Segir frá reynslu sinni sem atvinnumaður í fótbolta á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2019 10:30 Camille Bassett. Skjámynd/Youtube Camille Bassett ákvað að deila með öllum upplifun sinni af því að spila sem atvinnumaður á Íslandi en þessi 22 ára sóknarmaður lék með Stjörnunni í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Camille Bassett fór yfir reynslu sína af Íslandi og íslenskum fótbolta í myndbandi sem hún setti síðan inn á Youtube. Hún hóf þó myndbandið á því að segja að hún væri ekki vön að gera svona því hingað til hefur hún aðeins setti tilþrifamyndbönd og myndbönd af ferðalögum inn á Youtube síðuna sína. „Ég var bara á Íslandi í þrjá mánuði en þetta voru fyrstu kynni mín af atvinnumennsku sem og að ég fór til útlanda í fyrsta sinn,“ sagði Camille Bassett sem ákvað að henda í myndband í stað þess að vera að svara alltaf sömu spurningunum aftur og aftur. „Ég ákvað að tala um það sem mér fannst áhugaverðast og kannski getur þessi reynsla mín hjálpað ykkur sem eru að pæla í því að reyna fyrir ykkur sem atvinnumenn í fótbolta í Evrópu einhvern daginn,“ sagði Camille. Camille ræðir fyrst tungumálið og segir að það hafi ráðið miklu um hverjar urðu vinkonur hennar því það voru þær sem töluðu ensku við hana. „Ég reyndi að læra íslensku en það var alltof erfitt. Íslenskan er fallegt tungumál en mjög ólíkt ensku. Ég var bara í þrjá mánuði og lærði ekki mörg orð,“ sagði Camille. „Liðsfélagar mínir töluðu ensku en allar æfingarnar fóru fram á íslensku. Ég þurfti því að elta hinar stelpurnar eða spyrja þær hvað væri í gangi,“ sagði Camille sem viðurkennir að hafa oft ekki vitað hvað væri í gangi á æfingunni. Þjálfararnir voru greinilega ekkert að hafa áhyggjur af því að það skyldu ekki allar það sem þeir voru að segja.Skjámynd/YoutubeCamille saknaði líka að hafa sjúkraþjálfara á öllum æfingum og að það var allt í einu á hennar herðum að passa upp á líkamann sinn eftir æfingar. Hún var óvön því enda þegar hún spilaði í bandaríska háskólaboltanum þá var sjúkraþjálfari á öllum æfingum. „Hvað varðar fótboltann sjálfan þá var hann hraðari og harðari en ég var vön. Leikmenn voru líka með meiri tækni en ég er vön. Ég veit ekki hvort að þetta sé hinn dæmigerði evrópski fótbolti eða hvort að þetta sé bara íslenskur fótbolti en það var krafan að allir leikmenn áttu að reyna að komast fram hjá tveimur eða þremur leikmönnum,“ sagði Camille og bætti við: „Þetta var skrítið fyrir mig því ég vön því að senda boltann og spila í fáum snertingum. Þetta þvingaði mig til að læra meiri tækni en það er minn veikasti hlekkur sem fótboltakona,“ sagði Camille. Hún var mikið á varamannabekknum og nefnir það sérstaklega að varamennirnir hafi ekki fengið að hita upp með byrjunarliðinu. Í bandaríska háskólafótboltanum eru fleiri en þrjár skiptingar og þar geta leikmenn farið inn og út af vellinum eins og í körfubolta og handbolta. Camille Bassett kom til Stjörnunnar um mitt sumar og náði að spila átta leiki með liðinu í Pepsi Max deild kvenna. Hún var þó aðeins í byrjunarliðinu í þremur leikjum, fyrsta leiknum eftir að hún kom og svo í tveimur síðustu leikjunum. Camille Bassett náði ekki að skora í Pepsi Max deildinni og átti heldur ekki stoðsendingu. Í lok myndbandsins fer hún yfir bæði það neikvæða og jákvæða við það að spila á Íslandi. „Það var mjög góð reynsla fyrir mig að spila mitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður á Íslandi,“ sagði Camille. Það má sjá allt myndbandið hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Camille Bassett ákvað að deila með öllum upplifun sinni af því að spila sem atvinnumaður á Íslandi en þessi 22 ára sóknarmaður lék með Stjörnunni í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Camille Bassett fór yfir reynslu sína af Íslandi og íslenskum fótbolta í myndbandi sem hún setti síðan inn á Youtube. Hún hóf þó myndbandið á því að segja að hún væri ekki vön að gera svona því hingað til hefur hún aðeins setti tilþrifamyndbönd og myndbönd af ferðalögum inn á Youtube síðuna sína. „Ég var bara á Íslandi í þrjá mánuði en þetta voru fyrstu kynni mín af atvinnumennsku sem og að ég fór til útlanda í fyrsta sinn,“ sagði Camille Bassett sem ákvað að henda í myndband í stað þess að vera að svara alltaf sömu spurningunum aftur og aftur. „Ég ákvað að tala um það sem mér fannst áhugaverðast og kannski getur þessi reynsla mín hjálpað ykkur sem eru að pæla í því að reyna fyrir ykkur sem atvinnumenn í fótbolta í Evrópu einhvern daginn,“ sagði Camille. Camille ræðir fyrst tungumálið og segir að það hafi ráðið miklu um hverjar urðu vinkonur hennar því það voru þær sem töluðu ensku við hana. „Ég reyndi að læra íslensku en það var alltof erfitt. Íslenskan er fallegt tungumál en mjög ólíkt ensku. Ég var bara í þrjá mánuði og lærði ekki mörg orð,“ sagði Camille. „Liðsfélagar mínir töluðu ensku en allar æfingarnar fóru fram á íslensku. Ég þurfti því að elta hinar stelpurnar eða spyrja þær hvað væri í gangi,“ sagði Camille sem viðurkennir að hafa oft ekki vitað hvað væri í gangi á æfingunni. Þjálfararnir voru greinilega ekkert að hafa áhyggjur af því að það skyldu ekki allar það sem þeir voru að segja.Skjámynd/YoutubeCamille saknaði líka að hafa sjúkraþjálfara á öllum æfingum og að það var allt í einu á hennar herðum að passa upp á líkamann sinn eftir æfingar. Hún var óvön því enda þegar hún spilaði í bandaríska háskólaboltanum þá var sjúkraþjálfari á öllum æfingum. „Hvað varðar fótboltann sjálfan þá var hann hraðari og harðari en ég var vön. Leikmenn voru líka með meiri tækni en ég er vön. Ég veit ekki hvort að þetta sé hinn dæmigerði evrópski fótbolti eða hvort að þetta sé bara íslenskur fótbolti en það var krafan að allir leikmenn áttu að reyna að komast fram hjá tveimur eða þremur leikmönnum,“ sagði Camille og bætti við: „Þetta var skrítið fyrir mig því ég vön því að senda boltann og spila í fáum snertingum. Þetta þvingaði mig til að læra meiri tækni en það er minn veikasti hlekkur sem fótboltakona,“ sagði Camille. Hún var mikið á varamannabekknum og nefnir það sérstaklega að varamennirnir hafi ekki fengið að hita upp með byrjunarliðinu. Í bandaríska háskólafótboltanum eru fleiri en þrjár skiptingar og þar geta leikmenn farið inn og út af vellinum eins og í körfubolta og handbolta. Camille Bassett kom til Stjörnunnar um mitt sumar og náði að spila átta leiki með liðinu í Pepsi Max deild kvenna. Hún var þó aðeins í byrjunarliðinu í þremur leikjum, fyrsta leiknum eftir að hún kom og svo í tveimur síðustu leikjunum. Camille Bassett náði ekki að skora í Pepsi Max deildinni og átti heldur ekki stoðsendingu. Í lok myndbandsins fer hún yfir bæði það neikvæða og jákvæða við það að spila á Íslandi. „Það var mjög góð reynsla fyrir mig að spila mitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður á Íslandi,“ sagði Camille. Það má sjá allt myndbandið hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira