Hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi dómsmálaráðherra Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 21. október 2019 12:30 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis segir að nefndin muni ákveða á miðvikudaginn að hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi dómsmálaráðherra vegna ábendinga FAFT samtakanna. Þá verður opinn fundur um málið í efnahags-og viðskiptanefnd þingsins á morgun. Ísland fór á gráan lista samtakanna Financial Action Force FATF yfir ríkis sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti á föstudaginn og er nú á listanum með löndum eins og Afganistan, Írak og Úganda. Á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar var borin fram tillaga um að kanna verklag dómsmálaráðherra og ráðuneyta í aðdraganda ákvörðunarinnar. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er formaður nefndarinnar.Sjá einnig: Þingnefndir ræða veru Íslands á gráum lista „Jón Steindór Valdimarsson [þingmaður Viðreisnar] bar fram þessa tillögu og við Guðmundur Andri [Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar] tókum undir hana, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd myndi hefja frumkvæðisathugun á verklagi ráðherra og þeirra ráðuneyta sem við á, gagnvart ábendingum FATF-starfshópsins, eða framkvæmdastjórnarinnar eins og hún hefur verið nefnd,“ segir Þórhildur Sunna. Ákveðið hafi verið að taka afstöðu til málsins á miðvikudaginn og Jóni Steindóri var falið að kanna hvernig þessi athugun ætti að fara fram. „Við höfum nægjanlegan fjölda nefndarmanna til að hefja frumkvæðisathugun og hefðum þannig séð getað ákveðið að ýta en kusum að verða við þeirri ósk annarra nefndarmanna að gefa þessu smá tíma til þess að setja utan um þetta kannski aðeins meiri ramma,“ segir Þórhildur Sunna. Þá verður opinn fundur í efnahags-og viðskiptanefnd á morgun um málið. „Þar verður fókusinn þó eilítið annar heldur en stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vegna þess að þar mun auðvitað málið einna helst snúa að því hvað á eftir að gera til að við komumst af þessum gráa lista.“ Þórhildur Sunna telur veru Íslands á listanum geta haft alvarleg áhrif. „Fullyrðingar ráðherra í kjölfarið, um að þetta sé nú kannski ekki svo alvarlegt, það er augljóst að þeim fannst það alvarlegt áður en að við fórum á þennan gráa lista, og ég trúi ekki öðru en að þeim finnist það grafalvarlegt að við séum á honum í dag, sama hvað hver segir,“ segir Þórhildur Sunna. Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
Formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis segir að nefndin muni ákveða á miðvikudaginn að hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi dómsmálaráðherra vegna ábendinga FAFT samtakanna. Þá verður opinn fundur um málið í efnahags-og viðskiptanefnd þingsins á morgun. Ísland fór á gráan lista samtakanna Financial Action Force FATF yfir ríkis sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti á föstudaginn og er nú á listanum með löndum eins og Afganistan, Írak og Úganda. Á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar var borin fram tillaga um að kanna verklag dómsmálaráðherra og ráðuneyta í aðdraganda ákvörðunarinnar. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er formaður nefndarinnar.Sjá einnig: Þingnefndir ræða veru Íslands á gráum lista „Jón Steindór Valdimarsson [þingmaður Viðreisnar] bar fram þessa tillögu og við Guðmundur Andri [Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar] tókum undir hana, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd myndi hefja frumkvæðisathugun á verklagi ráðherra og þeirra ráðuneyta sem við á, gagnvart ábendingum FATF-starfshópsins, eða framkvæmdastjórnarinnar eins og hún hefur verið nefnd,“ segir Þórhildur Sunna. Ákveðið hafi verið að taka afstöðu til málsins á miðvikudaginn og Jóni Steindóri var falið að kanna hvernig þessi athugun ætti að fara fram. „Við höfum nægjanlegan fjölda nefndarmanna til að hefja frumkvæðisathugun og hefðum þannig séð getað ákveðið að ýta en kusum að verða við þeirri ósk annarra nefndarmanna að gefa þessu smá tíma til þess að setja utan um þetta kannski aðeins meiri ramma,“ segir Þórhildur Sunna. Þá verður opinn fundur í efnahags-og viðskiptanefnd á morgun um málið. „Þar verður fókusinn þó eilítið annar heldur en stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vegna þess að þar mun auðvitað málið einna helst snúa að því hvað á eftir að gera til að við komumst af þessum gráa lista.“ Þórhildur Sunna telur veru Íslands á listanum geta haft alvarleg áhrif. „Fullyrðingar ráðherra í kjölfarið, um að þetta sé nú kannski ekki svo alvarlegt, það er augljóst að þeim fannst það alvarlegt áður en að við fórum á þennan gráa lista, og ég trúi ekki öðru en að þeim finnist það grafalvarlegt að við séum á honum í dag, sama hvað hver segir,“ segir Þórhildur Sunna.
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira