Hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi dómsmálaráðherra Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 21. október 2019 12:30 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis segir að nefndin muni ákveða á miðvikudaginn að hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi dómsmálaráðherra vegna ábendinga FAFT samtakanna. Þá verður opinn fundur um málið í efnahags-og viðskiptanefnd þingsins á morgun. Ísland fór á gráan lista samtakanna Financial Action Force FATF yfir ríkis sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti á föstudaginn og er nú á listanum með löndum eins og Afganistan, Írak og Úganda. Á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar var borin fram tillaga um að kanna verklag dómsmálaráðherra og ráðuneyta í aðdraganda ákvörðunarinnar. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er formaður nefndarinnar.Sjá einnig: Þingnefndir ræða veru Íslands á gráum lista „Jón Steindór Valdimarsson [þingmaður Viðreisnar] bar fram þessa tillögu og við Guðmundur Andri [Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar] tókum undir hana, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd myndi hefja frumkvæðisathugun á verklagi ráðherra og þeirra ráðuneyta sem við á, gagnvart ábendingum FATF-starfshópsins, eða framkvæmdastjórnarinnar eins og hún hefur verið nefnd,“ segir Þórhildur Sunna. Ákveðið hafi verið að taka afstöðu til málsins á miðvikudaginn og Jóni Steindóri var falið að kanna hvernig þessi athugun ætti að fara fram. „Við höfum nægjanlegan fjölda nefndarmanna til að hefja frumkvæðisathugun og hefðum þannig séð getað ákveðið að ýta en kusum að verða við þeirri ósk annarra nefndarmanna að gefa þessu smá tíma til þess að setja utan um þetta kannski aðeins meiri ramma,“ segir Þórhildur Sunna. Þá verður opinn fundur í efnahags-og viðskiptanefnd á morgun um málið. „Þar verður fókusinn þó eilítið annar heldur en stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vegna þess að þar mun auðvitað málið einna helst snúa að því hvað á eftir að gera til að við komumst af þessum gráa lista.“ Þórhildur Sunna telur veru Íslands á listanum geta haft alvarleg áhrif. „Fullyrðingar ráðherra í kjölfarið, um að þetta sé nú kannski ekki svo alvarlegt, það er augljóst að þeim fannst það alvarlegt áður en að við fórum á þennan gráa lista, og ég trúi ekki öðru en að þeim finnist það grafalvarlegt að við séum á honum í dag, sama hvað hver segir,“ segir Þórhildur Sunna. Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis segir að nefndin muni ákveða á miðvikudaginn að hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi dómsmálaráðherra vegna ábendinga FAFT samtakanna. Þá verður opinn fundur um málið í efnahags-og viðskiptanefnd þingsins á morgun. Ísland fór á gráan lista samtakanna Financial Action Force FATF yfir ríkis sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti á föstudaginn og er nú á listanum með löndum eins og Afganistan, Írak og Úganda. Á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar var borin fram tillaga um að kanna verklag dómsmálaráðherra og ráðuneyta í aðdraganda ákvörðunarinnar. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er formaður nefndarinnar.Sjá einnig: Þingnefndir ræða veru Íslands á gráum lista „Jón Steindór Valdimarsson [þingmaður Viðreisnar] bar fram þessa tillögu og við Guðmundur Andri [Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar] tókum undir hana, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd myndi hefja frumkvæðisathugun á verklagi ráðherra og þeirra ráðuneyta sem við á, gagnvart ábendingum FATF-starfshópsins, eða framkvæmdastjórnarinnar eins og hún hefur verið nefnd,“ segir Þórhildur Sunna. Ákveðið hafi verið að taka afstöðu til málsins á miðvikudaginn og Jóni Steindóri var falið að kanna hvernig þessi athugun ætti að fara fram. „Við höfum nægjanlegan fjölda nefndarmanna til að hefja frumkvæðisathugun og hefðum þannig séð getað ákveðið að ýta en kusum að verða við þeirri ósk annarra nefndarmanna að gefa þessu smá tíma til þess að setja utan um þetta kannski aðeins meiri ramma,“ segir Þórhildur Sunna. Þá verður opinn fundur í efnahags-og viðskiptanefnd á morgun um málið. „Þar verður fókusinn þó eilítið annar heldur en stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vegna þess að þar mun auðvitað málið einna helst snúa að því hvað á eftir að gera til að við komumst af þessum gráa lista.“ Þórhildur Sunna telur veru Íslands á listanum geta haft alvarleg áhrif. „Fullyrðingar ráðherra í kjölfarið, um að þetta sé nú kannski ekki svo alvarlegt, það er augljóst að þeim fannst það alvarlegt áður en að við fórum á þennan gráa lista, og ég trúi ekki öðru en að þeim finnist það grafalvarlegt að við séum á honum í dag, sama hvað hver segir,“ segir Þórhildur Sunna.
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira