Telja sig hafa fundið japanskt flugmóðurskip á fimm kílómetra dýpi Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2019 23:40 Rob Kraft, yfirmaður neðansjávarleita Vulcan Inc. skoðar sónarmynd af botni Kyrrahafsins. AP/Caleb Jones Rannsakendur fyrirtækisins Vulcan Inc. telja sig hafa fundið annað af fjórum flugmóðurskipum Japana sem Bandaríkjamenn sökktu í orrustunni við Midway í seinni heimsstyrjöldinni. Orrustan þykir vendipunktur í stríði ríkjanna. Rúmri viku eftir að rannsakendurnir á skipinu Petrel fundu flak flugmóðurskipsins Kaga segjast þeir hafa fundið annað hvort Akagi eða Soryu. Með því að notast við fjarstýrðan kafbát með sónar fannst flakið á fimm og hálfs kílómetra dýpi í Kyrrahafinu. Nánar tiltekið rúmlega tvö þúsund kílómetra norðvestur af Hawai-eyjum. Næsta skref er að senda annan kafbát með nákvæmari sónar og þannig verður hægt að greina flakið betur og staðfesta um hvort flugmóðurskipið sé að ræða. Sú sjóferð mun taka um átta klukkustundir. Þar til í síðustu viku hafði einungis eitt af þeim sjö skipum sem sukku í orrustunni um Midway í júní 1942 fundist. Japanar misstu fimm skip, þar af fjögur flugmóðurskip, og Bandaríkjamenn tvö. Rúmlega tvö þúsund Japanir og 300 Bandaríkjamenn létu lífið. Kaga fannst í síðustu viku á tæplega fimm kílómetra dýpi. Sónarmyndir sýna að skipið sökk á miklum hraða og er stærðarinnar gígur í kringum skipið á hafsbotni, eins og stór sprenging hafi átt sér stað. Stefni skipsins er grafið djúpt í hafsbotninn en það þykir þó heillegt. Áhöfn Petrel vonast til þess að finna öll skipin sem sukku og safna gögnum um þau. Auðjöfurinn Paul Allen, sem stofnaði Microsoft með Bill Gates, hóf leitarverkefnið. Áhöfn Petrel hefur um árabil unnið með sjóher Bandaríkjanna og öðrum ríkjum að því að finna og skrásetja sokkin skip og hingað til hafa þau fundið rúmlega 30.Hér má sjá sjónvarpsfrétt AP fréttaveitunnar um fund Kaga.Hér má sjá sónarmyndir sem teknar voru í dag. Að endingu má sjá myndband sem áhöfn Petrel gerði um fund Kaga. Fornminjar Japan Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Rannsakendur fyrirtækisins Vulcan Inc. telja sig hafa fundið annað af fjórum flugmóðurskipum Japana sem Bandaríkjamenn sökktu í orrustunni við Midway í seinni heimsstyrjöldinni. Orrustan þykir vendipunktur í stríði ríkjanna. Rúmri viku eftir að rannsakendurnir á skipinu Petrel fundu flak flugmóðurskipsins Kaga segjast þeir hafa fundið annað hvort Akagi eða Soryu. Með því að notast við fjarstýrðan kafbát með sónar fannst flakið á fimm og hálfs kílómetra dýpi í Kyrrahafinu. Nánar tiltekið rúmlega tvö þúsund kílómetra norðvestur af Hawai-eyjum. Næsta skref er að senda annan kafbát með nákvæmari sónar og þannig verður hægt að greina flakið betur og staðfesta um hvort flugmóðurskipið sé að ræða. Sú sjóferð mun taka um átta klukkustundir. Þar til í síðustu viku hafði einungis eitt af þeim sjö skipum sem sukku í orrustunni um Midway í júní 1942 fundist. Japanar misstu fimm skip, þar af fjögur flugmóðurskip, og Bandaríkjamenn tvö. Rúmlega tvö þúsund Japanir og 300 Bandaríkjamenn létu lífið. Kaga fannst í síðustu viku á tæplega fimm kílómetra dýpi. Sónarmyndir sýna að skipið sökk á miklum hraða og er stærðarinnar gígur í kringum skipið á hafsbotni, eins og stór sprenging hafi átt sér stað. Stefni skipsins er grafið djúpt í hafsbotninn en það þykir þó heillegt. Áhöfn Petrel vonast til þess að finna öll skipin sem sukku og safna gögnum um þau. Auðjöfurinn Paul Allen, sem stofnaði Microsoft með Bill Gates, hóf leitarverkefnið. Áhöfn Petrel hefur um árabil unnið með sjóher Bandaríkjanna og öðrum ríkjum að því að finna og skrásetja sokkin skip og hingað til hafa þau fundið rúmlega 30.Hér má sjá sjónvarpsfrétt AP fréttaveitunnar um fund Kaga.Hér má sjá sónarmyndir sem teknar voru í dag. Að endingu má sjá myndband sem áhöfn Petrel gerði um fund Kaga.
Fornminjar Japan Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira