Grunaður um að berja, nauðga og rista kærustu sína á læri Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 22. október 2019 16:38 Landsréttur staðfesti úrskurð um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum í dag. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri er grunaður um að hafa reynt að drepa kærustu sína með því að berja hana ítrekað, taka hana hálstaki svo hún missti meðvitund og rist hana á hægra læri með veiðihnífi. Árásin átti sér stað 6. og 7. október en hann er sömuleiðis sakaður um að hafa nauðgað konunni. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði manninn í áframhaldandi gæsluvarðhald til 8. nóvember en Landsréttur staðfesti þann úrskurð í dag. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi reiðst mjög þegar konan tilkynnti að hún ætlaði frá honum og veist að henni með fyrrgreindum afleiðingum. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti meint árás sér stað í gámum úti á Granda að kvöldi sjötta október og morgni þess sjöunda. Um er að ræða úrræði á vegum borgarinnar fyrir langt leidda fíkla. Hinn grunaði sagði við skýrslutöku lögreglu aldrei hafa lagt hendur á konu. Hann á þó að baki dóm fyrir ofbeldi gegn fyrri sambýliskonu. Ætlaði að segja kærastanum upp Í greinargerð saksóknara kemur fram að málið sé rannsakað sem meint heimilisofbeldi, kynferðislegt ofbeldi og tilraun til manndráps. Lögregla hafi verið kölluð út að gámunum að morgni 7. október eftir tilkynningu frá konunni. Átti hún erfitt með að tjá sig sökum eymsla í höfði en sagði þó að hinn grunaði, kærasti hennar, hafi barið hana ítrekað og nauðgað. Það hafi hún gert eftir að hún tilkynnti honum að hún ætlaði að hætta með honum. Hún hafi yfirgefið gáminn og leitað skjóls hjá nágranna. Hinn grunaði hafi reiðst, fundið hana, tekið hálstaki með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund. Hafi hún dregið hana yfir í gáminn sinn þar sem hann hafi rist grunnan skurð með hníf á hægra læri hennar. Því hafi hann séð eftir og þau farið að sofa. Manninum var ekki runnin reiðin morguninn eftir að sögn konunnar. Hann hafi hótað henni lífláti með hnífi og sagst ætla að hengja hana. Hann hafi svo ráðist á hana og barið ítrekað í höfuðið, nauðgað henni og fengið sáðlát við það. Hann hafi þá aftur veist að henni með höggum. Dæmdur fyrir ofbeldi gegn konu Í framhaldinu yfirgaf hann gáminn að sögn konunnar en hótaði henni lífláti ef hún væri ekki enn þar þegar hann sneri aftur. Konan leitaði sér hjálpar hjá öðrum nágranna og hringdi í lögreglu sem mætti á svæðið. Hinn grunaði neitaði alfarið sök við skýrslutöku hjá lögreglunni. Fullyrti maðurinn að hann hafi hvorki beitt konuna kynferðislegu ofbeldi né líkamlegu ofbeldi. Raunar segist hann aldrei á ævi sinni hafa lagt hendur á konur. Samkvæmt sakavottorði mannsins hefur hann átta sinnum verið sakfelldur fyrir ofbeldisbrot, þar af fyrir ofbeldisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Meðal gagna málsins eru upplýsingar frá Fangelsismálastofnun þar sem kemur fram að samkvæmt niðurstöðum á fræðilegu mati sem var unnið af stofnunni voru taldar 61 prósent líkur á að hann mundi brjóta aftur af sér innan árs frá því hann lyki afplánun. Lykilvitni ekki enn gefið skýrslu Nágrannarnir sem aðstoðuðu konuna eftir barsmíðar hins grunaða hafa enn ekki gefið skýrslu í málinu. Annar þeirra var ekki í ástandi til þess þegar lögregla hugðist ræða við hann. Hinn nágranninn er reiður lögreglu. Hann lýsir því þannig að þegar konan hafi leitað til hans vegna árása hins grunaða hafi hann fundið tvær axir og verið tilbúinn að verjast frekari árásum. Lögreglan handtók hins vegar manninn í kjölfar tilkynningar um mann með tvær axir úti á Granda. Brást nágranninn ókvæða við þegar lögreglumenn hugðust ræða við hann við rannsókn málsins. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. 8. október 2019 18:30 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri er grunaður um að hafa reynt að drepa kærustu sína með því að berja hana ítrekað, taka hana hálstaki svo hún missti meðvitund og rist hana á hægra læri með veiðihnífi. Árásin átti sér stað 6. og 7. október en hann er sömuleiðis sakaður um að hafa nauðgað konunni. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði manninn í áframhaldandi gæsluvarðhald til 8. nóvember en Landsréttur staðfesti þann úrskurð í dag. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi reiðst mjög þegar konan tilkynnti að hún ætlaði frá honum og veist að henni með fyrrgreindum afleiðingum. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti meint árás sér stað í gámum úti á Granda að kvöldi sjötta október og morgni þess sjöunda. Um er að ræða úrræði á vegum borgarinnar fyrir langt leidda fíkla. Hinn grunaði sagði við skýrslutöku lögreglu aldrei hafa lagt hendur á konu. Hann á þó að baki dóm fyrir ofbeldi gegn fyrri sambýliskonu. Ætlaði að segja kærastanum upp Í greinargerð saksóknara kemur fram að málið sé rannsakað sem meint heimilisofbeldi, kynferðislegt ofbeldi og tilraun til manndráps. Lögregla hafi verið kölluð út að gámunum að morgni 7. október eftir tilkynningu frá konunni. Átti hún erfitt með að tjá sig sökum eymsla í höfði en sagði þó að hinn grunaði, kærasti hennar, hafi barið hana ítrekað og nauðgað. Það hafi hún gert eftir að hún tilkynnti honum að hún ætlaði að hætta með honum. Hún hafi yfirgefið gáminn og leitað skjóls hjá nágranna. Hinn grunaði hafi reiðst, fundið hana, tekið hálstaki með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund. Hafi hún dregið hana yfir í gáminn sinn þar sem hann hafi rist grunnan skurð með hníf á hægra læri hennar. Því hafi hann séð eftir og þau farið að sofa. Manninum var ekki runnin reiðin morguninn eftir að sögn konunnar. Hann hafi hótað henni lífláti með hnífi og sagst ætla að hengja hana. Hann hafi svo ráðist á hana og barið ítrekað í höfuðið, nauðgað henni og fengið sáðlát við það. Hann hafi þá aftur veist að henni með höggum. Dæmdur fyrir ofbeldi gegn konu Í framhaldinu yfirgaf hann gáminn að sögn konunnar en hótaði henni lífláti ef hún væri ekki enn þar þegar hann sneri aftur. Konan leitaði sér hjálpar hjá öðrum nágranna og hringdi í lögreglu sem mætti á svæðið. Hinn grunaði neitaði alfarið sök við skýrslutöku hjá lögreglunni. Fullyrti maðurinn að hann hafi hvorki beitt konuna kynferðislegu ofbeldi né líkamlegu ofbeldi. Raunar segist hann aldrei á ævi sinni hafa lagt hendur á konur. Samkvæmt sakavottorði mannsins hefur hann átta sinnum verið sakfelldur fyrir ofbeldisbrot, þar af fyrir ofbeldisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Meðal gagna málsins eru upplýsingar frá Fangelsismálastofnun þar sem kemur fram að samkvæmt niðurstöðum á fræðilegu mati sem var unnið af stofnunni voru taldar 61 prósent líkur á að hann mundi brjóta aftur af sér innan árs frá því hann lyki afplánun. Lykilvitni ekki enn gefið skýrslu Nágrannarnir sem aðstoðuðu konuna eftir barsmíðar hins grunaða hafa enn ekki gefið skýrslu í málinu. Annar þeirra var ekki í ástandi til þess þegar lögregla hugðist ræða við hann. Hinn nágranninn er reiður lögreglu. Hann lýsir því þannig að þegar konan hafi leitað til hans vegna árása hins grunaða hafi hann fundið tvær axir og verið tilbúinn að verjast frekari árásum. Lögreglan handtók hins vegar manninn í kjölfar tilkynningar um mann með tvær axir úti á Granda. Brást nágranninn ókvæða við þegar lögreglumenn hugðust ræða við hann við rannsókn málsins.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. 8. október 2019 18:30 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. 8. október 2019 18:30