grundvallar tilveru sína og tilurð á Jesú Kristi, orðum hans og athöfnum svo sem fram kemur í Nýja-testamentinu. Nánari skilgreinig á Jesúm er að „hann mun frelsa lýð sinn frá syndum hans“ (Matt. 1:21). Kristur er útlagt sem „hinn smurði“, eða Messías, og „sá sem sendur er“. Til nánari útlistunar hafa forvígismenn kirkjunnar frá bernskudögum hennar komið sér saman um trúarjátningu, og eru þær nú fimm talsins, og er þar helst að nefna Ágsborgarjátninguna frá 1530. Jesús Kristur er þungamiðjan, frelsari mannsins, höfundur lífsins og skapari alls. Hann gerir tilkall til guðdómsins sem upphaf allrar tilveru. Hann er Guð (JHWH) Gamla-testamentisins (Jóh. 8:58). Kirkjan, með Jesúm Krist að grunni, stendur frammi fyrir tvíbentum vanda, þ.e. kenningunni um ríkin tvö. Annars vegar er það ríki andans, þar sem Guð leiðir manninn til tímanlegs og um síðir eilífs hjálpræðis, og hins vegar veraldarríkið, sem er handleiðsla Guðs varðandi ytri skipan mannlegu skipulagi til nauðsynjar, sem um leið lýtur skynsemi mannsins og úrræðum hans og stjórnast af ytra valdi. Þetta tvíþætta hlutverk hefur reynst henni miserfitt, og þekkt er að hún hefur átt það til að beita valdi til að verja hina „sönnu“ kenningu ríkis andans á kostnað samviskufrelsisins. Það er hér sem komið er að skilgreiningunni „mistök“, sem þú nefnir svo. Kirkjan hefur í tímans rás tekist á við guðfræðina annars vegar og samfélagsandann hins vegar. Slíkt tekur tíma og getur sú glíma ekki talist til mistaka. Reynslur verða að mistökum þegar endurtekningar þeirra eiga sér stað með neikvæðum afleiðingum fyrir færri eða fleiri. Glíman við hugmyndafræði lútandi að samkynhneigð var á sínum tíma ný reynsla sem kirkjan þurfti svigrúm til að vinna úr, en oft hefur gætt óþolinmæði í hennar garð við úrvinnslu, einkum þegar tveir andstæðir pólar mætast. Þessi togstreita milli ríkis andans og veraldarríkisins kom sterklega fram í hugmyndafræðilegri glímu kirkjunnar við samfélagið varðandi kynhneigð og kynhegðun. Var málefnið guðfræðilegs eðlis, þ.e. ríki andans, eða siðfræðilegs/samfélgaslegs eðlis, þ.e. veraldarríkið? Þann 27. júni 2010 samþykkti kirkjan um síðir hjúskaparlögin sem ná einnig til samkynja para. Þar með vék guðfræðin fyrir samfélagsþrýstingnum; veraldarríkið varð ríki andans yfirsterkara. Jesús Kristur er skapari mannsins, kallaði hann fram á sjónarsviðið á sínum tíma. Ferlið sem slíkt verður hér látið liggja milli hluta, en sköpunin hefur í sér innbyggðan tilgang. Guð er skapari, það er innbyggt og órofa heild í eðli hans og skilgreiningu. Tilvist mannsins hefur þannig í sér fólginn vissan tilgang. Jesús Kristur staðhæfði, að maðurinn hafi verið skapaður sem karl (hebr. ish) og kona (hebr. isha) og saman myndi þá heild sem kallast maður (hebr. adam). Konan var mynduð úr síðu mannsins, allegóría eða ekki, til ítrekunar á því að þau væru jafningjar. Það er því ófrávíkjanlegur guðfræðilegur skilningur Ritningarinnar að ímynd sköpunarinnar byggi á jafnræði og gagnkynhneigð. Þú ert æðsti yfirmaður kirkjunnar hvað veraldarríkið varðar, en hvað ríki andans varðar þá ríkir biskup kirkjunnar þar með vígslubiskupana tvo sér við hlið. Það er þeirra að stýra kirkjunni í stormviðri kenninganna. Þú hefur þar enga skilgreinda aðkomu sem ráðherra. Það að „þjóðkirkjan verði (framtíð (innskot mitt)) að læra af mistökum sínum“ fellur óhjákvæmilega utan þíns ramma, þar sem meint mistök kirkjunnar varða guðfræði og þar með alfarið ríki andans. „Hákoni varð helst að falli, að hlýddi hann eigi tímans kalli“ á sér eflaust marga stoðina í raunveruleikanum, en að sama skapi má segja það sama varðandi staðhæfingu F. W. Nietzsche (1844-1900): „Guðfræðingur hefur samkvæmt skilgreiningu rangt fyrir sér.“Ecclesia semper reformanda (kirkja þess að vera stöðugt siðbætt) er ekki algild kenning.Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar Torfason Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Ágæti ráðherra, Þú hélst sem kirkjumálaráðherra, þ.e. æðsti yfirmaður kirkjunnar að forseta lýðveldisins undanskildum, erindi á nýafstöðnu Kirkjuþingi, þar sem þú lagðir á það áherslu að kirkjan lærði af þeim mistökum sínum að hafa fyrrum daufheyrst við kalli samtímans í þágu mannréttinda, fyrst og fremst samkynheigðra, og skilið kærleikann og umburðarlyndið eftir utan garðs. Þú segir reyndar í lok erindisins að „þannig sýnir kirkjan að hún hefur lært af mistökunum – með því að beita sér í þágu mannréttinda, standa með fólkinu, mennskunni og sýna kærleika í verki.“ Hún á sem sagt sitthvað ólært (af mistökum sínum), þótt hún hafi nú þegar lært mikið. Þjóðkirkjan er kristin, envangelísk-lútersk kirkja, sem kennir sig við þýska siðbótarfrömuðinn Martein Lúther (1483-1546). Hún á sér rætur í trúarumróti þess tíma sem og fyrri tíma. Fylgismenn hennar nefnast prótestantar, sem á íslensku hefur verið útlagt sem mótmælendur, sem er í reynd hjáskot, þar sem grunnhugmyndin er pro = fyrir og testimonium = vitnisburður, þ.e. kirkja sem stendur fyrir því sem rétt er, þ.e. lýðræði og samviskufrelsi. Hún er öllum opin óháð trúarafstöðu. Hún er kristin því að hún grundvallar tilveru sína og tilurð á Jesú Kristi, orðum hans og athöfnum svo sem fram kemur í Nýja-testamentinu. Nánari skilgreinig á Jesúm er að „hann mun frelsa lýð sinn frá syndum hans“ (Matt. 1:21). Kristur er útlagt sem „hinn smurði“, eða Messías, og „sá sem sendur er“. Til nánari útlistunar hafa forvígismenn kirkjunnar frá bernskudögum hennar komið sér saman um trúarjátningu, og eru þær nú fimm talsins, og er þar helst að nefna Ágsborgarjátninguna frá 1530. Jesús Kristur er þungamiðjan, frelsari mannsins, höfundur lífsins og skapari alls. Hann gerir tilkall til guðdómsins sem upphaf allrar tilveru. Hann er Guð (JHWH) Gamla-testamentisins (Jóh. 8:58). Kirkjan, með Jesúm Krist að grunni, stendur frammi fyrir tvíbentum vanda, þ.e. kenningunni um ríkin tvö. Annars vegar er það ríki andans, þar sem Guð leiðir manninn til tímanlegs og um síðir eilífs hjálpræðis, og hins vegar veraldarríkið, sem er handleiðsla Guðs varðandi ytri skipan mannlegu skipulagi til nauðsynjar, sem um leið lýtur skynsemi mannsins og úrræðum hans og stjórnast af ytra valdi. Þetta tvíþætta hlutverk hefur reynst henni miserfitt, og þekkt er að hún hefur átt það til að beita valdi til að verja hina „sönnu“ kenningu ríkis andans á kostnað samviskufrelsisins. Það er hér sem komið er að skilgreiningunni „mistök“, sem þú nefnir svo. Kirkjan hefur í tímans rás tekist á við guðfræðina annars vegar og samfélagsandann hins vegar. Slíkt tekur tíma og getur sú glíma ekki talist til mistaka. Reynslur verða að mistökum þegar endurtekningar þeirra eiga sér stað með neikvæðum afleiðingum fyrir færri eða fleiri. Glíman við hugmyndafræði lútandi að samkynhneigð var á sínum tíma ný reynsla sem kirkjan þurfti svigrúm til að vinna úr, en oft hefur gætt óþolinmæði í hennar garð við úrvinnslu, einkum þegar tveir andstæðir pólar mætast. Þessi togstreita milli ríkis andans og veraldarríkisins kom sterklega fram í hugmyndafræðilegri glímu kirkjunnar við samfélagið varðandi kynhneigð og kynhegðun. Var málefnið guðfræðilegs eðlis, þ.e. ríki andans, eða siðfræðilegs/samfélgaslegs eðlis, þ.e. veraldarríkið? Þann 27. júni 2010 samþykkti kirkjan um síðir hjúskaparlögin sem ná einnig til samkynja para. Þar með vék guðfræðin fyrir samfélagsþrýstingnum; veraldarríkið varð ríki andans yfirsterkara. Jesús Kristur er skapari mannsins, kallaði hann fram á sjónarsviðið á sínum tíma. Ferlið sem slíkt verður hér látið liggja milli hluta, en sköpunin hefur í sér innbyggðan tilgang. Guð er skapari, það er innbyggt og órofa heild í eðli hans og skilgreiningu. Tilvist mannsins hefur þannig í sér fólginn vissan tilgang. Jesús Kristur staðhæfði, að maðurinn hafi verið skapaður sem karl (hebr. ish) og kona (hebr. isha) og saman myndi þá heild sem kallast maður (hebr. adam). Konan var mynduð úr síðu mannsins, allegóría eða ekki, til ítrekunar á því að þau væru jafningjar. Það er því ófrávíkjanlegur guðfræðilegur skilningur Ritningarinnar að ímynd sköpunarinnar byggi á jafnræði og gagnkynhneigð. Þú ert æðsti yfirmaður kirkjunnar hvað veraldarríkið varðar, en hvað ríki andans varðar þá ríkir biskup kirkjunnar þar með vígslubiskupana tvo sér við hlið. Það er þeirra að stýra kirkjunni í stormviðri kenninganna. Þú hefur þar enga skilgreinda aðkomu sem ráðherra. Það að „þjóðkirkjan verði (framtíð (innskot mitt)) að læra af mistökum sínum“ fellur óhjákvæmilega utan þíns ramma, þar sem meint mistök kirkjunnar varða guðfræði og þar með alfarið ríki andans. „Hákoni varð helst að falli, að hlýddi hann eigi tímans kalli“ á sér eflaust marga stoðina í raunveruleikanum, en að sama skapi má segja það sama varðandi staðhæfingu F. W. Nietzsche (1844-1900): „Guðfræðingur hefur samkvæmt skilgreiningu rangt fyrir sér.“Ecclesia semper reformanda (kirkja þess að vera stöðugt siðbætt) er ekki algild kenning.Höfundur er sjúkraþjálfari.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun