Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Atli Ísleifsson skrifar 22. október 2019 10:36 Nemendum í skólanum hefur fækkað úr 140 nemendum ári 2012 í 59 nemendur nú. Fréttablaðið/Ernir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segir ljóst að þegar litið sé til Grafarvogsins í Reykjavík þá séu þar of margir skólar starfræktir miðað við fjölda barna. Ójafnvægi sé milli borgarhluta hvað þetta varðar. Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu muni leggjast af frá og með næsta hausti . Samkvæmt tillögum borgarinnar hefur verið lagt til að tveir skólar verði í norðanverðum Grafarvogi fyrir nemendur í 1. til 7. bekk, annars vegar í Borgarhverfi og hins vegar í Engjahverfi. Þá verður einn sameiginlegur skóli á unglingastigi fyrir 8. til 10. bekk. Talið er að með þessu sparist um 200 milljónir á ári.Of margir, fámennir grunnskólar Skúli mætti í Bítið í morgun þar sem hann ræddi tillögurnar. Hann sagði borgina búa við það að í Grafarvogi séu margir, fámennir grunnskólar. „Við erum með átta grunnskóla í Grafarvoginum. Þeir eru fimm í Breiðholti, fjórir í Vesturbænum, þannig að það er ekki gott jafnvægi á milli borgarhlutanna hvað þetta varðar.“ Hann segir það vera mjög umdeilanlegt hvort að þörf hafi verið á öllum átta skólunum þegar þeim var komið á koppinn á sínum tíma. Svo vægt sé að orði komist. „Það var ekki alveg hugsað fyrir því að vera með sterkar einingar sem gætu farið í gegnum hæðir og lægðir í íbúafjöldanum og nemendafjöldanum. Síðan ef maður skoðar þetta aftur í tímann , þá yfirleitt þá jafna sig þessar sveiflur út. Það eykst nemendafjöldinn yfir ákveðið árabil og svo breytist það aftur. En við erum með eina stóra undantekningu frá þessu sem er skóli okkar í Korpunni þar sem við sjáum jafna, þétta og stöðuga fækkun frá 2012,“ segir Skúli. Nemendum í skólanum hefur fækkað úr 140 nemendum ári 2012 í 59 nemendur nú. Skúli segir engin dæmi um svo fámennan grunnskóla í borginni. Sá næstfámennasti skólinn í borginni sé á Kjalarnesi með tæplega 130 nemendur.Hlustað á sjónarmið foreldra Skúli segist vel skilja óánægju foreldra barna sem hafa stundað nám í Korpuskóla. „Þetta eru auðvitað ákveðnar breytingar og það er ákveðið rask sem fylgir breytingunum. Við tökum fullt mark á þeim sjónarmiðum sem koma frá þeim foreldrum.“ Skúli segir að borgin hafi reynt að koma til móts við sjónarmið foreldra og lágmarka raskið sem fylgja breytingunum. Skólaakstur verði tryggður milli hverfisins og þeirra skóla sem nemendur flytjast í, en um 1.700 metrar eru frá Korpuskóla og í næsta skóla sem yngri nemendur færu í eftir breytingarnar. Sömuleiðis stæði til að ráðast í samgöngubætur, bæta göngu- og hjólaleiðir, til að bæta öryggi í norðanverðum Grafarvogi. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Bítið Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21 Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10 Erfitt fyrir foreldra að heyra að skólanum verði lokað Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu verði lagt af, a.m.k. tímabundið, og nemendum boðin skólavist í Engjaskóla. 22. október 2019 06:00 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segir ljóst að þegar litið sé til Grafarvogsins í Reykjavík þá séu þar of margir skólar starfræktir miðað við fjölda barna. Ójafnvægi sé milli borgarhluta hvað þetta varðar. Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu muni leggjast af frá og með næsta hausti . Samkvæmt tillögum borgarinnar hefur verið lagt til að tveir skólar verði í norðanverðum Grafarvogi fyrir nemendur í 1. til 7. bekk, annars vegar í Borgarhverfi og hins vegar í Engjahverfi. Þá verður einn sameiginlegur skóli á unglingastigi fyrir 8. til 10. bekk. Talið er að með þessu sparist um 200 milljónir á ári.Of margir, fámennir grunnskólar Skúli mætti í Bítið í morgun þar sem hann ræddi tillögurnar. Hann sagði borgina búa við það að í Grafarvogi séu margir, fámennir grunnskólar. „Við erum með átta grunnskóla í Grafarvoginum. Þeir eru fimm í Breiðholti, fjórir í Vesturbænum, þannig að það er ekki gott jafnvægi á milli borgarhlutanna hvað þetta varðar.“ Hann segir það vera mjög umdeilanlegt hvort að þörf hafi verið á öllum átta skólunum þegar þeim var komið á koppinn á sínum tíma. Svo vægt sé að orði komist. „Það var ekki alveg hugsað fyrir því að vera með sterkar einingar sem gætu farið í gegnum hæðir og lægðir í íbúafjöldanum og nemendafjöldanum. Síðan ef maður skoðar þetta aftur í tímann , þá yfirleitt þá jafna sig þessar sveiflur út. Það eykst nemendafjöldinn yfir ákveðið árabil og svo breytist það aftur. En við erum með eina stóra undantekningu frá þessu sem er skóli okkar í Korpunni þar sem við sjáum jafna, þétta og stöðuga fækkun frá 2012,“ segir Skúli. Nemendum í skólanum hefur fækkað úr 140 nemendum ári 2012 í 59 nemendur nú. Skúli segir engin dæmi um svo fámennan grunnskóla í borginni. Sá næstfámennasti skólinn í borginni sé á Kjalarnesi með tæplega 130 nemendur.Hlustað á sjónarmið foreldra Skúli segist vel skilja óánægju foreldra barna sem hafa stundað nám í Korpuskóla. „Þetta eru auðvitað ákveðnar breytingar og það er ákveðið rask sem fylgir breytingunum. Við tökum fullt mark á þeim sjónarmiðum sem koma frá þeim foreldrum.“ Skúli segir að borgin hafi reynt að koma til móts við sjónarmið foreldra og lágmarka raskið sem fylgja breytingunum. Skólaakstur verði tryggður milli hverfisins og þeirra skóla sem nemendur flytjast í, en um 1.700 metrar eru frá Korpuskóla og í næsta skóla sem yngri nemendur færu í eftir breytingarnar. Sömuleiðis stæði til að ráðast í samgöngubætur, bæta göngu- og hjólaleiðir, til að bæta öryggi í norðanverðum Grafarvogi. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan.
Bítið Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21 Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10 Erfitt fyrir foreldra að heyra að skólanum verði lokað Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu verði lagt af, a.m.k. tímabundið, og nemendum boðin skólavist í Engjaskóla. 22. október 2019 06:00 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21
Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10
Erfitt fyrir foreldra að heyra að skólanum verði lokað Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu verði lagt af, a.m.k. tímabundið, og nemendum boðin skólavist í Engjaskóla. 22. október 2019 06:00