Norður-Írar búa sig undir miklar frjálsræðisbreytingar Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2019 14:28 Stuðningsfólk réttsins til þungunarrofs stafar orðið afglæpavætt fyrir framan Stormont-þinghúsið við Belfast. AP/Niall Carson Allt útlit er fyrir að banni við hjónaböndum samkynhneigðra og þungunarrofi verði aflétt á Norður-Írlandi á miðnætti. Þá rennur út frestur sem breska þingið gaf Norður-Írum til að mynda heimastjórn sem þeir hafa verið án í að verða þrjú ár. Norður-Írland er eini hluti Bretlands þar sem hjónabönd samkynhneigðra eru ekki leyfð. Lög þar banna einnig þungunarrof nema þegar líf konu er í hættu. Íhaldsmenn í röðum bæði mótmælenda og kaþólikka hafa verið andvígir þungunarrofi og jafnrétti til hjónabands. Breska þingið samþykkti í júlí að breyta lögunum á Norður-Írlandi í frjálsræðisátt nema ný heimastjórn yrði mynduð fyrir 21. júlí. Heimastjórnin sprakk árið 2016 og hvorki hefur gengið né rekið að mynda nýja síðan vegna ágreinings flokka sambandssinna annars vegar og þjóðernissinna hins vegar. Lögum samkvæmt verða flokkar andstæðra fylkinga að mynda saman heimastjórn. Nær útilokað er talið að ný heimastjórn verði mynduð fyrir miðnætti. Baráttuhópar fyrir réttindum kvenna og samkynhneigðra hafa því nú þegar boðað til viðburða í dag til að fagna lagabreytingunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við ætlum ekki að halda okkur við sakbitni og skömm lengur. Á morgun breyttast lögin á þsesum stað og í fyrsta skipti á Norður-Írlandi verða konur frjálsar,“ sagði Dawn Puris, baráttukona fyrir rétti kvenna til þungunarrofs á viðburði í Belfast í dag. Þrátt fyrir að banninu við hjónaböndum samkynhneigðra verði aflétt á miðnætti er búist við að það taki breska þingið fram í miðjan janúar að samþykkja ný lög fyrir Norður-Írland. Þannig er gætu samkynhneigð pör gift sig í fyrsta skipti á valentínusardag, 14. febrúar. Hvað þungunarrof varðar verðu það ekki lengur saknæmt að gera eða gangast undir slíka meðferð eftir miðnætti. Þá tekur við umsagnarferli um hvernig lögum um það verður háttað í framtíðinni. Undirréttur á Norður-Írlandi komst að þeirri niðurstöðu að bannið stríddi gegn mannréttindaskuldbindingum Bretlands fyrr í þessum mánuði. Réttaráhrifum þess úrskurðar var frestað á meðan beðið var hvort bannið yrði fellt úr gildi eftir daginn í dag. Hinsegin Norður-Írland Þungunarrof Tengdar fréttir Þungunarrofsbann á Norður-Írlandi talið brjóta gegn mannréttindum Lögin verða þó ekki felld úr gildi þar sem skammt gæti verið þar til þungunarrof og samkynjahjónabönd verða lögleidd náist ekki að mynda heimastjórn á Norður-Írlandi. 3. október 2019 18:44 Samþykktu lögleiðingu samkynja hjónabanda á Norður-Írlandi Breska þingið gæti tekið fram fyrir hendurnar á Norður-Írum ef þeir klambra ekki saman heimastjórn fyrir lok október. Engin heimastjórn hefur verið þar frá því árið 2017. 9. júlí 2019 19:17 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Allt útlit er fyrir að banni við hjónaböndum samkynhneigðra og þungunarrofi verði aflétt á Norður-Írlandi á miðnætti. Þá rennur út frestur sem breska þingið gaf Norður-Írum til að mynda heimastjórn sem þeir hafa verið án í að verða þrjú ár. Norður-Írland er eini hluti Bretlands þar sem hjónabönd samkynhneigðra eru ekki leyfð. Lög þar banna einnig þungunarrof nema þegar líf konu er í hættu. Íhaldsmenn í röðum bæði mótmælenda og kaþólikka hafa verið andvígir þungunarrofi og jafnrétti til hjónabands. Breska þingið samþykkti í júlí að breyta lögunum á Norður-Írlandi í frjálsræðisátt nema ný heimastjórn yrði mynduð fyrir 21. júlí. Heimastjórnin sprakk árið 2016 og hvorki hefur gengið né rekið að mynda nýja síðan vegna ágreinings flokka sambandssinna annars vegar og þjóðernissinna hins vegar. Lögum samkvæmt verða flokkar andstæðra fylkinga að mynda saman heimastjórn. Nær útilokað er talið að ný heimastjórn verði mynduð fyrir miðnætti. Baráttuhópar fyrir réttindum kvenna og samkynhneigðra hafa því nú þegar boðað til viðburða í dag til að fagna lagabreytingunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við ætlum ekki að halda okkur við sakbitni og skömm lengur. Á morgun breyttast lögin á þsesum stað og í fyrsta skipti á Norður-Írlandi verða konur frjálsar,“ sagði Dawn Puris, baráttukona fyrir rétti kvenna til þungunarrofs á viðburði í Belfast í dag. Þrátt fyrir að banninu við hjónaböndum samkynhneigðra verði aflétt á miðnætti er búist við að það taki breska þingið fram í miðjan janúar að samþykkja ný lög fyrir Norður-Írland. Þannig er gætu samkynhneigð pör gift sig í fyrsta skipti á valentínusardag, 14. febrúar. Hvað þungunarrof varðar verðu það ekki lengur saknæmt að gera eða gangast undir slíka meðferð eftir miðnætti. Þá tekur við umsagnarferli um hvernig lögum um það verður háttað í framtíðinni. Undirréttur á Norður-Írlandi komst að þeirri niðurstöðu að bannið stríddi gegn mannréttindaskuldbindingum Bretlands fyrr í þessum mánuði. Réttaráhrifum þess úrskurðar var frestað á meðan beðið var hvort bannið yrði fellt úr gildi eftir daginn í dag.
Hinsegin Norður-Írland Þungunarrof Tengdar fréttir Þungunarrofsbann á Norður-Írlandi talið brjóta gegn mannréttindum Lögin verða þó ekki felld úr gildi þar sem skammt gæti verið þar til þungunarrof og samkynjahjónabönd verða lögleidd náist ekki að mynda heimastjórn á Norður-Írlandi. 3. október 2019 18:44 Samþykktu lögleiðingu samkynja hjónabanda á Norður-Írlandi Breska þingið gæti tekið fram fyrir hendurnar á Norður-Írum ef þeir klambra ekki saman heimastjórn fyrir lok október. Engin heimastjórn hefur verið þar frá því árið 2017. 9. júlí 2019 19:17 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Þungunarrofsbann á Norður-Írlandi talið brjóta gegn mannréttindum Lögin verða þó ekki felld úr gildi þar sem skammt gæti verið þar til þungunarrof og samkynjahjónabönd verða lögleidd náist ekki að mynda heimastjórn á Norður-Írlandi. 3. október 2019 18:44
Samþykktu lögleiðingu samkynja hjónabanda á Norður-Írlandi Breska þingið gæti tekið fram fyrir hendurnar á Norður-Írum ef þeir klambra ekki saman heimastjórn fyrir lok október. Engin heimastjórn hefur verið þar frá því árið 2017. 9. júlí 2019 19:17
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila