Menntadagur Garðabæjar: Kynningar á yfir 40 fjölbreyttum þróunarverkefnum skólanna í bænum Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar 31. október 2019 10:06 Menntadagur Garðabæjar hefur fest sig í sessi sem fróðlegt og skemmtilegt stefnumót skólafólks í Garðabæ. Dagurinn var haldinn í fjórða skiptið sl. föstudag 25. október, en þá koma saman starfsmenn allra leik- og grunnskóla í Garðabæ. Kennarar og aðrir sérfræðingar kynna fjölbreytt þróunarverkefni sem hafa verið styrkt úr þróunarsjóðum leik- og grunnskóla Garðabæjar, meistaraverkefni eru kynnt, kennarar Fjölbrautaskólans í Garðabæ fjalla um nýjungar í kennsluháttum, auk þess sem settir eru upp sýningabásar og veggspjöld þar sem nýjungar og þróunarstarf er kynnt. Erlendur sérfræðingur fjallaði um áskoranir og leiðir í námsferlinu og bauð upp á vinnustofur fyrir leiðtogahópa. 165 milljónir til þróunarverkefna í leik- og grunnskólum skapa framsækni Í Garðabæ er fjöldi af fjölbreyttum og framsæknum þróunarverkefnum á leik- og grunnskólastigi. Þróunarsjóðir hafa síðastliðin fimm ár úthlutað samtals 165 milljónum til leik- og grunnskóla og skapað kennurum og öðrum sérfræðingum skólanna aukna möguleika til að vinna á framsækinn hátt á eigin fagsviði. Þróunarverkefnin efla því bæði sérfræðingana í skólum sem vinna verkefnin, námsupplifun nemenda og skólasamfélagið okkar. Þróunarsjóður skapar nýbreytni og fjölbreytileika Meðal verkefna sem kynnt voru að þessu sinni eru: Velferð barna í Garðabæ, Nemandi dagsins; Jákvæð samskipti, Réttindasmiðja- og fræðsla, Heilsueflandi vinnustaðir, Shake it down-shake it up, Hljóðakennsla með stýrðum fyrirmælum, Ævintýraferðir, Forritun, hönnun og lífsleikni, Út fyrir kassann, Vinur okkar Lubbi, PlastPlan endurvinnslustöð, Nemendamiðuð verkefni, Sköpun, Reading Plus lesskilningsverkefni, Ritunarkennsla, Notun snjallforrita við tónsköpun, Endurgjöf nemenda, Nemendalýðræði, Atvinnutengt nám, Stærðfræði og rúmskynjun, Skapandi samstarf list- og verkgreina, Vaxandi hugarfar, Bernskulæsi, Leiðsagnarmat í stærðfræði, Gagnvirk verkefni með lestrarefninu. Mikilvægi skólaþróunar Skólastarf í Garðabæ er metnaðarfullt og sérfræðingarnir í skólunum okkar framsæknir fagmenn. Skólastarf þarf að vera í þróun þar sem það mætir sífellt nýjum áskorunum í breytilegu samfélagi. Stolt af sterkum hópi metnaðarfullra sérfræðinga í skólunum okkar er mér efst í huga eftir frábæran Menntadag Garðabæjar. Til hamingju með framsækin þróunarverkefni, skólafólk í Garðabæ! Höfundur er formaður skólanefndar grunnskóla í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skóla - og menntamál Sigríður Hulda Jónsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Menntadagur Garðabæjar hefur fest sig í sessi sem fróðlegt og skemmtilegt stefnumót skólafólks í Garðabæ. Dagurinn var haldinn í fjórða skiptið sl. föstudag 25. október, en þá koma saman starfsmenn allra leik- og grunnskóla í Garðabæ. Kennarar og aðrir sérfræðingar kynna fjölbreytt þróunarverkefni sem hafa verið styrkt úr þróunarsjóðum leik- og grunnskóla Garðabæjar, meistaraverkefni eru kynnt, kennarar Fjölbrautaskólans í Garðabæ fjalla um nýjungar í kennsluháttum, auk þess sem settir eru upp sýningabásar og veggspjöld þar sem nýjungar og þróunarstarf er kynnt. Erlendur sérfræðingur fjallaði um áskoranir og leiðir í námsferlinu og bauð upp á vinnustofur fyrir leiðtogahópa. 165 milljónir til þróunarverkefna í leik- og grunnskólum skapa framsækni Í Garðabæ er fjöldi af fjölbreyttum og framsæknum þróunarverkefnum á leik- og grunnskólastigi. Þróunarsjóðir hafa síðastliðin fimm ár úthlutað samtals 165 milljónum til leik- og grunnskóla og skapað kennurum og öðrum sérfræðingum skólanna aukna möguleika til að vinna á framsækinn hátt á eigin fagsviði. Þróunarverkefnin efla því bæði sérfræðingana í skólum sem vinna verkefnin, námsupplifun nemenda og skólasamfélagið okkar. Þróunarsjóður skapar nýbreytni og fjölbreytileika Meðal verkefna sem kynnt voru að þessu sinni eru: Velferð barna í Garðabæ, Nemandi dagsins; Jákvæð samskipti, Réttindasmiðja- og fræðsla, Heilsueflandi vinnustaðir, Shake it down-shake it up, Hljóðakennsla með stýrðum fyrirmælum, Ævintýraferðir, Forritun, hönnun og lífsleikni, Út fyrir kassann, Vinur okkar Lubbi, PlastPlan endurvinnslustöð, Nemendamiðuð verkefni, Sköpun, Reading Plus lesskilningsverkefni, Ritunarkennsla, Notun snjallforrita við tónsköpun, Endurgjöf nemenda, Nemendalýðræði, Atvinnutengt nám, Stærðfræði og rúmskynjun, Skapandi samstarf list- og verkgreina, Vaxandi hugarfar, Bernskulæsi, Leiðsagnarmat í stærðfræði, Gagnvirk verkefni með lestrarefninu. Mikilvægi skólaþróunar Skólastarf í Garðabæ er metnaðarfullt og sérfræðingarnir í skólunum okkar framsæknir fagmenn. Skólastarf þarf að vera í þróun þar sem það mætir sífellt nýjum áskorunum í breytilegu samfélagi. Stolt af sterkum hópi metnaðarfullra sérfræðinga í skólunum okkar er mér efst í huga eftir frábæran Menntadag Garðabæjar. Til hamingju með framsækin þróunarverkefni, skólafólk í Garðabæ! Höfundur er formaður skólanefndar grunnskóla í Garðabæ.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar