Leituðu aldrei afstöðu Ingibjargar til beiðni blaðamannsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. október 2019 16:28 Arnar Þór Sverrisson, lögmaður Seðlabanka Íslands, í Héraðsdómi Reykjaness þegar málið var flutt í byrjun mánaðar. Vísir/vilhelm Seðlabanki Íslands byggði stefnu sína gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanns Fréttablaðsins, m.a. á því að „sanngjarnt væri og eðlilegt“ að fjárhagsmálefni Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, færu leynt. Í málinu kom þó fram að bankinn hefði ekki leitað eftir afstöðu Ingibjargar til beiðni Ara. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjaness í málinu, sem birtur var á vef dómstólanna í dag. Seðlabankinn stefndi Ara til að fá úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá því í júlí síðastliðnum felldan úr gildi. Nefndin taldi Seðlabankanum skylt að veita Ara upplýsingar um námsstyrk sem Ingibjörg fékk þegar Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við hana starfslokasamning. Seðlabankinn var á fimmtudag dæmdur til að afhenda Ara samninginn.Vísuðu til friðhelgi einkalífsins Samningurinn, sem dagsettur er 29. apríl 2016, var eitt af gögnum málsins og er í dómi nefndur Samningur um stuðning við námsdvöl og leyfi frá störfum. Seðlabankinn bar því fyrir sig að upplýsingarnar sem þar voru að finna vörðuðu með beinum hætti fjárhagsmálefni Ingibjargar, sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt skuli fara. Þannig vísaði bankinn til stjórnarskrárvarins rétts manna til friðhelgi einkalífs. Ekki fengist séð að hagsmunir almennings af því að upplýsingarnar yrðu gerðar opinberar vegi þyngra en þau réttindi Ingibjargar sem undir væru. Því bæri að fella úrskurðinn úr gildi.Ari Brynjólfsson, blaðamaður Fréttablaðsins.Vísir/VilhelmEkki aðrar fjárhagsupplýsingar en föst launakjör Í niðurstöðu dómsins er þessi röksemdafærsla bankans tekin sérstaklega fyrir. Vísað er í níundu grein upplýsingalaga þar sem fram kemur að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmál einstaklinga, sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í málinu kom þó fram að bankinn leitaði ekki eftir afstöðu Ingibjargar til beiðni Ara. Bankinn mat það jafnframt svo að upplýsingarnar í skjalinu varði áðurnefnda grein upplýsingalaga með beinum hætti. Þá var fallist á það með bankanum að almennt væru upplýsingar um fjárhagsmálefni varðar af stjórnarskrá en um það gildi þó undantekningar. Að mati dómsins var ekki að finna aðrar fjárhagsupplýsingar Ingibjargar í skjalinu en um föst launakjör hennar og því komi ákvæði upplýsingalaganna ekki til frekari álita við úrlausn málsins.Sjá einnig: Spurði hvort sami leyndarhjúpur ríkti ef Ingibjörg hefði fengið gullstöng eða bílDómurinn hafnaði því kröfu Seðlabanka Íslands um að úrskurður úrskurðarnefndar upplýsingamála verði felldur niður. Bankanum var því gert skylt að afhenda Ara skjalið, og honum jafnframt gert að greiða Ara 800 þúsund krónur í málskostnað. Ekki hafa fengist svör frá Seðlabankanum um það hvort bankinn hyggist áfrýja dómnum. Þá hafa gögnin ekki enn verið afhent. Heimildir Fréttablaðsins herma að Ingibjörg hafi fengið greitt á annan tug milljóna króna við starfslokin, bæði með launagreiðslum án kröfu um vinnuframlag og námsstyrk við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Spurði hvort sami leyndarhjúpur ríkti ef Ingibjörg hefði fengið gullstöng eða bíl Lögmenn í máli Seðlabanka Íslands gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, tókust á um upplýsingalög og framgöngu Seðlabankans gagnvart „varðhundi almennings“, blaðamanninum, í Héraðsdómi Reykjaness dag. 4. október 2019 12:36 Seðlabankinn dæmdur til að láta blaðamanninn hafa upplýsingarnar Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 18. október 2019 09:34 Ætla mögulega að óska eftir gögnunum í dag Lögmaður Ara Brynjólfssonar, blaðamanns Fréttablaðsins, mun mögulega fara fram á það í dag að Seðlabankinn afhendi Ara gögn um starfslokasamning Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 18. október 2019 12:53 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili Sjá meira
Seðlabanki Íslands byggði stefnu sína gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanns Fréttablaðsins, m.a. á því að „sanngjarnt væri og eðlilegt“ að fjárhagsmálefni Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, færu leynt. Í málinu kom þó fram að bankinn hefði ekki leitað eftir afstöðu Ingibjargar til beiðni Ara. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjaness í málinu, sem birtur var á vef dómstólanna í dag. Seðlabankinn stefndi Ara til að fá úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá því í júlí síðastliðnum felldan úr gildi. Nefndin taldi Seðlabankanum skylt að veita Ara upplýsingar um námsstyrk sem Ingibjörg fékk þegar Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við hana starfslokasamning. Seðlabankinn var á fimmtudag dæmdur til að afhenda Ara samninginn.Vísuðu til friðhelgi einkalífsins Samningurinn, sem dagsettur er 29. apríl 2016, var eitt af gögnum málsins og er í dómi nefndur Samningur um stuðning við námsdvöl og leyfi frá störfum. Seðlabankinn bar því fyrir sig að upplýsingarnar sem þar voru að finna vörðuðu með beinum hætti fjárhagsmálefni Ingibjargar, sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt skuli fara. Þannig vísaði bankinn til stjórnarskrárvarins rétts manna til friðhelgi einkalífs. Ekki fengist séð að hagsmunir almennings af því að upplýsingarnar yrðu gerðar opinberar vegi þyngra en þau réttindi Ingibjargar sem undir væru. Því bæri að fella úrskurðinn úr gildi.Ari Brynjólfsson, blaðamaður Fréttablaðsins.Vísir/VilhelmEkki aðrar fjárhagsupplýsingar en föst launakjör Í niðurstöðu dómsins er þessi röksemdafærsla bankans tekin sérstaklega fyrir. Vísað er í níundu grein upplýsingalaga þar sem fram kemur að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmál einstaklinga, sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í málinu kom þó fram að bankinn leitaði ekki eftir afstöðu Ingibjargar til beiðni Ara. Bankinn mat það jafnframt svo að upplýsingarnar í skjalinu varði áðurnefnda grein upplýsingalaga með beinum hætti. Þá var fallist á það með bankanum að almennt væru upplýsingar um fjárhagsmálefni varðar af stjórnarskrá en um það gildi þó undantekningar. Að mati dómsins var ekki að finna aðrar fjárhagsupplýsingar Ingibjargar í skjalinu en um föst launakjör hennar og því komi ákvæði upplýsingalaganna ekki til frekari álita við úrlausn málsins.Sjá einnig: Spurði hvort sami leyndarhjúpur ríkti ef Ingibjörg hefði fengið gullstöng eða bílDómurinn hafnaði því kröfu Seðlabanka Íslands um að úrskurður úrskurðarnefndar upplýsingamála verði felldur niður. Bankanum var því gert skylt að afhenda Ara skjalið, og honum jafnframt gert að greiða Ara 800 þúsund krónur í málskostnað. Ekki hafa fengist svör frá Seðlabankanum um það hvort bankinn hyggist áfrýja dómnum. Þá hafa gögnin ekki enn verið afhent. Heimildir Fréttablaðsins herma að Ingibjörg hafi fengið greitt á annan tug milljóna króna við starfslokin, bæði með launagreiðslum án kröfu um vinnuframlag og námsstyrk við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum.
Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Spurði hvort sami leyndarhjúpur ríkti ef Ingibjörg hefði fengið gullstöng eða bíl Lögmenn í máli Seðlabanka Íslands gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, tókust á um upplýsingalög og framgöngu Seðlabankans gagnvart „varðhundi almennings“, blaðamanninum, í Héraðsdómi Reykjaness dag. 4. október 2019 12:36 Seðlabankinn dæmdur til að láta blaðamanninn hafa upplýsingarnar Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 18. október 2019 09:34 Ætla mögulega að óska eftir gögnunum í dag Lögmaður Ara Brynjólfssonar, blaðamanns Fréttablaðsins, mun mögulega fara fram á það í dag að Seðlabankinn afhendi Ara gögn um starfslokasamning Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 18. október 2019 12:53 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili Sjá meira
Spurði hvort sami leyndarhjúpur ríkti ef Ingibjörg hefði fengið gullstöng eða bíl Lögmenn í máli Seðlabanka Íslands gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, tókust á um upplýsingalög og framgöngu Seðlabankans gagnvart „varðhundi almennings“, blaðamanninum, í Héraðsdómi Reykjaness dag. 4. október 2019 12:36
Seðlabankinn dæmdur til að láta blaðamanninn hafa upplýsingarnar Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 18. október 2019 09:34
Ætla mögulega að óska eftir gögnunum í dag Lögmaður Ara Brynjólfssonar, blaðamanns Fréttablaðsins, mun mögulega fara fram á það í dag að Seðlabankinn afhendi Ara gögn um starfslokasamning Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 18. október 2019 12:53