Fundu kókaínið falið fyrir ofan loftklæðningu í íbúð mannsins Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. október 2019 22:49 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/Vilhelm Svo virðist sem almennt umferðareftirlit á Suðurnesjum hafi orðið til þess að lögreglumenn höfðu hendur í hári þriggja manna sem grunaðir eru um umfangsmikið fíkniefnasmygl til landsins. Sex lítrar af amfetamínbasa og rúm tvö kíló fundust á heimili manns sem lögreglan grunaði um akstur undir áhrifum. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að starfsmaður Airport Associates á Keflavíkurflugvelli hefði verið handtekinn ásamt tveimur fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Mennirnir eru fæddir árið 1991 og 1992 samkvæmt heimildum fréttastofu. Húsleit mun hafa farið fram í fyrirtækinu. Gæsluvarðhald yfir einum mannanna var fellt úr gildi af Landsrétti og úrskurðurinn birtur á vef réttarins í kvöld. Þar kemur fram að lögreglumenn á Suðurnesjum hafi veit bifreið athygli sem ekið var suður Krossmóa 4 í Reykjanesbæ þann 23. október. Í viðræðum lögreglu við ökumann hafi vaknað grunur um að hann væri undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Maðurinn var í framhaldinu handtekinn. Ekkert fannst í bíl mannsins en við leit á honum fundust rúmlega 62 þúsund krónur í reiðufé og lítil skeið sem lögregla telur að sé notuð til neyslu fíkniefna. Þá fundust í fótum hans fimm stafræn herbergislyklakort. Tvö ómerkt, einn merktur „…. geymsla“ og tveir með númerið 103.Lögregla vinnur nú að lausn málsins.Vísir/Jói KHægt að framleiða tugi kílóa af amfetamíni Við leit á heimili mannsins fannst svo mikið magn fíkniefna. Annars vegar sex lítrar af amfetamínbasa sem má áætla að hægt sé að framleiða 30-60 kíló af amfetamíni úr. Hins vegar 2,1 kíló af kókaíni í pappakassa og rauðri íþróttatösku fyrir ofan loftklæðningu. Þá hafi einnig fundist í skókassa á gólfi í fataskáp íbúðarinnar þrjú töfluglös merkt Xanax, fjórtán gelbréf merkt „Kamagra“ og poki af óþekktu hvítu dufti. Einnig hafi fundist rafstuðsvasaljós undir rúmi íbúðarinnar. Við skýrslutöku lögreglu viðurkenndi maðurinn að stunda sölu fíkniefna. Vísaði hann á annan mann sem hefði látið hann hafa milljón króna í reiðufé. Kvittun fyrir kaupum á evrum fyrir þá upphæð fannst í íbúð mannsins. Var sá einstaklingur handtekinn.Samkvæmt heimildum fréttastofu tengjast mennirnir allir sama fyrirtækinu á Keflavíkurflugvelli.vísir/vilhelmMilljón í reiðufé Lögregla telur rökstuddan grun um að þriðji maðurinn eigi aðild að málinu með því að aðstoða við fjármögnun á flutningum á efnunum til landsins. Vísar lögregla til tengsla mannanna hvað þetta atriði varðar í kröfugerð sinni. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, gat ekki tjáð sig um tengsl mannanna við flugvöllinn í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann segir rannsókn málsins enn í fullum gangi en vel á veg komna. Mennirnir þrír voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í síðustu viku á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Úrskurður yfir þriðja manninum var felldur úr gildi í Landsrétti og gengur hann því laus. Í greinagerð lögreglu kemur fram að rannsaka þurfi magn og styrkleika hinna meintu fíkniefna betur. Sömuleiðis kanna tengsl við hugsanlega vitorðsmenn hér á landi og erlendis. Jafnframt eigi eftir að afla upplýsinga um inneign mannanna á banka og greina farsímagögn.Uppfært: Úrskurður Landsréttar var birtur á vef dómstólana í kvöld en er nú ekki að finna lengur á þeim vef. Fíkn Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og tveir fyrrverandi starfsmenn grunaðir um umfangsmikið fíkniefnasmygl Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og tveir fyrrverandi starfsmenn flugvallarins eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um umfangsmikið fíkniefnasmygl. Eru þeir grunaðir um að hafa smyglað nokkrum lítrum af amfetamínbasa og rúmlega tveimur kílóum af kókaíni til landsins. 30. október 2019 18:39 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Svo virðist sem almennt umferðareftirlit á Suðurnesjum hafi orðið til þess að lögreglumenn höfðu hendur í hári þriggja manna sem grunaðir eru um umfangsmikið fíkniefnasmygl til landsins. Sex lítrar af amfetamínbasa og rúm tvö kíló fundust á heimili manns sem lögreglan grunaði um akstur undir áhrifum. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að starfsmaður Airport Associates á Keflavíkurflugvelli hefði verið handtekinn ásamt tveimur fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Mennirnir eru fæddir árið 1991 og 1992 samkvæmt heimildum fréttastofu. Húsleit mun hafa farið fram í fyrirtækinu. Gæsluvarðhald yfir einum mannanna var fellt úr gildi af Landsrétti og úrskurðurinn birtur á vef réttarins í kvöld. Þar kemur fram að lögreglumenn á Suðurnesjum hafi veit bifreið athygli sem ekið var suður Krossmóa 4 í Reykjanesbæ þann 23. október. Í viðræðum lögreglu við ökumann hafi vaknað grunur um að hann væri undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Maðurinn var í framhaldinu handtekinn. Ekkert fannst í bíl mannsins en við leit á honum fundust rúmlega 62 þúsund krónur í reiðufé og lítil skeið sem lögregla telur að sé notuð til neyslu fíkniefna. Þá fundust í fótum hans fimm stafræn herbergislyklakort. Tvö ómerkt, einn merktur „…. geymsla“ og tveir með númerið 103.Lögregla vinnur nú að lausn málsins.Vísir/Jói KHægt að framleiða tugi kílóa af amfetamíni Við leit á heimili mannsins fannst svo mikið magn fíkniefna. Annars vegar sex lítrar af amfetamínbasa sem má áætla að hægt sé að framleiða 30-60 kíló af amfetamíni úr. Hins vegar 2,1 kíló af kókaíni í pappakassa og rauðri íþróttatösku fyrir ofan loftklæðningu. Þá hafi einnig fundist í skókassa á gólfi í fataskáp íbúðarinnar þrjú töfluglös merkt Xanax, fjórtán gelbréf merkt „Kamagra“ og poki af óþekktu hvítu dufti. Einnig hafi fundist rafstuðsvasaljós undir rúmi íbúðarinnar. Við skýrslutöku lögreglu viðurkenndi maðurinn að stunda sölu fíkniefna. Vísaði hann á annan mann sem hefði látið hann hafa milljón króna í reiðufé. Kvittun fyrir kaupum á evrum fyrir þá upphæð fannst í íbúð mannsins. Var sá einstaklingur handtekinn.Samkvæmt heimildum fréttastofu tengjast mennirnir allir sama fyrirtækinu á Keflavíkurflugvelli.vísir/vilhelmMilljón í reiðufé Lögregla telur rökstuddan grun um að þriðji maðurinn eigi aðild að málinu með því að aðstoða við fjármögnun á flutningum á efnunum til landsins. Vísar lögregla til tengsla mannanna hvað þetta atriði varðar í kröfugerð sinni. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, gat ekki tjáð sig um tengsl mannanna við flugvöllinn í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann segir rannsókn málsins enn í fullum gangi en vel á veg komna. Mennirnir þrír voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í síðustu viku á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Úrskurður yfir þriðja manninum var felldur úr gildi í Landsrétti og gengur hann því laus. Í greinagerð lögreglu kemur fram að rannsaka þurfi magn og styrkleika hinna meintu fíkniefna betur. Sömuleiðis kanna tengsl við hugsanlega vitorðsmenn hér á landi og erlendis. Jafnframt eigi eftir að afla upplýsinga um inneign mannanna á banka og greina farsímagögn.Uppfært: Úrskurður Landsréttar var birtur á vef dómstólana í kvöld en er nú ekki að finna lengur á þeim vef.
Fíkn Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og tveir fyrrverandi starfsmenn grunaðir um umfangsmikið fíkniefnasmygl Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og tveir fyrrverandi starfsmenn flugvallarins eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um umfangsmikið fíkniefnasmygl. Eru þeir grunaðir um að hafa smyglað nokkrum lítrum af amfetamínbasa og rúmlega tveimur kílóum af kókaíni til landsins. 30. október 2019 18:39 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og tveir fyrrverandi starfsmenn grunaðir um umfangsmikið fíkniefnasmygl Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og tveir fyrrverandi starfsmenn flugvallarins eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um umfangsmikið fíkniefnasmygl. Eru þeir grunaðir um að hafa smyglað nokkrum lítrum af amfetamínbasa og rúmlega tveimur kílóum af kókaíni til landsins. 30. október 2019 18:39