Gangan er í heildina 4.588 kílómetrar að lengd og segist Posner vera breyttur maður eftir ferðalagið. Þegar hann var ekki að arka langar leiðir nýtti hann tímann í jóga og hugleiðslu.
My name is Mike Posner and I walked across America. Keep Going. pic.twitter.com/4h7pPQTV9T
— mikeposner (@MikePosner) October 18, 2019
Á leiðinni bauð hann fólki að ganga með sér ef það vildi og var eitt af helstu markmiðum hans að eyða meiri tíma í að hlusta á fólk. Á vefsíðu sinni segir hann markmiðið hafa verið þríþætt:
„Að njóta þess að lifa mínu lífi og hjálpa öðrum að njóta þeirra“, „vera eins sannur við aðra og mögulegt er“ og að „hjálpa öðrum að upplifa stórfengleika“.
Gönguferðin gekk ekki áfallalaust fyrir sig en í ágúst var Posner fluttur með sjúkraflugi á sjúkrahús í Colorado eftir að hafa verið bitinn af skröltormi. Það setti töluvert strik í reikninginn þar sem söngvarinn þurfti að vera í endurhæfingu í nokkrar vikur.
Á meðan göngunni stóð gaf söngvarinn út ný lög og sagði hann þau endurspegla þroska sem hann hafði tekið út á ferðalagi sínu.